Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Ragnar Guðmundsson

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:
Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs.
Af þessu sést að það er gert ráð fyrir því að hægt sé að ættleiða þá sem eru eldri en 18 ára og ekkert bannar beinlínis að menn ættleiði sér eldri manneskju.

Löggjafinn leggur megináherslu á það að vernda hagsmuni þeirra barna sem eru ættleidd með því að tryggja að ættleiðendur uppfylli ákveðin skilyrði varðandi fjárhag, heilsufar og einnig fjölskyldugildi. Til er sérstök reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005.

Þegar málið snýr að ættleiðingu fullorðinna einstaklinga hefur það líklega verið haft að leiðarljósi að fullorðið fólk (eða lögráðamenn þeirra sem ólögráða eru af einhverjum orsökum) geti sjálft ráðið sínum málum og ramminn utan um slíkar ættleiðingar er mjög frjálslegur. Slík ættleiðing verður að vera með fullu samþykki þess sem ættleiða á og einnig þarf dómsmálaráðherra að samþykkja hana eins og allar aðrar ættleiðingar. Ættleiðing fullorðins einstaklings hefur nánast engin áhrif, nema hvað varðar erfðarétt, en þar getur hún líka verið afdrifarík. Sá sem ættleiddur er öðlast sama rétt og önnur börn ættleiðandans til erfða, en missir um leið erfðarétt eftir fyrri foreldra sína.

Ekkert bannar beinlínis að menn ættleiði eldri frænku sína en það er ekki víst að sú ættleiðing hlyti samþykkt dómsmálaráðherra. Ættleiðingar eru viðkvæmt tilfinningamál og upplýsingar um þær liggja ekki á lausu en höfundi er ekki kunnugt um að ættleiðing eins og spurt er um hafi átt sér stað hér á landi.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2005

Spyrjandi

Kristján Kristjánsson

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5425.

Ragnar Guðmundsson. (2005, 23. nóvember). Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5425

Ragnar Guðmundsson. „Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?
Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:

Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs.
Af þessu sést að það er gert ráð fyrir því að hægt sé að ættleiða þá sem eru eldri en 18 ára og ekkert bannar beinlínis að menn ættleiði sér eldri manneskju.

Löggjafinn leggur megináherslu á það að vernda hagsmuni þeirra barna sem eru ættleidd með því að tryggja að ættleiðendur uppfylli ákveðin skilyrði varðandi fjárhag, heilsufar og einnig fjölskyldugildi. Til er sérstök reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005.

Þegar málið snýr að ættleiðingu fullorðinna einstaklinga hefur það líklega verið haft að leiðarljósi að fullorðið fólk (eða lögráðamenn þeirra sem ólögráða eru af einhverjum orsökum) geti sjálft ráðið sínum málum og ramminn utan um slíkar ættleiðingar er mjög frjálslegur. Slík ættleiðing verður að vera með fullu samþykki þess sem ættleiða á og einnig þarf dómsmálaráðherra að samþykkja hana eins og allar aðrar ættleiðingar. Ættleiðing fullorðins einstaklings hefur nánast engin áhrif, nema hvað varðar erfðarétt, en þar getur hún líka verið afdrifarík. Sá sem ættleiddur er öðlast sama rétt og önnur börn ættleiðandans til erfða, en missir um leið erfðarétt eftir fyrri foreldra sína.

Ekkert bannar beinlínis að menn ættleiði eldri frænku sína en það er ekki víst að sú ættleiðing hlyti samþykkt dómsmálaráðherra. Ættleiðingar eru viðkvæmt tilfinningamál og upplýsingar um þær liggja ekki á lausu en höfundi er ekki kunnugt um að ættleiðing eins og spurt er um hafi átt sér stað hér á landi....