Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er Harðskafi?

Svavar Sigmundsson

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir:
 • Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119).
 • Bratt og hátt hamrafjall með gróðurlitlum hlíðum fyrir ofan bæinn í Kálfafellskoti í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu.
 • Hæð eða lágur hryggur í Hlíð í Skaftártungu í V-Skaftafellssýslu.
 • Þverhnípt, slétt berg, gráleitt á að sjá í Suður-Hvammi í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.
 • Í túninu í Holti undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu.

Eins og sjá má af þessu virðist útbreiðsla nafnsins takmörkuð við sunnanvert Austurland og Suðurland.Fjallið Harðskafi upp af Eskifirði. Með því að smella hér má sjá kort af svæðinu þar sem fjallið er merkt inn.

Samkvæmt nýjustu orðabók merkir orðið harðskafi ‚lélegt fóður eða fæði‘, en harðskafatún ‚tún með hörðum og þurrum jarðvegi‘. Lýsingarorðið harðskafalegur er haft í merkingunni ‚hrjóstrugur‘ eða ‚harðneskjulegur‘ (Íslensk orðabók). Tvö samsettu orðin eru merkt Austfjörðum í Orðabók Sigfúsar Blöndals.

Nafnið Harðskafi kemur fyrir í Hálfs sögu og Hálsrekka í eftirfarandi erindi:

VIII, 5:
(Ú.) Munu Úlfs synir

øfri verða,

Oddr ok Örnólfr,

Áti enn svarti,

Börkr ok Brynjólfr,

Búi, Harðskafi,

Rauðr enn rammi,

ef reynir til. (Skjaldedigtningen II B, 284)

Í orðabókinni um skáldamálið forna er Harðskafi skýrt sem „sagnperson (egl. 'som skærer, skraber, kraftig'), Hálfs VIII 5.“ (Lexicon poeticum, 230).

Í norsku er orðið Hardskaving til í merkingunni „‚en haard Prøve‘; f. Eks. om en dygtig Storm paa en Søreise“. (Aasen, Norsk Ordbog) en orð samsvarandi harðskafa í íslensku virðist ekki til.

Orðið skafi merkir ‚skafa (verkfærið)‘ en líka það sem verður til við skafið. Það leiðir hugann að sagnorðinu skafa um snjó, og er hugsanlegt að það eigi við þar sem Harðskafi er nafn á fjalli.

Ekki er að sjá að örnefnið sé til á öðrum Norðurlöndum, en merking þess hér virðist nánast vera ‚bert og harðhnjóskulegt fjall eða hæð‘.

Við bendum lesendum einnig á svar við spurningunni Er túmorsjúkdómurinn í Mýrinni eftir Arnald Indriðason til í alvörunni?

Heimildir og mynd:
 • Ivar Aasen. Norsk ordbog med dansk Forklaring. Fjerde uforandrede Udgave. Kristiania 1918.
 • Hjörleifur Guttormsson. Árbók Ferðafélags Íslands 2005. Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Reykjavík 2005.
 • Eskja I. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði 1971.
 • Mörður Árnason (ritstj.). Íslensk orðabók. Fjórða útgáfa byggð á 3. prentun frá 205 með allnokkrum breytingum. Edda útgáfa hf. Reykjavík 2007.
 • Lexicon poeticum. Oprindelig forfattet af Sveinbjörn Egilsson. 2. udg. ved Finnur Jónsson. Kbh. 1931.
 • Den norsk-islandske Skjaldedigtning, udg. ved Finnur Jónsson. B. Rettet tekst med tolkning. Kbh. og Kria 1914.
 • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson sáu um útgáfuna. Reykjavík 2000.
 • Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík 1920-1924.
 • Örnefnaskrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 • Hans H. Hansen. Íslandsatlas. Edda, Reykjavík 2005.
 • Mynd: Mats - Íslandsmyndasafn
 • .


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

2.11.2007

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað er Harðskafi?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2007. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6883.

Svavar Sigmundsson. (2007, 2. nóvember). Hvað er Harðskafi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6883

Svavar Sigmundsson. „Hvað er Harðskafi?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2007. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6883>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Harðskafi?
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir:

 • Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119).
 • Bratt og hátt hamrafjall með gróðurlitlum hlíðum fyrir ofan bæinn í Kálfafellskoti í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu.
 • Hæð eða lágur hryggur í Hlíð í Skaftártungu í V-Skaftafellssýslu.
 • Þverhnípt, slétt berg, gráleitt á að sjá í Suður-Hvammi í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.
 • Í túninu í Holti undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu.

Eins og sjá má af þessu virðist útbreiðsla nafnsins takmörkuð við sunnanvert Austurland og Suðurland.Fjallið Harðskafi upp af Eskifirði. Með því að smella hér má sjá kort af svæðinu þar sem fjallið er merkt inn.

Samkvæmt nýjustu orðabók merkir orðið harðskafi ‚lélegt fóður eða fæði‘, en harðskafatún ‚tún með hörðum og þurrum jarðvegi‘. Lýsingarorðið harðskafalegur er haft í merkingunni ‚hrjóstrugur‘ eða ‚harðneskjulegur‘ (Íslensk orðabók). Tvö samsettu orðin eru merkt Austfjörðum í Orðabók Sigfúsar Blöndals.

Nafnið Harðskafi kemur fyrir í Hálfs sögu og Hálsrekka í eftirfarandi erindi:

VIII, 5:
(Ú.) Munu Úlfs synir

øfri verða,

Oddr ok Örnólfr,

Áti enn svarti,

Börkr ok Brynjólfr,

Búi, Harðskafi,

Rauðr enn rammi,

ef reynir til. (Skjaldedigtningen II B, 284)

Í orðabókinni um skáldamálið forna er Harðskafi skýrt sem „sagnperson (egl. 'som skærer, skraber, kraftig'), Hálfs VIII 5.“ (Lexicon poeticum, 230).

Í norsku er orðið Hardskaving til í merkingunni „‚en haard Prøve‘; f. Eks. om en dygtig Storm paa en Søreise“. (Aasen, Norsk Ordbog) en orð samsvarandi harðskafa í íslensku virðist ekki til.

Orðið skafi merkir ‚skafa (verkfærið)‘ en líka það sem verður til við skafið. Það leiðir hugann að sagnorðinu skafa um snjó, og er hugsanlegt að það eigi við þar sem Harðskafi er nafn á fjalli.

Ekki er að sjá að örnefnið sé til á öðrum Norðurlöndum, en merking þess hér virðist nánast vera ‚bert og harðhnjóskulegt fjall eða hæð‘.

Við bendum lesendum einnig á svar við spurningunni Er túmorsjúkdómurinn í Mýrinni eftir Arnald Indriðason til í alvörunni?

Heimildir og mynd:
 • Ivar Aasen. Norsk ordbog med dansk Forklaring. Fjerde uforandrede Udgave. Kristiania 1918.
 • Hjörleifur Guttormsson. Árbók Ferðafélags Íslands 2005. Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Reykjavík 2005.
 • Eskja I. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði 1971.
 • Mörður Árnason (ritstj.). Íslensk orðabók. Fjórða útgáfa byggð á 3. prentun frá 205 með allnokkrum breytingum. Edda útgáfa hf. Reykjavík 2007.
 • Lexicon poeticum. Oprindelig forfattet af Sveinbjörn Egilsson. 2. udg. ved Finnur Jónsson. Kbh. 1931.
 • Den norsk-islandske Skjaldedigtning, udg. ved Finnur Jónsson. B. Rettet tekst med tolkning. Kbh. og Kria 1914.
 • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson sáu um útgáfuna. Reykjavík 2000.
 • Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík 1920-1924.
 • Örnefnaskrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 • Hans H. Hansen. Íslandsatlas. Edda, Reykjavík 2005.
 • Mynd: Mats - Íslandsmyndasafn
 • .


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi....