Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höfundarnir vildu láta líta svo út. Saga getur bæði vísað til frásagnar af atburðum og atburðanna sjálfra, og sá sem setti saman sögu var vissulega ekki höfundur atburðanna, nema að hann hefði logið öllu saman. Um þetta hef ég skrifað fáein orð í Íslenskri bókmenntasögu II (1993), bls. 44-49, sjá einkum bls. 48.
Athyglisvert er að skáldskapur manna var hins vegar eignaður þeim, og hefur þá verið talið að form og orðalag vísu væri smíð skáldsins með öðrum hætti en laust mál gat verið frumsmíð.
Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni: Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?
Vésteinn Ólason. „Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=732.
Vésteinn Ólason. (2000, 4. ágúst). Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=732
Vésteinn Ólason. „Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=732>.