Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?

JGÞ

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað:

Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir).


Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur sjóleiðina til Indlands fyrir suðurodda Afríku. Lítið er vitað um æsku hans en í kringum 1480 fylgdi hann í fótspor föður síns, Estêvão da Gama, og gekk í sjóherinn. Vasco da Gama kleif metorðastigann hratt og árið 1492 sendi John II konungur Portúgals hann í hefndarför gegn frönskum skipum sem höfðu truflað portúgalskar skipaleiðir.

Árið 1497 fékk Vasco da Gama svo skipun frá konunginum um að sigla til Indlands en sú för tók 209 daga. Í förinni fór leiðangurinn alls um fimm sinnum lengri leið en Kristófer Kólumbus þegar hann sigldi til Ameríku. Vasco da Gama byrjaði förina með því að nýta sér hagstæða vinda og sigldi suður með vesturströnd Afríku. Hann sigldi svo fyrir Góðrarvonarhöfða (e. Cape of good hope), upp með austurströnd Afríku og að strönd Indlands.

Ferð Vasco da Gamas heppnaðist mun betur en Kólumbusar enda var ætlun Kólumbusar að sigla til menningarsamfélaganna í austri en hann endaði í Ameríku. Kólumbus taldi að hann væri kominn til Kína þegar hann var í raun á Kúbu. Nákvæmni korta og mælinga Gama voru þess vegna mikli meiri en hjá Kólumbusi. Um siglingar Kólumbusar er hægt að lesa meira í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Vasco da Gama fór í tvo aðra leiðangra til Indlands. Árið 1502 stýrði hann 20 skipa leiðangri þangað og þriðja ferðin var farin árið 1524. Í annarri ferðinni tryggði Vasco da Gama portúgölsk viðskiptasambönd á Indlandi með miklum ógnaraðgerðum. Meðal annars tók hann skip sem var á leiðinni til Mekka, gerði skipsfarminn upptækan og brenndi skipið og drap flesta sem um borð voru, alls um 200 manns. Um 20 börn lifðu af og þau voru látin taka upp kristna trú.

Vasco da Gama lést í þriðju ferðinni árið 1524 á sjötugsaldri. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju hann dó en samkvæmt einni kenningunni dó hann mögulega eftir að hafa ofgert sér með vinnu. Lík hans var flutt aftur til Portúgals árið 1539 og grafið þar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.11.2009

Spyrjandi

Kolbrún Björk Bjarnadóttir, Matthías Rúnarsson, Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2009. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54505.

JGÞ. (2009, 23. nóvember). Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54505

JGÞ. „Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2009. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54505>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?
Eftirfarandi spurningum er einnig svarað:

Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir).


Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur sjóleiðina til Indlands fyrir suðurodda Afríku. Lítið er vitað um æsku hans en í kringum 1480 fylgdi hann í fótspor föður síns, Estêvão da Gama, og gekk í sjóherinn. Vasco da Gama kleif metorðastigann hratt og árið 1492 sendi John II konungur Portúgals hann í hefndarför gegn frönskum skipum sem höfðu truflað portúgalskar skipaleiðir.

Árið 1497 fékk Vasco da Gama svo skipun frá konunginum um að sigla til Indlands en sú för tók 209 daga. Í förinni fór leiðangurinn alls um fimm sinnum lengri leið en Kristófer Kólumbus þegar hann sigldi til Ameríku. Vasco da Gama byrjaði förina með því að nýta sér hagstæða vinda og sigldi suður með vesturströnd Afríku. Hann sigldi svo fyrir Góðrarvonarhöfða (e. Cape of good hope), upp með austurströnd Afríku og að strönd Indlands.

Ferð Vasco da Gamas heppnaðist mun betur en Kólumbusar enda var ætlun Kólumbusar að sigla til menningarsamfélaganna í austri en hann endaði í Ameríku. Kólumbus taldi að hann væri kominn til Kína þegar hann var í raun á Kúbu. Nákvæmni korta og mælinga Gama voru þess vegna mikli meiri en hjá Kólumbusi. Um siglingar Kólumbusar er hægt að lesa meira í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Vasco da Gama fór í tvo aðra leiðangra til Indlands. Árið 1502 stýrði hann 20 skipa leiðangri þangað og þriðja ferðin var farin árið 1524. Í annarri ferðinni tryggði Vasco da Gama portúgölsk viðskiptasambönd á Indlandi með miklum ógnaraðgerðum. Meðal annars tók hann skip sem var á leiðinni til Mekka, gerði skipsfarminn upptækan og brenndi skipið og drap flesta sem um borð voru, alls um 200 manns. Um 20 börn lifðu af og þau voru látin taka upp kristna trú.

Vasco da Gama lést í þriðju ferðinni árið 1524 á sjötugsaldri. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju hann dó en samkvæmt einni kenningunni dó hann mögulega eftir að hafa ofgert sér með vinnu. Lík hans var flutt aftur til Portúgals árið 1539 og grafið þar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: