Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?

JGÞ

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:
Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er viðbót, og líklega eign höf. sjálfs. Orðið »kennslumál« er eflaust rangt fyrir kennsla-mál (sjá orðabók Guðbr. Vigf.); en afbökunin er líklegast skrifurum að kenna. Orðið kemur annars, að því er sýnist, að eins fyrir á einum stað í Landslögum Magnúsar lagabætis IV, 26 og merkir »mál út af sakargiftum« (kensl- um); sami staður stendur og í Járnsíðu (Hákonarbók) 49. grein. Þetta orð finst hvergi í Þjóðveldislögum Íslendinga (Grágás) og er vafalaust komið inn í Ísland úr norskum lögum (Járnsíðu) á siðasta hluta 13. aldar. Þar af leiðir með órækri vissu, að orðin »um kenslumál öll« í Kjaln. er tóm »uppáfinding« höf. sjálfs og ekkert annað. (bls. 34)
Samkvæmt þessu er orðið kennslumál í Kjalnesinga sögu líklegast afbökun á orðinu kennslamál sem merkir 'mál út af sakargiftum'.

Hægt er að lesa alla grein Finns á slóðinni Tímarit.is.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ágætur vinur minn, sænskur, sendi mér fyrirspurn sem ég kann ekki að svara. Hann er að lúslesa Kjalnesinga sögu og spyr um merkingu orðsins "kennslumál" í eftirfarandi setningu:

..."Á þeim stalli skyldi liggja hringur mikill af silfri ger. Hann skyldi hofgoði hafa á hendi til allra mannfunda. Þar að skyldu allir menn eiða sverja um kennslumál öll.”…

Vonandi hefur einhver góður maður tíma til að varpa ljósi á þessi "kennslumál" í Kjalnesinga sögu fyrir okkur félagana.

Höfundur

Útgáfudagur

4.12.2009

Spyrjandi

Þráinn Bertelsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54463.

JGÞ. (2009, 4. desember). Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54463

JGÞ. „Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54463>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?
Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:

Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er viðbót, og líklega eign höf. sjálfs. Orðið »kennslumál« er eflaust rangt fyrir kennsla-mál (sjá orðabók Guðbr. Vigf.); en afbökunin er líklegast skrifurum að kenna. Orðið kemur annars, að því er sýnist, að eins fyrir á einum stað í Landslögum Magnúsar lagabætis IV, 26 og merkir »mál út af sakargiftum« (kensl- um); sami staður stendur og í Járnsíðu (Hákonarbók) 49. grein. Þetta orð finst hvergi í Þjóðveldislögum Íslendinga (Grágás) og er vafalaust komið inn í Ísland úr norskum lögum (Járnsíðu) á siðasta hluta 13. aldar. Þar af leiðir með órækri vissu, að orðin »um kenslumál öll« í Kjaln. er tóm »uppáfinding« höf. sjálfs og ekkert annað. (bls. 34)
Samkvæmt þessu er orðið kennslumál í Kjalnesinga sögu líklegast afbökun á orðinu kennslamál sem merkir 'mál út af sakargiftum'.

Hægt er að lesa alla grein Finns á slóðinni Tímarit.is.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ágætur vinur minn, sænskur, sendi mér fyrirspurn sem ég kann ekki að svara. Hann er að lúslesa Kjalnesinga sögu og spyr um merkingu orðsins "kennslumál" í eftirfarandi setningu:

..."Á þeim stalli skyldi liggja hringur mikill af silfri ger. Hann skyldi hofgoði hafa á hendi til allra mannfunda. Þar að skyldu allir menn eiða sverja um kennslumál öll.”…

Vonandi hefur einhver góður maður tíma til að varpa ljósi á þessi "kennslumál" í Kjalnesinga sögu fyrir okkur félagana.
...