Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?

Jón Már Halldórsson

Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ferðast iðulega saman í stórum hópum.Hér sjást léttar á stökki, en þeir eru afar hraðsyndir.

Léttar geta farið ákaflega hratt yfir og eru með eindæmum hraðsyndir. Þeir hafa mælst á hraða yfir 64 km/klst. Léttir lifir meðal annars á ýmsum torfufiskum svo sem síld og makríl og auk þess veiðir hann einnig smokkfisk. Léttirinn getur kafað afar djúpt þegar hann er í fæðuleit. Algengast er að hann fari niður á 40 metra dýpi en mælingar hafa sýnt að hann fer stundum niður á rúmlega 250 metra dýpi og er þá í kafi í um 8 mínútur.

Rákaskoppari (Stenella coeruleoalba) minnir mjög á létti í vaxtalagi, hann er með fremur langt trýni og hátt enni. Litafar hans er margbreytilegt, en hann er þó oftast dökkgrár eða brúnn að ofan, ljósgrár á síðu og með hvítan kvið. Litamynstrið getur þó verið fjölbreytt.

Rákaskopparar ferðast saman í stórum hópum, hundruðir og jafnvel þúsundir dýra saman. Þeir halda aðallega til á djúpsævi en fara sjaldan inn á grunnsævi. Rákaskoppara hefur aðeins einu sinni rekið á fjöru hér við land. Það var á Öræfafjöru árið 1984.Rákaskopparar að sýna loftfimleika.

Lítið er vitað um fæðu rákaskoppara en sennilega éta þeir talsvert af smokkfiskum auk ýmissa miðsævisfiska á djúpslóð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.2.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2010. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54783.

Jón Már Halldórsson. (2010, 1. febrúar). Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54783

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2010. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54783>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?
Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ferðast iðulega saman í stórum hópum.Hér sjást léttar á stökki, en þeir eru afar hraðsyndir.

Léttar geta farið ákaflega hratt yfir og eru með eindæmum hraðsyndir. Þeir hafa mælst á hraða yfir 64 km/klst. Léttir lifir meðal annars á ýmsum torfufiskum svo sem síld og makríl og auk þess veiðir hann einnig smokkfisk. Léttirinn getur kafað afar djúpt þegar hann er í fæðuleit. Algengast er að hann fari niður á 40 metra dýpi en mælingar hafa sýnt að hann fer stundum niður á rúmlega 250 metra dýpi og er þá í kafi í um 8 mínútur.

Rákaskoppari (Stenella coeruleoalba) minnir mjög á létti í vaxtalagi, hann er með fremur langt trýni og hátt enni. Litafar hans er margbreytilegt, en hann er þó oftast dökkgrár eða brúnn að ofan, ljósgrár á síðu og með hvítan kvið. Litamynstrið getur þó verið fjölbreytt.

Rákaskopparar ferðast saman í stórum hópum, hundruðir og jafnvel þúsundir dýra saman. Þeir halda aðallega til á djúpsævi en fara sjaldan inn á grunnsævi. Rákaskoppara hefur aðeins einu sinni rekið á fjöru hér við land. Það var á Öræfafjöru árið 1984.Rákaskopparar að sýna loftfimleika.

Lítið er vitað um fæðu rákaskoppara en sennilega éta þeir talsvert af smokkfiskum auk ýmissa miðsævisfiska á djúpslóð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...