Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru Svörtuloft?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða.

Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen getur þeirra í Ferðabók sinni með þessum orðum: „Fram með sjónum eru há hraunbjörg; þar eru hin illa ræmdu Svörtuloft“ (bls 50). Þannig er lýsing höfunda í ritinu Landið þitt Ísland (4:243): „Er þar brotin hraunströnd og er hraunið þverbratt og sums staðar eins og það væri höggvið eða skorið.“



Skálasnagaviti og Svörtuloft á Snæfellsnesi.

Skip hafa oft farist undir Svörtuloftum, meðal annars póstskipið Anne Dorothea 1817 með allri áhöfn, 9 manns (Öldin sem leið, 63).

Í austan- og norðaustanbálviðri hafa skip löngum leitað vars undir Svörtuloftum, en í hafáttum vill enginn vera þar nærri. Í ofsa vetrar og vestanstórsjó er engu hlíft við Svörtuloft. Hvergi er skjól og bergstálið nötrar undan þunga brimsins og brotnar sí og æ (Guðmundur Páll Ólafsson 1995, 307).

Skip sem lenda í slíku veðri undir Svörtuloftum hreinlega splundrast og áður fyrr varð þar yfirleitt ekki mannbjörg. Á síðari tímum hefur þó tekist að bjarga mönnum á strandstað, til dæmis einum manni af vélskipinu Svanborgu frá Ólafsvík sem fórst þar 2001, en þrír sjómenn fórust (Árbók Íslands 2001, 153). Viti var reistur þar fyrst 1914, nefndur Skálasnagaviti (Árbók 1982, 122). Nafnið Svörtuloft er aðeins notað af sjó en björgin sjálf heita á landi Saxhólsbjarg og Nesbjarg norðar.

Svörtuloft eru nefnd norðan í Akrafjalli, austan við Kjalardal, samkvæmt Íslandsatlas (3C2). Nafnið er ekki í örnefnaskrá Kjalardals en þar segir hins vegar: „Og innan við Kjalardalinn heita björgin í dalsmynninu Votubjörg.“ Vafalaust er um sömu björgin að ræða þó að nafnið sé annað.

Svörtuloft eru innan Raknadalshlíðar í Patreksfirði í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið er heldur ekki í örnefnaskrá, það er skránni um jörðina Raknadal í Rauðasandshreppi, en þar stendur: „Austan Raknadalsár er hátt og áberandi standberg, svart og mikilúðlegt, sem heitir Lofthögg.“ Kristinn Fjeldsted gerði athugasemdir við skrána 2007 og segir að Svörtuloft á kortum hafi sér fundist notað frekar en Lofthögg.



Hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.

Svörtuloft á Stað í Súgandafirði eru klettar upp af svonefndu Stórahvolfi. Heimildarmaður að örnefnaskránni hefur heyrt kletta þessa kallaða Svarthamra og segir að ofanvert í Stórahvolfi sé minna hvolf kallað Svarthamrahvolf.

Svörtuloft heitir krókurinn innan við svonefndar Brekkur í landi Höfðabrekku í Mýrdal.

Svörtuloft í Steinsholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu eru gljúfur, sem Kálfá rennur eftir.

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá.

Athyglisvert er að fjórir þessara staða bera líka annað nafn. Loft merkir væntanlega annaðhvort ‚hæð (í húsi)‘ eða ‚lofthaf, vegalengd í lausu lofti‘ í þessum örnefnum. Lofthellir heitir í Ketildyngjuhrauni milli Hvannfells og Búrfells í Mývatnssveit. Hann er á fimm hæðum og er nafnið dregið af því (Ferðir júní 2006, 65). En oftast er um að ræða þverhnípta veggi eða standberg á þeim stöðum sem bera nafnið Svörtuloft. Svarti liturinn stafar stundum af vætu, samanber Votubjörg, sem gerir þessi „loft“ svört að lit. Auk þess ber að nefna að Seðlabanki Íslands er til húsa í dökkri byggingu við Kalkofnsveg sem snemma var farið að kalla Svörtuloft eftir að það var fullbúið 1987. Að síðustu má geta þess að nýjasta glæpasaga Arnalds Indriðasonar ber þetta sama nafn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

8.12.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvar eru Svörtuloft?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54690.

Svavar Sigmundsson. (2009, 8. desember). Hvar eru Svörtuloft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54690

Svavar Sigmundsson. „Hvar eru Svörtuloft?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54690>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru Svörtuloft?
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða.

Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen getur þeirra í Ferðabók sinni með þessum orðum: „Fram með sjónum eru há hraunbjörg; þar eru hin illa ræmdu Svörtuloft“ (bls 50). Þannig er lýsing höfunda í ritinu Landið þitt Ísland (4:243): „Er þar brotin hraunströnd og er hraunið þverbratt og sums staðar eins og það væri höggvið eða skorið.“



Skálasnagaviti og Svörtuloft á Snæfellsnesi.

Skip hafa oft farist undir Svörtuloftum, meðal annars póstskipið Anne Dorothea 1817 með allri áhöfn, 9 manns (Öldin sem leið, 63).

Í austan- og norðaustanbálviðri hafa skip löngum leitað vars undir Svörtuloftum, en í hafáttum vill enginn vera þar nærri. Í ofsa vetrar og vestanstórsjó er engu hlíft við Svörtuloft. Hvergi er skjól og bergstálið nötrar undan þunga brimsins og brotnar sí og æ (Guðmundur Páll Ólafsson 1995, 307).

Skip sem lenda í slíku veðri undir Svörtuloftum hreinlega splundrast og áður fyrr varð þar yfirleitt ekki mannbjörg. Á síðari tímum hefur þó tekist að bjarga mönnum á strandstað, til dæmis einum manni af vélskipinu Svanborgu frá Ólafsvík sem fórst þar 2001, en þrír sjómenn fórust (Árbók Íslands 2001, 153). Viti var reistur þar fyrst 1914, nefndur Skálasnagaviti (Árbók 1982, 122). Nafnið Svörtuloft er aðeins notað af sjó en björgin sjálf heita á landi Saxhólsbjarg og Nesbjarg norðar.

Svörtuloft eru nefnd norðan í Akrafjalli, austan við Kjalardal, samkvæmt Íslandsatlas (3C2). Nafnið er ekki í örnefnaskrá Kjalardals en þar segir hins vegar: „Og innan við Kjalardalinn heita björgin í dalsmynninu Votubjörg.“ Vafalaust er um sömu björgin að ræða þó að nafnið sé annað.

Svörtuloft eru innan Raknadalshlíðar í Patreksfirði í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið er heldur ekki í örnefnaskrá, það er skránni um jörðina Raknadal í Rauðasandshreppi, en þar stendur: „Austan Raknadalsár er hátt og áberandi standberg, svart og mikilúðlegt, sem heitir Lofthögg.“ Kristinn Fjeldsted gerði athugasemdir við skrána 2007 og segir að Svörtuloft á kortum hafi sér fundist notað frekar en Lofthögg.



Hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.

Svörtuloft á Stað í Súgandafirði eru klettar upp af svonefndu Stórahvolfi. Heimildarmaður að örnefnaskránni hefur heyrt kletta þessa kallaða Svarthamra og segir að ofanvert í Stórahvolfi sé minna hvolf kallað Svarthamrahvolf.

Svörtuloft heitir krókurinn innan við svonefndar Brekkur í landi Höfðabrekku í Mýrdal.

Svörtuloft í Steinsholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu eru gljúfur, sem Kálfá rennur eftir.

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá.

Athyglisvert er að fjórir þessara staða bera líka annað nafn. Loft merkir væntanlega annaðhvort ‚hæð (í húsi)‘ eða ‚lofthaf, vegalengd í lausu lofti‘ í þessum örnefnum. Lofthellir heitir í Ketildyngjuhrauni milli Hvannfells og Búrfells í Mývatnssveit. Hann er á fimm hæðum og er nafnið dregið af því (Ferðir júní 2006, 65). En oftast er um að ræða þverhnípta veggi eða standberg á þeim stöðum sem bera nafnið Svörtuloft. Svarti liturinn stafar stundum af vætu, samanber Votubjörg, sem gerir þessi „loft“ svört að lit. Auk þess ber að nefna að Seðlabanki Íslands er til húsa í dökkri byggingu við Kalkofnsveg sem snemma var farið að kalla Svörtuloft eftir að það var fullbúið 1987. Að síðustu má geta þess að nýjasta glæpasaga Arnalds Indriðasonar ber þetta sama nafn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi. ...