Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"?

Orðatiltækið að vera á höttunum eftir e-u er notað í merkingunni að ‘vera á hnotskóg eftir e-u, reyna að ná í e-ð, svipast um eftir e-u’. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 19. öld. Samkvæmt elstu dæmum virðist merkingin upphaflega hafa verið að ‘vera á verði, hafa gætur á’.

Ósennilegt er að höttur merki hér ‘höfuðfat, hetta’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:414) er talið líklegra að um sé að ræða ummyndun úr *hottur (stjörnumerkt mynd merkir að engin dæmi hafa fundist um hana) og orðið sé þá skylt nýnorsku hott, hutt ‘þúfa, hnjótur, grashnotti’ og færeysku høttur ‘þúfa’. Orðatiltækið að vera á höttunum eftir e-u merkir þá bókstaflega að ‘vera á njósn uppi á hæð eða hól til að fylgjast með einhverju’.

Útgáfudagur

9.12.2005

Spyrjandi

Eyjólfur Guðmundsson, f. 1988

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2005. Sótt 24. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=5473.

Guðrún Kvaran. (2005, 9. desember). Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5473

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2005. Vefsíða. 24. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5473>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ari Ólafsson

1950

Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni Ara snúa öll að ljósfræði.