Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar býr jólasveinninn?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hreindýrasleða eða þá þrettán bræður sem heimsækja íslensk börn.



Þessir jólasveinar eiga heima í Dimmuborgum í Mývatnssveit en foreldrar þeirra búa víst í Lúdentsborgum.

Um heimkynni íslensku jólasveinanna er fjallað um í bók Árna Björnssonar um sögu jólanna. Þar segir á blaðsíðu 106:
Í elstu heimildum er þess hvergi getið hvar Grýla og jólasveinarnir eiga heima, en það hefur jafnan þótt liggja í hlutarins eðli, að þau byggju uppi í fjöllum. Ein sögn frá Austurlandi hermir reyndar að þeir komi utan af hafi á skinnbátum, séu dökkir yfirlitum og skipti sér niður á bæi á jólaföstunni. Nærtæk er sú ályktun að á bak við þessa sögn leynist forn og brengluð munnmæli um skipbrotsmenn frá byggðum sama eða eskimóa.

Á seinni hluta 20. aldar fór fólk í ýmsum héruðum að staðsetja heimkynni Grýlu og jólasveina í nálægum fjöllum. Þannig hafa Borgfirðingar ýmist talið þau eiga heima í Skessuhorninu eða Hafnarfjalli, Hólmarar í Ljósufjöllum, Hjaltdælingar í Hólabyrðu, aðrir Skagfirðingar í Tröllaskaga, Svarfdælingar í Kerlingu, Mývetningar í Dimmuborgum, Borgfirðingar eystra í Dyrfjöllum, Héraðsbúar í Brandsöxl, Skaftfellingar í Síðufjalli, Biskupstungnamenn í Bláfelli, Selfyssingar í Ingólfsfjalli, Hvergerðingar í Reykjafjalla og Reykvíkingar hafa að sjálfsögðu fundið þeim bústað í Esjunni. Þessi búsetumál verður fólk og fjölmiðlar að koma sér saman um á hverjum stað.

Eins og upptalningin hér ber með sér er almennt álitið að íslensku jólasveinarnir búi upp til fjalla og þá líklega í helli. Þar býr einnig Grýla móðir þeirra, faðirinn Leppalúði og jólakötturinn.

Almennt virðast heimilisaðstæður töluvert aðrar hjá erlenda jólasveininum. Hann er ekkert endilega tengdur fjöllum eða hellisskúta heldur býr hann gjarnan í húsi og hefur þar verkstæði. Hann er fluttur úr foreldrahúsum og í mörgum sögum á hann eiginkonu þó svo að hún ferðist ekki með honum á sleðanum þegar hann er í embættiserindum. Auk þess hefur hann oft hjálparmenn, gjarnan álfa, sem vinna á verkstæði hans við að útbúa gjafir.

Almennt er talið að jólasveinninn lifi á norðlægum slóðum, en menn eru ekki á eitt sáttir um nákvæmlega hvar. Í Norður-Ameríku og reyndar víðar, er algengt að telja heimili jólasveinsins vera á norðurpólnum og þá átt við hinn raunverulega norðurpól, nyrsta punkt jarðarinnar eða næsta nágrenni hans. Þessi hugmynd kemur fyrir í ótal sögum, teiknimyndum, kvikmyndum og svo framvegis og er nokkuð föst í sessi.

En það koma fleiri staðir til greina, til dæmis er bær í Alaska sem heitir Norðurpóll (North Pole). Fyrir hver jól streyma þangað bréf í hundraða þúsunda tali sem ætluð eru jólasveininum og því ljóst að ýmsir trúa því að jólasveinninn búi þar. Heimilisfangið mun vera Santa Claus House, 101 St. Nicholas Dr., North Pole, Alaska 99705.

Einnig má nefna að í Indianafylki í Bandaríkjunum er bær sem ber heitið Santa Claus. Það er víst mikið að gera á pósthúsi bæjarins fyrir jólin við að taka á móti bréfum til jólasveinsins og sjá til þess að þeim sé svarað og hefur þessi siður staðið yfir í tæpa öld. Margir virðast því álíta að jólasveininn sé að finna í þessum litla bæ, alla vega að hann nálgist póstinn sinn þar.



Ráðhúsið í bænum Santa Claus.

Kanadamenn gera líka tilkall til jólasveinsins. Árið 2008 veitti til að mynda ráðherra sem fór með málefni innflytjenda og fjölmenningar þar í landi jólasveininum kanadískan ríkisborgararétt. Rétt eins og í Bandaríkjunum berast jólasveininum í Kanada ótal bréf á hverju ári og er opinbert heimilisfang hans, samkvæmt kanadísku póstþjónustunni; Santa Claus, North Pole, H0H 0H0, Canada.

Evrópubúar og sér í lagi Norðurlandabúar, virðast ekki álíta að jólasveinninn búi á norðurpólnum. Í Noregi er jólasveinninn, eða julenissen gjarnan talinn eiga heima í bænum Drøbak en fleiri staðir þar í landi koma líka til greina. Í Danmörku og á Grænlandi er jólasveinninn gjarnan tengdur við bæinn Uummannaq á norðvesturströnd Grænlands. Grænland fékk aukið alþjóðlegt vægi sem heimkynni jólasveinsins eftir að ársfundur jólasveina í Danmörku árið 2003, sem sóttur var af 130 jólasveinum, meyjum og aðstoðarmönnum frá 12 löndum, lýsti því yfir að í Grænlandi og hvergi annars staðar ætti jólasveinninn heima.

Finnar eru hins vegar sannfærðir um að jólasveinninn, eða joulupukki eigi heimkynni sín þar í landi og hafa gert nokkuð í því að koma þeirri hugmynd á framfæri. Þar mun jólasveinninn eiga heima í fjalli sem kallast Korvatunturi. Hins vegar er hann með vinnuaðstöðu og tekur á móti gestum í bænum Rovaniemi þar skammt frá og þangað berast honum þau bréf sem stíluð eru á hann í Finnlandi.



Frá jólaþorpinu í Finnlandi.

Menn verða seint sammála um það hvar jólasveinninn á heima, eins og kannski má ráða af þessu svari sem þó gefur aðeins nokkur dæmi um möguleg heimkynni hans. Kannski er auðveldast að svara spurningunni um það hvar jólasveinninn býr með því sem stundum er sagt; að hann búi í huga og hjörtum þeirra sem á hann trúa.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.12.2010

Spyrjandi

Matthías Jóhannesson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar býr jólasveinninn?“ Vísindavefurinn, 24. desember 2010, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54577.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 24. desember). Hvar býr jólasveinninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54577

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar býr jólasveinninn?“ Vísindavefurinn. 24. des. 2010. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54577>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hreindýrasleða eða þá þrettán bræður sem heimsækja íslensk börn.



Þessir jólasveinar eiga heima í Dimmuborgum í Mývatnssveit en foreldrar þeirra búa víst í Lúdentsborgum.

Um heimkynni íslensku jólasveinanna er fjallað um í bók Árna Björnssonar um sögu jólanna. Þar segir á blaðsíðu 106:
Í elstu heimildum er þess hvergi getið hvar Grýla og jólasveinarnir eiga heima, en það hefur jafnan þótt liggja í hlutarins eðli, að þau byggju uppi í fjöllum. Ein sögn frá Austurlandi hermir reyndar að þeir komi utan af hafi á skinnbátum, séu dökkir yfirlitum og skipti sér niður á bæi á jólaföstunni. Nærtæk er sú ályktun að á bak við þessa sögn leynist forn og brengluð munnmæli um skipbrotsmenn frá byggðum sama eða eskimóa.

Á seinni hluta 20. aldar fór fólk í ýmsum héruðum að staðsetja heimkynni Grýlu og jólasveina í nálægum fjöllum. Þannig hafa Borgfirðingar ýmist talið þau eiga heima í Skessuhorninu eða Hafnarfjalli, Hólmarar í Ljósufjöllum, Hjaltdælingar í Hólabyrðu, aðrir Skagfirðingar í Tröllaskaga, Svarfdælingar í Kerlingu, Mývetningar í Dimmuborgum, Borgfirðingar eystra í Dyrfjöllum, Héraðsbúar í Brandsöxl, Skaftfellingar í Síðufjalli, Biskupstungnamenn í Bláfelli, Selfyssingar í Ingólfsfjalli, Hvergerðingar í Reykjafjalla og Reykvíkingar hafa að sjálfsögðu fundið þeim bústað í Esjunni. Þessi búsetumál verður fólk og fjölmiðlar að koma sér saman um á hverjum stað.

Eins og upptalningin hér ber með sér er almennt álitið að íslensku jólasveinarnir búi upp til fjalla og þá líklega í helli. Þar býr einnig Grýla móðir þeirra, faðirinn Leppalúði og jólakötturinn.

Almennt virðast heimilisaðstæður töluvert aðrar hjá erlenda jólasveininum. Hann er ekkert endilega tengdur fjöllum eða hellisskúta heldur býr hann gjarnan í húsi og hefur þar verkstæði. Hann er fluttur úr foreldrahúsum og í mörgum sögum á hann eiginkonu þó svo að hún ferðist ekki með honum á sleðanum þegar hann er í embættiserindum. Auk þess hefur hann oft hjálparmenn, gjarnan álfa, sem vinna á verkstæði hans við að útbúa gjafir.

Almennt er talið að jólasveinninn lifi á norðlægum slóðum, en menn eru ekki á eitt sáttir um nákvæmlega hvar. Í Norður-Ameríku og reyndar víðar, er algengt að telja heimili jólasveinsins vera á norðurpólnum og þá átt við hinn raunverulega norðurpól, nyrsta punkt jarðarinnar eða næsta nágrenni hans. Þessi hugmynd kemur fyrir í ótal sögum, teiknimyndum, kvikmyndum og svo framvegis og er nokkuð föst í sessi.

En það koma fleiri staðir til greina, til dæmis er bær í Alaska sem heitir Norðurpóll (North Pole). Fyrir hver jól streyma þangað bréf í hundraða þúsunda tali sem ætluð eru jólasveininum og því ljóst að ýmsir trúa því að jólasveinninn búi þar. Heimilisfangið mun vera Santa Claus House, 101 St. Nicholas Dr., North Pole, Alaska 99705.

Einnig má nefna að í Indianafylki í Bandaríkjunum er bær sem ber heitið Santa Claus. Það er víst mikið að gera á pósthúsi bæjarins fyrir jólin við að taka á móti bréfum til jólasveinsins og sjá til þess að þeim sé svarað og hefur þessi siður staðið yfir í tæpa öld. Margir virðast því álíta að jólasveininn sé að finna í þessum litla bæ, alla vega að hann nálgist póstinn sinn þar.



Ráðhúsið í bænum Santa Claus.

Kanadamenn gera líka tilkall til jólasveinsins. Árið 2008 veitti til að mynda ráðherra sem fór með málefni innflytjenda og fjölmenningar þar í landi jólasveininum kanadískan ríkisborgararétt. Rétt eins og í Bandaríkjunum berast jólasveininum í Kanada ótal bréf á hverju ári og er opinbert heimilisfang hans, samkvæmt kanadísku póstþjónustunni; Santa Claus, North Pole, H0H 0H0, Canada.

Evrópubúar og sér í lagi Norðurlandabúar, virðast ekki álíta að jólasveinninn búi á norðurpólnum. Í Noregi er jólasveinninn, eða julenissen gjarnan talinn eiga heima í bænum Drøbak en fleiri staðir þar í landi koma líka til greina. Í Danmörku og á Grænlandi er jólasveinninn gjarnan tengdur við bæinn Uummannaq á norðvesturströnd Grænlands. Grænland fékk aukið alþjóðlegt vægi sem heimkynni jólasveinsins eftir að ársfundur jólasveina í Danmörku árið 2003, sem sóttur var af 130 jólasveinum, meyjum og aðstoðarmönnum frá 12 löndum, lýsti því yfir að í Grænlandi og hvergi annars staðar ætti jólasveinninn heima.

Finnar eru hins vegar sannfærðir um að jólasveinninn, eða joulupukki eigi heimkynni sín þar í landi og hafa gert nokkuð í því að koma þeirri hugmynd á framfæri. Þar mun jólasveinninn eiga heima í fjalli sem kallast Korvatunturi. Hins vegar er hann með vinnuaðstöðu og tekur á móti gestum í bænum Rovaniemi þar skammt frá og þangað berast honum þau bréf sem stíluð eru á hann í Finnlandi.



Frá jólaþorpinu í Finnlandi.

Menn verða seint sammála um það hvar jólasveinninn á heima, eins og kannski má ráða af þessu svari sem þó gefur aðeins nokkur dæmi um möguleg heimkynni hans. Kannski er auðveldast að svara spurningunni um það hvar jólasveinninn býr með því sem stundum er sagt; að hann búi í huga og hjörtum þeirra sem á hann trúa.

Heimildir og myndir:...