Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Er guðlast bannað með lögum?

Ólafur Páll Vignisson

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:
Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, er háð mati hverju sinni og er einungis dómstóla að skera úr um.

Árið 1984 féll dómur (16/1983) í Hæstarétti þar sem eitt álitaefnanna sneri að 125. gr. hegningarlaga, en sá dómur hefur oft verið kenndur við tímaritin Spegilinn og Samvisku þjóðarinnar. Í Speglinum var dregið dár af altarissakramentinu eða hinni heilögu kvöldmáltíð sem þykir helgasta athöfn kristinnar guðsdýrkunar. Sagði orðrétt í dómnum:
Verndarandlag 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði, sé um að ræða trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags samkvæmt 63. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Þar sem alkunna er, að altarissakramentið og þátttaka í því er kjarnaatriði evangelisk-lúterskrar trúarkenningar og trúariðkunar, telur dómurinn, að birting ofangreinds les- og myndefnis sem heild varði við lagagreinina, enda verður birting þessa efnis hvorki talið framlag til málefnalegrar umræðu um trúmál né hún talin hafa listrænt gildi.
Af dómnum má ráða að það teljist til refsiverðrar háttsemi að smána kjarnaatriði tiltekinnar trúar eða trúfélaga eins og þau eru vernduð í trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar, ef verknaðinum fylgi ekki eitthvert framlag til málefnalegrar umræðu.

Í mannréttindaákvæðum stjórnarskrár Íslands er að finna ákvæði sem veitir trúfrelsi vernd:
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

63. gr. Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.

64. gr. Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að. Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.
Þau trúfélög sem njóta verndar trúfrelsisákvæðanna eru aðeins þau félög sem stofnuð eru um tilteknar trúarskoðanir eða til að iðka trú. Í ljósi þess verður einnig að telja að refsivert sé að draga dár af slíkum trúarkenningum sem heyra undir hin ýmsu trúfélög, svo sem eins og kenningar ásatrúar eða annarra trúarbragða.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.12.2005

Spyrjandi

Sigríður Jónsdóttir

Tilvísun

Ólafur Páll Vignisson. „Er guðlast bannað með lögum?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2005. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5462.

Ólafur Páll Vignisson. (2005, 6. desember). Er guðlast bannað með lögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5462

Ólafur Páll Vignisson. „Er guðlast bannað með lögum?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2005. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5462>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er guðlast bannað með lögum?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:

Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, er háð mati hverju sinni og er einungis dómstóla að skera úr um.

Árið 1984 féll dómur (16/1983) í Hæstarétti þar sem eitt álitaefnanna sneri að 125. gr. hegningarlaga, en sá dómur hefur oft verið kenndur við tímaritin Spegilinn og Samvisku þjóðarinnar. Í Speglinum var dregið dár af altarissakramentinu eða hinni heilögu kvöldmáltíð sem þykir helgasta athöfn kristinnar guðsdýrkunar. Sagði orðrétt í dómnum:
Verndarandlag 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði, sé um að ræða trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags samkvæmt 63. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Þar sem alkunna er, að altarissakramentið og þátttaka í því er kjarnaatriði evangelisk-lúterskrar trúarkenningar og trúariðkunar, telur dómurinn, að birting ofangreinds les- og myndefnis sem heild varði við lagagreinina, enda verður birting þessa efnis hvorki talið framlag til málefnalegrar umræðu um trúmál né hún talin hafa listrænt gildi.
Af dómnum má ráða að það teljist til refsiverðrar háttsemi að smána kjarnaatriði tiltekinnar trúar eða trúfélaga eins og þau eru vernduð í trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar, ef verknaðinum fylgi ekki eitthvert framlag til málefnalegrar umræðu.

Í mannréttindaákvæðum stjórnarskrár Íslands er að finna ákvæði sem veitir trúfrelsi vernd:
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

63. gr. Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.

64. gr. Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að. Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.
Þau trúfélög sem njóta verndar trúfrelsisákvæðanna eru aðeins þau félög sem stofnuð eru um tilteknar trúarskoðanir eða til að iðka trú. Í ljósi þess verður einnig að telja að refsivert sé að draga dár af slíkum trúarkenningum sem heyra undir hin ýmsu trúfélög, svo sem eins og kenningar ásatrúar eða annarra trúarbragða. ...