Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðið krummafótur komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningarnar voru upphaflega þessar:

  • Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk)
  • Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (Steinar Orri)
  • Hvað merkir setningin 'að vera í krummafæti'? (Katrín)

Orðið krummafótur er tiltölulega ungt í málinu og fyrst og fremst notað við börn. Algengasta merkingin er að ‘hafa hægri skó á vinstri fæti og vinstri skó á hægri fæti’ en einnig þekkist merkingin ‘að vera með sokkana niður um sig’. Það er líka kallað að vera með kálfsfætur eða kálfslappir.

Hrafninn hefur þrjá stórar tær sem vísa fram og eina sem vísar aftur. Líklegasta skýringin á krummafæti er sú að spor eftir hrafninn minni á lag á fæti þegar farið hefur verið í rangan skó.

Mynd: Identifying animal tracks

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.12.2005

Spyrjandi

Guðjóna Björk, f. 1987
Steinar Orri Ólafsson, f. 1990
Katrín Birgisdóttir, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið krummafótur komið?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2005, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5492.

Guðrún Kvaran. (2005, 16. desember). Hvaðan er orðið krummafótur komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5492

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið krummafótur komið?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2005. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið krummafótur komið?
Spurningarnar voru upphaflega þessar:

  • Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk)
  • Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (Steinar Orri)
  • Hvað merkir setningin 'að vera í krummafæti'? (Katrín)

Orðið krummafótur er tiltölulega ungt í málinu og fyrst og fremst notað við börn. Algengasta merkingin er að ‘hafa hægri skó á vinstri fæti og vinstri skó á hægri fæti’ en einnig þekkist merkingin ‘að vera með sokkana niður um sig’. Það er líka kallað að vera með kálfsfætur eða kálfslappir.

Hrafninn hefur þrjá stórar tær sem vísa fram og eina sem vísar aftur. Líklegasta skýringin á krummafæti er sú að spor eftir hrafninn minni á lag á fæti þegar farið hefur verið í rangan skó.

Mynd: Identifying animal tracks...