Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?

Ármann Jakobsson

Í heild hljóðuðu spurningarnar svona:
  • Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til?
  • Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur?

Einfaldast er að skilgreina Íslendingasögur og raunar flesta íslenska miðaldatexta sem sagnarit (historia) miðalda. Íslendingasögur fjalla flestar um löngu liðinn tíma, það er atburðirnir sem sagt er frá gerast 250-500 árum áður en ritin eru sett saman í þeirri mynd sem þau eru nú varðveitt. Miðaldasagnarit um svo löngu liðinn tíma mætti flokka hvorttveggja sem sagnfræði og goðsögur, það er ekki er endilega ljóst hvort viðburðirnir áttu sér stað í raun og veru en þegar ritin eru samin eru til um þá löng frásagnarhefð.

Einhverjar persónur Íslendingasagna eru ef til vill skapaðar af höfundum þeirra en langflestar eru sóttar í frásagnarhefð sem ef til vill var bæði munnleg og skrifleg. Það á sennilega við um Gretti, Gunnar og Gísla sem allir eru nefndir í fleiri en einum miðaldatexta. En eitt er vitaskuld hvort til voru menn sem hétu þessum nöfnum en annað hvort lýsing þeirra í sagnaritum 13., 14. og 15. aldar er sannferðug. Reikna má með að hinar sögulegu persónur sem uppi voru fyrir 300-500 árum séu lagaðar talsvert að markmiðum frásagnarinnar, bæði í hefðinni og síðan af höfundum (sagnariturunum) sem settu sögurnar saman.

Mynd af Agli Skallagrímssyni úr 17. aldar handriti af Egils sögu.

Þess vegna er ekki svo fjarri lagi að segja að persónurnar hafi verið til en þó ekki þar sem ekki er víst að þær hafi hegðað sér eins og lýst er í sögunum og raunar virðist harla ólíklegt að öll atvikin sem sagt er frá þar hafi lifað í sögulegu minni jafn lengi og raun ber vitni. Þess vegna er bæði hægt að líta á Gunnar, Gretti og Gísla sem raunverulega menn af holdi og blóði en einnig sem hugarsmíð sagnaritaranna sem rituðu um þá sögur löngu eftir andlát þeirra. Hið sama gildir vitaskuld um ýmsar hetjur sem voru vinsælar í erlendum og innlendum sagnariturum síðmiðalda, til dæmis Alexander mikla eða Karlamagnús sem voru sannarlega til en það merkir ekki að allt sem greint er frá í miðaldatextunum Alexanders sögu eða Karlamagnús sögu hafi gerst í raun.

Langbest er í umræðu um Íslendingasögur að gleyma hugtökunum satt og ósatt og umfram allt leggja þau ekki að jöfnu við nútímasagnfræði eða skáldskap. Íslendingasögur heyra til bókmenntagreininni sagnfræðirit eins og hún var skilgreind á miðöldum en listrænt frelsi sagnaritaranna er umtalsvert og þeir hafa eflaust lagað efnivið sinn talsvert að eigin markmiðum. Hið sama kann að hafa gerst í hinni löngu frásagnarhefð sem sögurnar sækja efnivið sinn í.

Nokkur nýleg rit þar sem þetta málefni er rætt:

  • Ármann Jakobsson, “Tradition and the Individual Talent: The ‘historical figure’ in the medieval sagas, a case study,” Viator 45.3 (2014), 101–24.
  • Gísli Sigurðsson, “Constructing a Past to Suit the Present: Sturla Þórðarson on Conflicts and Alliances with King Haraldr hárfagri,” Minni og muninn: Memory in Medieval Nordic Culture, Pernille Hermann, Stephen A. Mitchell og Agnes S. Arnórsdóttir (ritstj.). Turnhout (2014), 175–96.
  • Ralph O‘Connor, “History or Fiction? Truth-Claims and Defensive Narrators in Icelandic Romance-Sagas,” Mediaeval Scandinavia 14 (2005), 1–69.
  • Sverrir Jakobsson, “ Vínland and wishful thinking: Medieval and modern fantasies,” Canadian Journal of History 47 (2012), 493-514.

Mynd:

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

15.11.2021

Spyrjandi

Lilja, Örn

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2021, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82205.

Ármann Jakobsson. (2021, 15. nóvember). Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82205

Ármann Jakobsson. „Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2021. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82205>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?
Í heild hljóðuðu spurningarnar svona:

  • Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til?
  • Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur?

Einfaldast er að skilgreina Íslendingasögur og raunar flesta íslenska miðaldatexta sem sagnarit (historia) miðalda. Íslendingasögur fjalla flestar um löngu liðinn tíma, það er atburðirnir sem sagt er frá gerast 250-500 árum áður en ritin eru sett saman í þeirri mynd sem þau eru nú varðveitt. Miðaldasagnarit um svo löngu liðinn tíma mætti flokka hvorttveggja sem sagnfræði og goðsögur, það er ekki er endilega ljóst hvort viðburðirnir áttu sér stað í raun og veru en þegar ritin eru samin eru til um þá löng frásagnarhefð.

Einhverjar persónur Íslendingasagna eru ef til vill skapaðar af höfundum þeirra en langflestar eru sóttar í frásagnarhefð sem ef til vill var bæði munnleg og skrifleg. Það á sennilega við um Gretti, Gunnar og Gísla sem allir eru nefndir í fleiri en einum miðaldatexta. En eitt er vitaskuld hvort til voru menn sem hétu þessum nöfnum en annað hvort lýsing þeirra í sagnaritum 13., 14. og 15. aldar er sannferðug. Reikna má með að hinar sögulegu persónur sem uppi voru fyrir 300-500 árum séu lagaðar talsvert að markmiðum frásagnarinnar, bæði í hefðinni og síðan af höfundum (sagnariturunum) sem settu sögurnar saman.

Mynd af Agli Skallagrímssyni úr 17. aldar handriti af Egils sögu.

Þess vegna er ekki svo fjarri lagi að segja að persónurnar hafi verið til en þó ekki þar sem ekki er víst að þær hafi hegðað sér eins og lýst er í sögunum og raunar virðist harla ólíklegt að öll atvikin sem sagt er frá þar hafi lifað í sögulegu minni jafn lengi og raun ber vitni. Þess vegna er bæði hægt að líta á Gunnar, Gretti og Gísla sem raunverulega menn af holdi og blóði en einnig sem hugarsmíð sagnaritaranna sem rituðu um þá sögur löngu eftir andlát þeirra. Hið sama gildir vitaskuld um ýmsar hetjur sem voru vinsælar í erlendum og innlendum sagnariturum síðmiðalda, til dæmis Alexander mikla eða Karlamagnús sem voru sannarlega til en það merkir ekki að allt sem greint er frá í miðaldatextunum Alexanders sögu eða Karlamagnús sögu hafi gerst í raun.

Langbest er í umræðu um Íslendingasögur að gleyma hugtökunum satt og ósatt og umfram allt leggja þau ekki að jöfnu við nútímasagnfræði eða skáldskap. Íslendingasögur heyra til bókmenntagreininni sagnfræðirit eins og hún var skilgreind á miðöldum en listrænt frelsi sagnaritaranna er umtalsvert og þeir hafa eflaust lagað efnivið sinn talsvert að eigin markmiðum. Hið sama kann að hafa gerst í hinni löngu frásagnarhefð sem sögurnar sækja efnivið sinn í.

Nokkur nýleg rit þar sem þetta málefni er rætt:

  • Ármann Jakobsson, “Tradition and the Individual Talent: The ‘historical figure’ in the medieval sagas, a case study,” Viator 45.3 (2014), 101–24.
  • Gísli Sigurðsson, “Constructing a Past to Suit the Present: Sturla Þórðarson on Conflicts and Alliances with King Haraldr hárfagri,” Minni og muninn: Memory in Medieval Nordic Culture, Pernille Hermann, Stephen A. Mitchell og Agnes S. Arnórsdóttir (ritstj.). Turnhout (2014), 175–96.
  • Ralph O‘Connor, “History or Fiction? Truth-Claims and Defensive Narrators in Icelandic Romance-Sagas,” Mediaeval Scandinavia 14 (2005), 1–69.
  • Sverrir Jakobsson, “ Vínland and wishful thinking: Medieval and modern fantasies,” Canadian Journal of History 47 (2012), 493-514.

Mynd:

...