- Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk)
- Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (Steinar Orri)
- Hvað merkir setningin 'að vera í krummafæti'? (Katrín)
Orðið krummafótur er tiltölulega ungt í málinu og fyrst og fremst notað við börn. Algengasta merkingin er að ‘hafa hægri skó á vinstri fæti og vinstri skó á hægri fæti’ en einnig þekkist merkingin ‘að vera með sokkana niður um sig’. Það er líka kallað að vera með kálfsfætur eða kálfslappir.
Hrafninn hefur þrjá stórar tær sem vísa fram og eina sem vísar aftur. Líklegasta skýringin á krummafæti er sú að spor eftir hrafninn minni á lag á fæti þegar farið hefur verið í rangan skó.
Mynd: Identifying animal tracks
