Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma) en heildarafli þeirrar tegundar hefur verið á bilinu 2,6 til 3,2 milljónir tonna nú síðustu ár.



Perúansjósan (Engraulis ringens) verður um 20 cm löng.

Á vef Hagstofu Íslands má sjá lista yfir heimsafla 20 helstu nytjategunda sjávar sem byggður er á upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt þessum lista var heimsafli þessara tegunda árið 2007 eftirfarandi:

TegundAfli (tonn)
perúansjósa7.611.129
alaskaufsi2.908.577
randatúnfiskur2.368.392
síld2.367.242
chile-brynsirtla1.778.561
spænskur makríll1.714.632
kolmunni1.679.456
japönsk ansjósa1.389.036
þráðbendill1.326.975
gulugga-túnfiskur1.009.628
sardína989.181
argentínu-smokkfiskur955.050
þorskur774.188
smokkfiskur671.168
japönsk rækja620.649
ansjósa603.960
brislingur575.209
makríll566.092
makrílsbróðir527.026
bleiklax495.986

Eins og sjá má á listanum eru þarna nokkrar tegundir sem Íslendingar nýta. Meðal annars síld (Clupea harengus) sem er í fjórða sæti yfir mest veiddu tegundir og kolmunni (Micromesistius poutassou) í fimmta sæti. Þorskur (Cadus morhua) kemur svo í þrettánda sæti með 774 þúsund tonn árið 2007. Þar af veiddu Íslendingar 167 þúsund tonn eða tæp 22%.

En aftur að perúansjósunni sem er ekki vel þekkt hér á landi. Perúansjósan er uppsjávartegund sem finnst í sunnanverðu Kyrrahafinu. Þetta er torfufiskur líkt og þær tegundir uppsjávarfiska sem við Íslendingar nýtum. Þær þjóðir sem veiða mest af Perúansjósunni eru Perú og Chile og er nær allur aflinn bræddur í mjöl. Perúansjósan heldur til innan 80 km frá vesturströnd Suður-Ameríku aðallega innan lögsögu Chile. Á nóttunni eru stórar torfur við yfirborð sjávar en yfir daginn fer fiskurinn niður á allt að 50 m dýpi.



Perúansjósur mynda stórar torfur.

Helsta fæða perúansjósunnar er svif. Rannsóknir hafa sýnt að kísilþörungar (diatom) geta verið allt að 98% af fæðu þeirra en krabbaflær og fisklirfur eru einnig mikilvæg fæða. Perúansjósan hrygnir allt árið um kring undan ströndum Perú en meginhrygningartíminn er á veturna á suðurhvelinu, frá júlí til september.

Veiðar á perúansjósunni voru mjög umfangsmiklar á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Mestur var aflinn árið 1971 þegar hann fór yfir 13 milljónir tonna. Eftir það dró úr veiðum en ofveiði og óvenju sterkur El Niño á 9. áratugnum olli miklum aflabresti. Nú er heildaraflinn kominn í svipað magn og mest var á aflaárunum á 7. áratug síðustu aldar. Árið 1994 fór aflinn yfir 12 milljónir tonna en hefur verið á bilinu 6-10 milljónir tonna á undanförnum 15 árum með nokkrum undantekningum vegna áhrifa frá El Niño.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.12.2009

Spyrjandi

Tamar Lipka Þormarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2009, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54681.

Jón Már Halldórsson. (2009, 23. desember). Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54681

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2009. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54681>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?
Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma) en heildarafli þeirrar tegundar hefur verið á bilinu 2,6 til 3,2 milljónir tonna nú síðustu ár.



Perúansjósan (Engraulis ringens) verður um 20 cm löng.

Á vef Hagstofu Íslands má sjá lista yfir heimsafla 20 helstu nytjategunda sjávar sem byggður er á upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt þessum lista var heimsafli þessara tegunda árið 2007 eftirfarandi:

TegundAfli (tonn)
perúansjósa7.611.129
alaskaufsi2.908.577
randatúnfiskur2.368.392
síld2.367.242
chile-brynsirtla1.778.561
spænskur makríll1.714.632
kolmunni1.679.456
japönsk ansjósa1.389.036
þráðbendill1.326.975
gulugga-túnfiskur1.009.628
sardína989.181
argentínu-smokkfiskur955.050
þorskur774.188
smokkfiskur671.168
japönsk rækja620.649
ansjósa603.960
brislingur575.209
makríll566.092
makrílsbróðir527.026
bleiklax495.986

Eins og sjá má á listanum eru þarna nokkrar tegundir sem Íslendingar nýta. Meðal annars síld (Clupea harengus) sem er í fjórða sæti yfir mest veiddu tegundir og kolmunni (Micromesistius poutassou) í fimmta sæti. Þorskur (Cadus morhua) kemur svo í þrettánda sæti með 774 þúsund tonn árið 2007. Þar af veiddu Íslendingar 167 þúsund tonn eða tæp 22%.

En aftur að perúansjósunni sem er ekki vel þekkt hér á landi. Perúansjósan er uppsjávartegund sem finnst í sunnanverðu Kyrrahafinu. Þetta er torfufiskur líkt og þær tegundir uppsjávarfiska sem við Íslendingar nýtum. Þær þjóðir sem veiða mest af Perúansjósunni eru Perú og Chile og er nær allur aflinn bræddur í mjöl. Perúansjósan heldur til innan 80 km frá vesturströnd Suður-Ameríku aðallega innan lögsögu Chile. Á nóttunni eru stórar torfur við yfirborð sjávar en yfir daginn fer fiskurinn niður á allt að 50 m dýpi.



Perúansjósur mynda stórar torfur.

Helsta fæða perúansjósunnar er svif. Rannsóknir hafa sýnt að kísilþörungar (diatom) geta verið allt að 98% af fæðu þeirra en krabbaflær og fisklirfur eru einnig mikilvæg fæða. Perúansjósan hrygnir allt árið um kring undan ströndum Perú en meginhrygningartíminn er á veturna á suðurhvelinu, frá júlí til september.

Veiðar á perúansjósunni voru mjög umfangsmiklar á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Mestur var aflinn árið 1971 þegar hann fór yfir 13 milljónir tonna. Eftir það dró úr veiðum en ofveiði og óvenju sterkur El Niño á 9. áratugnum olli miklum aflabresti. Nú er heildaraflinn kominn í svipað magn og mest var á aflaárunum á 7. áratug síðustu aldar. Árið 1994 fór aflinn yfir 12 milljónir tonna en hefur verið á bilinu 6-10 milljónir tonna á undanförnum 15 árum með nokkrum undantekningum vegna áhrifa frá El Niño.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

...