Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?

Guðrún D. Guðmundsdóttir

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að styrkja umræðu um mannréttindi og stuðla að rannsóknum og fræðslu. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki þar sem hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til alþjóðlegra eftirlitsstofnana um framkvæmd mannréttinda á Íslandi. Þá kemur skrifstofan fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi.


Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994. Að stofnun stóðu á sínum tíma níu óháð félagasamtök og stofnanir en aðild að skrifstofunni eiga í dag: Stjórn er skipuð fulltrúum allra aðildarfélaganna auk þriggja löglærðra sérfræðinga á sviði mannréttinda.

Með fyrstu fræðsluverkefnum MRSÍ var að efna til námskeiða um mannréttindi í samvinnu við ýmsa aðila, til dæmis Lögmannafélag Íslands, Barnaheill, Endurmenntunardeild Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, samtök nýbúa og Samtökin ´78. Einnig hefur skrifstofan staðið fyrir fræðslu í framhaldsskólum og haldið erindi fyrir félög og stofnanir, meðal annars háskóla, félagasamtök, ráðuneyti og alþjóðlegar stofnanir. Hluti af fræðsluþáttum skrifstofunnar hefur einnig verið að halda svokallaðar málstofur, málþing og ráðstefnur, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur samtök. Málstofurnar skipta orðið hátt í fjórum tugum en viðfangsefnin spanna vítt svið, allt frá málefnum farandverkakvenna til mannréttindaákvæða íslensku stjórnarskrárinnar.

MRSÍ stendur að bókaútgáfu um mannréttindi en út hefur komið fjöldi bóka sem skrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar sem telur sjö rit. Einnig er skrifstofan í samstarfi við alþjóðleg samtök um fjölþjóðlega mannréttindamenntun og hefur tekið þátt í verkefnum er varða gerð kennsluefnis um mannréttindi sem Evrópusambandið hefur styrkt og samstarfsverkefni Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnar Hollands, hið svokallaða Human Rights Education Project. Skrifstofan heldur úti tveimur vefsetrum um mannréttindamál og rekur eina sérhæfða bókasafnið um mannréttindamál á Íslandi.

Upplýsingahlutverk skrifstofunnar felst einkum í að svara fyrirspurnum og formlegum erindum sem berast frá einstaklingum og stofnunum, bæði innlendum og erlendum. Skrifstofan reynir einnig að leiðbeina einstaklingum um kerfið en algengt er að fólk sem leitar til skrifstofunnar þurfi á aðstoð lögfræðings að halda en hafi ekki efni á því.

Eftirlitshlutverk skrifstofunnar felst einkum í umsögnum um lagafrumvörp og skýrslugerð til alþjóðlegra stofnana. Umsagnir um frumvörp til laga er varða mannréttindi eru ætíð unnar með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda. Viðamestar þeirra umsagna sem gerðar hafa verið voru um breytingar á stjórnarskránni 1994/5, gagnagrunnsfrumvarpið, frumvörp um réttindi útlendinga og fullnustufrumvörp. Skrifstofan tekur einnig fyrir ákveðin svið mannlífsins og reynir að hafa áhrif á lagasetningu og aðgerðir yfirvalda með aukna mannréttindavernd að markmiði. Sem dæmi má nefna að skrifstofan hefur nýverið lagt mikla áherslu á að vinna gegn kynbundu ofbeldi.


Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur meðal annars beitt sér gegn kynbundnu ofbeldi.

Meðal fastra verkefna MRSÍ er skýrslugerð um mannréttindi hér á landi fyrir stofnanir Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna, sem á grundvelli alþjóðlegra mannréttindasamninga taka fyrir og fjalla um efndir íslenskra stjórnvalda á þeim skyldum sem þau hafa gengist undir með staðfestingu samninganna – og framvindu mannréttinda á sviði þeirra hvers fyrir sig. Hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands eða á vegum hennar hafa verið skrifaðar svonefndar “skuggaskýrslur” eða “viðbótarskýrslur” um hinar opinberu skýrslur íslenskra stjórnvalda, en þær eru gagnrýnar athugasemdir við opinberu skýrslurnar. Nefndir hafa þessar athugasemdir til hliðsjónar þegar þær fara yfir framvindu mála í viðkomandi landi. Fulltrúar skrifstofunnar hafa nokkrum sinnum setið fundi eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna þegar skýrslur Íslands hafa verið teknar fyrir en þá eru einnig kallaðir til fulltrúar stjórnvalda sem gera grein fyrir opinberu skýrslunum og ástandi þeirra mála sem þar er getið um.

Mannréttindaskrifstofan kemur fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu mannréttindastarfi. Hún er fulltrúi Íslands í norrænu mannréttindastarfi og á meðal annars aðild að norræna rannsóknanetinu um mannréttindamál, útgáfu norræna sérfræðiritsins um mannréttindamál, Nordic Journal of Human Rights og tekur þátt í skipulagningu funda og ráðstefna um mannréttindamál á norrænum vettvangi. Þá er skrifstofan fulltrúi Íslands í alþjóðlegum samtökum mannréttindastofnana (Association of Human Rights Institutes), hún á aðild að útgáfu árbókarinnar Human Rights in Development, hún tekur þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi og á aðild að UNITED-samtökum gegn kynþáttamisrétti og bandalagi félagasamtaka um eflingu efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og myndir

Höfundur

framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

Útgáfudagur

28.12.2005

Spyrjandi

Kristinn Rúnarsson

Tilvísun

Guðrún D. Guðmundsdóttir. „Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2005. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5518.

Guðrún D. Guðmundsdóttir. (2005, 28. desember). Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5518

Guðrún D. Guðmundsdóttir. „Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2005. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5518>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að styrkja umræðu um mannréttindi og stuðla að rannsóknum og fræðslu. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki þar sem hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til alþjóðlegra eftirlitsstofnana um framkvæmd mannréttinda á Íslandi. Þá kemur skrifstofan fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi.


Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994. Að stofnun stóðu á sínum tíma níu óháð félagasamtök og stofnanir en aðild að skrifstofunni eiga í dag: Stjórn er skipuð fulltrúum allra aðildarfélaganna auk þriggja löglærðra sérfræðinga á sviði mannréttinda.

Með fyrstu fræðsluverkefnum MRSÍ var að efna til námskeiða um mannréttindi í samvinnu við ýmsa aðila, til dæmis Lögmannafélag Íslands, Barnaheill, Endurmenntunardeild Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, samtök nýbúa og Samtökin ´78. Einnig hefur skrifstofan staðið fyrir fræðslu í framhaldsskólum og haldið erindi fyrir félög og stofnanir, meðal annars háskóla, félagasamtök, ráðuneyti og alþjóðlegar stofnanir. Hluti af fræðsluþáttum skrifstofunnar hefur einnig verið að halda svokallaðar málstofur, málþing og ráðstefnur, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur samtök. Málstofurnar skipta orðið hátt í fjórum tugum en viðfangsefnin spanna vítt svið, allt frá málefnum farandverkakvenna til mannréttindaákvæða íslensku stjórnarskrárinnar.

MRSÍ stendur að bókaútgáfu um mannréttindi en út hefur komið fjöldi bóka sem skrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar sem telur sjö rit. Einnig er skrifstofan í samstarfi við alþjóðleg samtök um fjölþjóðlega mannréttindamenntun og hefur tekið þátt í verkefnum er varða gerð kennsluefnis um mannréttindi sem Evrópusambandið hefur styrkt og samstarfsverkefni Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnar Hollands, hið svokallaða Human Rights Education Project. Skrifstofan heldur úti tveimur vefsetrum um mannréttindamál og rekur eina sérhæfða bókasafnið um mannréttindamál á Íslandi.

Upplýsingahlutverk skrifstofunnar felst einkum í að svara fyrirspurnum og formlegum erindum sem berast frá einstaklingum og stofnunum, bæði innlendum og erlendum. Skrifstofan reynir einnig að leiðbeina einstaklingum um kerfið en algengt er að fólk sem leitar til skrifstofunnar þurfi á aðstoð lögfræðings að halda en hafi ekki efni á því.

Eftirlitshlutverk skrifstofunnar felst einkum í umsögnum um lagafrumvörp og skýrslugerð til alþjóðlegra stofnana. Umsagnir um frumvörp til laga er varða mannréttindi eru ætíð unnar með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda. Viðamestar þeirra umsagna sem gerðar hafa verið voru um breytingar á stjórnarskránni 1994/5, gagnagrunnsfrumvarpið, frumvörp um réttindi útlendinga og fullnustufrumvörp. Skrifstofan tekur einnig fyrir ákveðin svið mannlífsins og reynir að hafa áhrif á lagasetningu og aðgerðir yfirvalda með aukna mannréttindavernd að markmiði. Sem dæmi má nefna að skrifstofan hefur nýverið lagt mikla áherslu á að vinna gegn kynbundu ofbeldi.


Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur meðal annars beitt sér gegn kynbundnu ofbeldi.

Meðal fastra verkefna MRSÍ er skýrslugerð um mannréttindi hér á landi fyrir stofnanir Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna, sem á grundvelli alþjóðlegra mannréttindasamninga taka fyrir og fjalla um efndir íslenskra stjórnvalda á þeim skyldum sem þau hafa gengist undir með staðfestingu samninganna – og framvindu mannréttinda á sviði þeirra hvers fyrir sig. Hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands eða á vegum hennar hafa verið skrifaðar svonefndar “skuggaskýrslur” eða “viðbótarskýrslur” um hinar opinberu skýrslur íslenskra stjórnvalda, en þær eru gagnrýnar athugasemdir við opinberu skýrslurnar. Nefndir hafa þessar athugasemdir til hliðsjónar þegar þær fara yfir framvindu mála í viðkomandi landi. Fulltrúar skrifstofunnar hafa nokkrum sinnum setið fundi eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna þegar skýrslur Íslands hafa verið teknar fyrir en þá eru einnig kallaðir til fulltrúar stjórnvalda sem gera grein fyrir opinberu skýrslunum og ástandi þeirra mála sem þar er getið um.

Mannréttindaskrifstofan kemur fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu mannréttindastarfi. Hún er fulltrúi Íslands í norrænu mannréttindastarfi og á meðal annars aðild að norræna rannsóknanetinu um mannréttindamál, útgáfu norræna sérfræðiritsins um mannréttindamál, Nordic Journal of Human Rights og tekur þátt í skipulagningu funda og ráðstefna um mannréttindamál á norrænum vettvangi. Þá er skrifstofan fulltrúi Íslands í alþjóðlegum samtökum mannréttindastofnana (Association of Human Rights Institutes), hún á aðild að útgáfu árbókarinnar Human Rights in Development, hún tekur þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi og á aðild að UNITED-samtökum gegn kynþáttamisrétti og bandalagi félagasamtaka um eflingu efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og myndir

...