Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er krummi að stríða mömmu?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Við höfum séð að krummi hefur stundum verið að stríða fólki og dýrum t.d. mömmu, hestum, heimalningum og hundum. Af hverju gerir hann þetta?

Leikir dýra, sérstaklega ungviðis, eru gjarnan æfing fyrir það sem tekur við í lífsbaráttunni á fullorðinsárunum. Leikirnir hafa því ákveðinn tilgang. Það er þó erfitt að sjá hvaða tilgang hrekkir og stríðni hrafna hefur, annan en að skemmta þeim.

Margar skemmtilegar sögur eru til af hröfnum og stríðni þeirra og reyndar mörgu öðru athygliverðu í atferli þeirra. Algengt er að hrafnar láti hunda elta sig, þá setjast þeir á jörðina og fljúga svo upp og setjast annars staðar þegar hundurinn nálgast. Þannig gengur þetta í einhvern tíma þangað til hundurinn gefst upp, hrafninn sest fyrir ofan hann á tré eða staur og krunkar á hann, eins konar endapunktur hjá stríðnispúkanum! Hrafnar hafa líka gaman af því að stríða öðrum fuglum, toga í stélfjaðrir þeirra eða pikka í þá. Sést hefur til hrafna stríða haferni eins og myndskeiðið sem tekið var upp við Búðardal og birt á Vísi.is sýnir vel. Einnig má benda á myndskeiðið Ravens Teasing á Youtube-efnisveitunni þar sem krummar sjást hrekkja máf.

Hröfnungar (hrafnar, krákur og fleiri tegundir) eru þekktir fyrir að vera hrekkjóttir og stríða stundum dýrum sem eru miklu stærri en þeir eru sjálfir.

En það eru ekki bara leikir og stríðni sem bera merki um miklar gáfur hrafnsins og annarra hröfnunga. Hrafninn getur til dæmis dregið einfaldar ályktanir, hugsanlega sýnt samhygð með öðrum hröfnum og notað verkfæri til að létta sér lífið. Enda eru hrafnar og skyldar tegundir eins og krákur meðal greindustu dýrategunda sem ekki tilheyra spendýrum. Um þetta má til dæmis lesa í heimildunum sem getið er hér neðst.

Greindin sem hrafnar og krákur hafa þróað með sér er afar merkileg. Uppbygging á heila hrafna og heila spendýra er ólík. Hjá spendýrum, þar meðtöldum manninum, eru svæðin sem stjórna meðal annars ályktunarhæfninni í framanverðum heilaberkinum (e. prefrontal cortex). Fuglar hafa hins vegar ekki framanverðan heilabörk. Þess í stað hafa þeir svæði sem nefnist nidopallium caudolaterale (NCL) og það er staðsett í miðjum heilanum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á heilum hrafna og kráka sýna að þetta svæði virkjast þegar þeir þurfa að reyna andlega á sig, draga ályktanir og læra eitthvað, auk þess sem skammtímaminni kemur við sögu í þessum hluta heila þeirra. Aðrir hópar fugla hafa vissulega sams konar svæði en í langflestum tilvikum er það mun minna en hjá hröfnungum. Vel þróað NCL-svæði í hröfnungaheilanum skýrir atferli þeirra, svo sem þörfina til að skemmta sér og stríða einhverjum, sem kann vel að vera ákveðin tegund af skemmtun!

Frekari lesefni um greind hrafna:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.12.2018

Spyrjandi

Leikskóladeild Reykhólaskóla, Hólabær

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er krummi að stríða mömmu?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2018, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76385.

Jón Már Halldórsson. (2018, 11. desember). Af hverju er krummi að stríða mömmu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76385

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er krummi að stríða mömmu?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2018. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76385>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er krummi að stríða mömmu?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Við höfum séð að krummi hefur stundum verið að stríða fólki og dýrum t.d. mömmu, hestum, heimalningum og hundum. Af hverju gerir hann þetta?

Leikir dýra, sérstaklega ungviðis, eru gjarnan æfing fyrir það sem tekur við í lífsbaráttunni á fullorðinsárunum. Leikirnir hafa því ákveðinn tilgang. Það er þó erfitt að sjá hvaða tilgang hrekkir og stríðni hrafna hefur, annan en að skemmta þeim.

Margar skemmtilegar sögur eru til af hröfnum og stríðni þeirra og reyndar mörgu öðru athygliverðu í atferli þeirra. Algengt er að hrafnar láti hunda elta sig, þá setjast þeir á jörðina og fljúga svo upp og setjast annars staðar þegar hundurinn nálgast. Þannig gengur þetta í einhvern tíma þangað til hundurinn gefst upp, hrafninn sest fyrir ofan hann á tré eða staur og krunkar á hann, eins konar endapunktur hjá stríðnispúkanum! Hrafnar hafa líka gaman af því að stríða öðrum fuglum, toga í stélfjaðrir þeirra eða pikka í þá. Sést hefur til hrafna stríða haferni eins og myndskeiðið sem tekið var upp við Búðardal og birt á Vísi.is sýnir vel. Einnig má benda á myndskeiðið Ravens Teasing á Youtube-efnisveitunni þar sem krummar sjást hrekkja máf.

Hröfnungar (hrafnar, krákur og fleiri tegundir) eru þekktir fyrir að vera hrekkjóttir og stríða stundum dýrum sem eru miklu stærri en þeir eru sjálfir.

En það eru ekki bara leikir og stríðni sem bera merki um miklar gáfur hrafnsins og annarra hröfnunga. Hrafninn getur til dæmis dregið einfaldar ályktanir, hugsanlega sýnt samhygð með öðrum hröfnum og notað verkfæri til að létta sér lífið. Enda eru hrafnar og skyldar tegundir eins og krákur meðal greindustu dýrategunda sem ekki tilheyra spendýrum. Um þetta má til dæmis lesa í heimildunum sem getið er hér neðst.

Greindin sem hrafnar og krákur hafa þróað með sér er afar merkileg. Uppbygging á heila hrafna og heila spendýra er ólík. Hjá spendýrum, þar meðtöldum manninum, eru svæðin sem stjórna meðal annars ályktunarhæfninni í framanverðum heilaberkinum (e. prefrontal cortex). Fuglar hafa hins vegar ekki framanverðan heilabörk. Þess í stað hafa þeir svæði sem nefnist nidopallium caudolaterale (NCL) og það er staðsett í miðjum heilanum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á heilum hrafna og kráka sýna að þetta svæði virkjast þegar þeir þurfa að reyna andlega á sig, draga ályktanir og læra eitthvað, auk þess sem skammtímaminni kemur við sögu í þessum hluta heila þeirra. Aðrir hópar fugla hafa vissulega sams konar svæði en í langflestum tilvikum er það mun minna en hjá hröfnungum. Vel þróað NCL-svæði í hröfnungaheilanum skýrir atferli þeirra, svo sem þörfina til að skemmta sér og stríða einhverjum, sem kann vel að vera ákveðin tegund af skemmtun!

Frekari lesefni um greind hrafna:

Mynd:

...