Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco.

Orðið máli merkir annars eitt og sér ‘laun hermanna’. Orðið málalið merkir ‘leiguhermenn’ og málaliði merkir ‘maður sem stundar hermennsku sem atvinnu gegn kaupi’.

Til er líka orðasambandið að ganga á mála hjá einhverjum og það merkir, samkvæmt Íslenskri orðabók, ‘að gerast þægur þjónn einhvers’.

Mynd:

Útgáfudagur

27.1.2010

Spyrjandi

N.N.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2010. Sótt 23. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=55156.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 27. janúar). Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55156

Ari Páll Kristinsson. „Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2010. Vefsíða. 23. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55156>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Páll Björnsson

1961

Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild HA. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu.