Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?

Stefán Þorvarðarson

Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn.

PCI Express-, AGP- og PCI-raufar eru staðsettar á móðurborðum tölva og eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið.

PCI-raufar komu fyrst af þessum þremur tegundum á markað, árið 1993. Algengasta útgáfan af þeim hefur hraðann 133 MB/s. Með tímanum varð það of hægvirkt til að keyra skjákort, svo AGP-raufar voru staðlaðar sem háhraðatengi fyrir skjákort. Þær náðu fyrst hraðanum 266 MB/s árið 1997 en voru komnar upp í 2133 MB/s árið 2002. Árið 2004 kom PCI Express og skiptu út bæði PCI og AGP raufunum. PCI Express-raufar koma í mismunandi stærðum og ná hraða á bilinu 250 MB/s til 16384 MB/s.

Mynd:

Höfundur

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

30.4.2012

Spyrjandi

Karl Björnsson

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum? “ Vísindavefurinn, 30. apríl 2012. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54977.

Stefán Þorvarðarson. (2012, 30. apríl). Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54977

Stefán Þorvarðarson. „Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum? “ Vísindavefurinn. 30. apr. 2012. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54977>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?
Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn.

PCI Express-, AGP- og PCI-raufar eru staðsettar á móðurborðum tölva og eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið.

PCI-raufar komu fyrst af þessum þremur tegundum á markað, árið 1993. Algengasta útgáfan af þeim hefur hraðann 133 MB/s. Með tímanum varð það of hægvirkt til að keyra skjákort, svo AGP-raufar voru staðlaðar sem háhraðatengi fyrir skjákort. Þær náðu fyrst hraðanum 266 MB/s árið 1997 en voru komnar upp í 2133 MB/s árið 2002. Árið 2004 kom PCI Express og skiptu út bæði PCI og AGP raufunum. PCI Express-raufar koma í mismunandi stærðum og ná hraða á bilinu 250 MB/s til 16384 MB/s.

Mynd:

...