Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Syrgja börn?

American Academy of Child & Adolescent Psychiatry

Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkari hugmyndum fullorðinna um dauðann, en þau trúa því þó ekki að þau muni nokkurn tíma deyja, né heldur einhver sem þau þekkja.

Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að hafa einhverjar hugmyndir um það hvernig börn bregðast við andláti innan fjölskyldunnar. Einnig er mikilvægt að þeir þekki merki þess að barn eigi í erfileikum með að fást við sorg sína. Samkvæmt sérfræðingum í sorgarviðbrögðum barna er eðlilegt að á fyrstu vikum eftir dauða fjölskyldumeðlims finni barn samstundis fyrir sorg eða haldi fast í þá trú að hinn látni sé enn á lífi.

Barn sem ekki vill fara í jarðarför ætti ekki að vera neytt til að fara. Hinsvegar gæti verið gott að heiðra minningu hins látna eða minnast hans á einhvern hátt; kveikja á kerti, fara með bæn, búa til úrklippubók, skoða myndir eða segja sögur af honum.

Um leið og börn sættast við dauðann er líklegt að þau sýni sorgarviðbrögð um tíma, oft þegar síst er búist við því. Eftirlifandi ættingjar ættu að reyna að verja eins miklum tíma og hægt er með barninu og gera því ljóst að því er heimilt að sýna tilfinningar sínar hvenær og hvar sem er.

Sá sem dó var nauðsynlegur til að mynda stöðugleika í lífi barnsins þannig að eðlilegt er að barnið sýni reiði. Reiðin gæti birst í ofsafengnum leikjum, martröðum, önuglyndi og ýmsum öðrum myndum. Barnið gæti einnig sýnt reiði í garð eftirlifandi fjölskyldumeðlima.

Þegar foreldri deyr gæti barnið byrjað að hegða sér eins og það sé yngra en það er í raun og veru. Barnið verður að ungabarni; heimtar mat, athygli og faðmlög, og byrjar að hjala. Yngri börn trúa því oft að það sem gerst hefur sé þeim að kenna. Ungt barn heldur jafnvel að sá sem er dáinn hafi látist vegna þess að barnið óskaði þess einhvern tíma í reiði. Barnið er sakbitið og áfellist sjálft sig vegna þess að óskin rættist.

Barn sem á í erfiðleikum með að tjá sorg sína gæti sýnt eitt eða fleiri af þessum einkennum:

  • Langt tímabil þunglyndis þar sem það missir áhuga á umhverfi sínu
  • Svefnleysi, lítil matarlyst, ótti við að vera eitt
  • Líkir eftir hinum látna
  • Yfirlýsingar þess efnis að það vilji slást í för með hinum látna
  • Hættir að umgangast vini sína
  • Afturför í skóla eða að það neitar að fara í skólann

Þetta gæti þýtt að barnið þarf að fá aðstoð frá fagmanneskju. Prestur, klínískur barnasálfræðingur eða barna- og unglingageðlæknir gæti aðstoðað barnið við að sætta sig við dauðann og aðstoðað ættingjana við að hjálpa barninu í gegnum sorgarferlið.


Þetta svar er fengið af vefsetrinu Persóna.is og er birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Útgáfudagur

8.12.2005

Spyrjandi

Anna Pétursdóttir
Elva Árnadóttir

Tilvísun

American Academy of Child & Adolescent Psychiatry. „Syrgja börn?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5468.

American Academy of Child & Adolescent Psychiatry. (2005, 8. desember). Syrgja börn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5468

American Academy of Child & Adolescent Psychiatry. „Syrgja börn?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5468>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Syrgja börn?
Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkari hugmyndum fullorðinna um dauðann, en þau trúa því þó ekki að þau muni nokkurn tíma deyja, né heldur einhver sem þau þekkja.

Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að hafa einhverjar hugmyndir um það hvernig börn bregðast við andláti innan fjölskyldunnar. Einnig er mikilvægt að þeir þekki merki þess að barn eigi í erfileikum með að fást við sorg sína. Samkvæmt sérfræðingum í sorgarviðbrögðum barna er eðlilegt að á fyrstu vikum eftir dauða fjölskyldumeðlims finni barn samstundis fyrir sorg eða haldi fast í þá trú að hinn látni sé enn á lífi.

Barn sem ekki vill fara í jarðarför ætti ekki að vera neytt til að fara. Hinsvegar gæti verið gott að heiðra minningu hins látna eða minnast hans á einhvern hátt; kveikja á kerti, fara með bæn, búa til úrklippubók, skoða myndir eða segja sögur af honum.

Um leið og börn sættast við dauðann er líklegt að þau sýni sorgarviðbrögð um tíma, oft þegar síst er búist við því. Eftirlifandi ættingjar ættu að reyna að verja eins miklum tíma og hægt er með barninu og gera því ljóst að því er heimilt að sýna tilfinningar sínar hvenær og hvar sem er.

Sá sem dó var nauðsynlegur til að mynda stöðugleika í lífi barnsins þannig að eðlilegt er að barnið sýni reiði. Reiðin gæti birst í ofsafengnum leikjum, martröðum, önuglyndi og ýmsum öðrum myndum. Barnið gæti einnig sýnt reiði í garð eftirlifandi fjölskyldumeðlima.

Þegar foreldri deyr gæti barnið byrjað að hegða sér eins og það sé yngra en það er í raun og veru. Barnið verður að ungabarni; heimtar mat, athygli og faðmlög, og byrjar að hjala. Yngri börn trúa því oft að það sem gerst hefur sé þeim að kenna. Ungt barn heldur jafnvel að sá sem er dáinn hafi látist vegna þess að barnið óskaði þess einhvern tíma í reiði. Barnið er sakbitið og áfellist sjálft sig vegna þess að óskin rættist.

Barn sem á í erfiðleikum með að tjá sorg sína gæti sýnt eitt eða fleiri af þessum einkennum:

  • Langt tímabil þunglyndis þar sem það missir áhuga á umhverfi sínu
  • Svefnleysi, lítil matarlyst, ótti við að vera eitt
  • Líkir eftir hinum látna
  • Yfirlýsingar þess efnis að það vilji slást í för með hinum látna
  • Hættir að umgangast vini sína
  • Afturför í skóla eða að það neitar að fara í skólann

Þetta gæti þýtt að barnið þarf að fá aðstoð frá fagmanneskju. Prestur, klínískur barnasálfræðingur eða barna- og unglingageðlæknir gæti aðstoðað barnið við að sætta sig við dauðann og aðstoðað ættingjana við að hjálpa barninu í gegnum sorgarferlið.


Þetta svar er fengið af vefsetrinu Persóna.is og er birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...