Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?

Sverrir Jakobsson

Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmyndir séu á rökum reistar.


Pont du Gard, vatnsveita frá tímum Rómaveldis.

Rómverjar virðast sjálfir hafa haft litlar áhyggjur af blýeitrun þótt þeir hafi vissulega verið meðvitaðir um hættuna af því að nota blýrör í veitukerfinu. Arkítektinn Marcus Vitruvius Pollio, sem var uppi á 1. öld f.Kr., ræddi þetta vandamál í ritinu De architectura og benti á að betra væri að nota leiðslur úr terracotta-leir en blýi.

Ekki er samt líklegt að drykkjarvatn í Róm hafi innihaldið mikið blý. Í fyrsta lagi skildist ekki mikið blý út í drykkjarvatnið ef straumurinn um pípurnar var jafn og stöðugur. Í öðru lagi voru ýmis efni (svo sem kalsíumkarbónat) í jarðvegi í grennd við Róm sem ættu að hafa komið í veg fyrir ætingu á leiðslunum.

Rómverjum hefur líklega stafað meiri hætti af pottum úr blýi sem notaðir voru til að sjóða ávexti, til dæmis greip, sem blandaðir voru við vín til að gera vínið sætara og bragðbetra. Til þess að slík neysla ylli blýeitrun hefðu Rómverjar þó þurft að drekka vín í miklu magni, svo miklu raunar að slík neysla hefði verið ærið vandamál í sjálfri sér.

Kenningin um að blýeitrun hafi orðið rómverska heimsveldinu að falli er snjöll en virðist samt sem áður ekki vera á rökum reist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Nokkur rit um efnið og mynd:

  • Seabury Colum Gilfillan, „Lead poisoning and the fall of Rome“, Journal of Occupational Medicine, 7 (1965), 53-60.
  • H. A. Waldron, „Lead poisoning in the ancient world“, Medical History, 17 (1973), 391-99.
  • A. Treavor Hodge, „Vitruvius, lead pipes, and lead poisoning“, American Journal of Archaeology, 85 (1981), 486-91.
  • Jerome O. Nriagu, Lead and lead poisoning in antiquity, New York, 1983.
  • John Scarborough, „The myth of lead poisoning among the Romans: An essay review“, Journal of the History of Medicine, 39 (1984), 469-75.
  • Lionel & Diane Needleman, „Lead poisoning and the decline of the Roman aristocracy“, Classical Views, 4/1 (1985), 63-94.
  • Wikipedia.com - Pont du Gard

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

2.12.2005

Spyrjandi

Kristbjörg Una Guðmundsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5454.

Sverrir Jakobsson. (2005, 2. desember). Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5454

Sverrir Jakobsson. „Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5454>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?
Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmyndir séu á rökum reistar.


Pont du Gard, vatnsveita frá tímum Rómaveldis.

Rómverjar virðast sjálfir hafa haft litlar áhyggjur af blýeitrun þótt þeir hafi vissulega verið meðvitaðir um hættuna af því að nota blýrör í veitukerfinu. Arkítektinn Marcus Vitruvius Pollio, sem var uppi á 1. öld f.Kr., ræddi þetta vandamál í ritinu De architectura og benti á að betra væri að nota leiðslur úr terracotta-leir en blýi.

Ekki er samt líklegt að drykkjarvatn í Róm hafi innihaldið mikið blý. Í fyrsta lagi skildist ekki mikið blý út í drykkjarvatnið ef straumurinn um pípurnar var jafn og stöðugur. Í öðru lagi voru ýmis efni (svo sem kalsíumkarbónat) í jarðvegi í grennd við Róm sem ættu að hafa komið í veg fyrir ætingu á leiðslunum.

Rómverjum hefur líklega stafað meiri hætti af pottum úr blýi sem notaðir voru til að sjóða ávexti, til dæmis greip, sem blandaðir voru við vín til að gera vínið sætara og bragðbetra. Til þess að slík neysla ylli blýeitrun hefðu Rómverjar þó þurft að drekka vín í miklu magni, svo miklu raunar að slík neysla hefði verið ærið vandamál í sjálfri sér.

Kenningin um að blýeitrun hafi orðið rómverska heimsveldinu að falli er snjöll en virðist samt sem áður ekki vera á rökum reist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Nokkur rit um efnið og mynd:

  • Seabury Colum Gilfillan, „Lead poisoning and the fall of Rome“, Journal of Occupational Medicine, 7 (1965), 53-60.
  • H. A. Waldron, „Lead poisoning in the ancient world“, Medical History, 17 (1973), 391-99.
  • A. Treavor Hodge, „Vitruvius, lead pipes, and lead poisoning“, American Journal of Archaeology, 85 (1981), 486-91.
  • Jerome O. Nriagu, Lead and lead poisoning in antiquity, New York, 1983.
  • John Scarborough, „The myth of lead poisoning among the Romans: An essay review“, Journal of the History of Medicine, 39 (1984), 469-75.
  • Lionel & Diane Needleman, „Lead poisoning and the decline of the Roman aristocracy“, Classical Views, 4/1 (1985), 63-94.
  • Wikipedia.com - Pont du Gard
...