Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, sbr. 33. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir orðrétt að kosningarétt við kosningar til Alþingis hafi „allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt“.

Í skýringum spyrjanda kemur fram að spurningin er sett fram í samhengi við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, og er raunar spurt hvort þau gildi aðeins fyrir Íslendinga, eða hvort þau nái einnig til útlendinga sem staddir eru á landinu, jafnvel án tilskilinna leyfa til komu eða dvalar.

Mannréttindi samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ná til allra einstaklinga sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði, hverrar þjóðar sem þeir eru og hver sem lagaleg staða dvalar þeirra er á landinu. Ekki nóg með það, heldur má segja að gildissvið mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar nái – að efninu til – langt út fyrir landsteinana og sum þeirra jafnvel um allan heim.

Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, nánar tiltekið VII. kafla hennar, er kveðið á um ýmis grundvallarréttindi einstaklinga. Þeirra á meðal eru bann við mismunun (65. gr.), bann við frelsissviptingu án dóms og laga (67. gr.), bann við pyndingum (68. gr.), bann við refsingum án dóms og laga (69. gr.), réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu (71. gr.), eignarréttur (72. gr.), hugsana-, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi (73. gr.), félagafrelsi (74. gr.) og fleira.

Mannréttindahugtakið er gjarnan kennt við frönsku réttindayfirlýsinguna frá 1789, þar sem kveðið var á um ákveðin réttindi sem álitin væru náttúruleg og óafsalanleg réttindi hvers manns.

Þessi mannréttindi eru ekki íslensk uppfinning og því síður eru þau eingöngu byggð á íslenskum lögum eða stjórnarskrá. Raunar er það svo að ákvæði stjórnarskrárinnar um mannréttindi eru byggð á alþjóðlegum samningum (sem teljast til alþjóðalaga) um mannréttindi, sem ríki hafa skuldbundið sig til þess að tryggja öllum þeim sem staddir eru á þeirra yfirráðasvæði. Sum mannréttindi eru enn fremur talin til grundvallarréttinda sem allir menn njóta hvar og hvenær sem er og aldrei má undir neinum kringumstæðum víkja frá.[1] Þeirra á meðal er bann við pyndingum, bann við þrælahaldi og grundvallarreglan um að allir skuli viðurkenndir fyrir lögunum.

Ýmis mannréttindi eiga rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, hugtakið „mannréttindi“ er þó ekki svo gamalt. Er það gjarnan kennt við frönsku réttindayfirlýsinguna frá 1789, þar sem kveðið var á um ákveðin réttindi sem álitin væru náttúruleg og óafsalanleg réttindi hvers manns.[2]

Í kjölfar þeirra skelfilegu mannréttindabrota sem framin voru í seinni heimsstyrjöldinni urðu straumhvörf í alþjóðasamvinnu um mannréttindavernd. Var vernd mannréttinda á meðal stofnmarkmiða Sameinuðu þjóðanna árið 1945.[3] Fjölmargir alþjóðlegir samningar, yfirlýsingar, ályktanir og samþykktir um mannréttindi hafa verið gerð á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar ber hæst Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna frá 1948 þar sem kveðið er á um þau borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi, ásamt efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum sem samstaða náðist um á þeim tíma. Mannréttindayfirlýsingin var hins vegar ekki bindandi fyrir aðildarríki, heldur einungis yfirlýsing um að það sé markmið þeirra ríkja sem undirrituðu hana að virða þessi réttindi og efla. Tveir grundvallarsamningar um vernd mannréttinda voru því undirritaðir árið 1966, sem báðir eru bindandi að þjóðarétti. Annar fjallar um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, svo sem réttinn til lífs, tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi auk banns við mismunun við beitingu réttindanna. Hinn tekur á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum á borð við rétt til þess að velja sér atvinnu og fá fyrir hana sanngjörn laun, rétt til aðildar að stéttarfélagi og til viðunandi lífsskilyrða.

Eftir seinni heimsstyrjöld var mikill áhugi á því að leita leiða til þess að koma í veg fyrir stríð og tryggja og efla mannréttindi. Úr varð Evrópuráðið sem stofnað var árið 1949. Stofnríkin voru Belgía, Bretland, Frakkland, Holland og Lúxemborg en fljótlega bættust í hópinn Danmörk, Írland, Ítalía, Noregur og Svíþjóð. Í dag eru aðildarríki Evrópuráðsins samtals 47 og eru ríki á borð við Rússland, Aserbaídsjan, Tyrkland og Armeníu aðilar til viðbótar við öll aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins.

Á vegum Evrópuráðsins var einn mikilvægasti, ef ekki sá mikilvægasti mannréttindasamningur heims samþykktur auk þess sem settur var á fót dómstóll sem einstaklingar og ríki geta leitað til sé á þeim brotið af hálfu aðildarríkja. Þetta er Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindadómstóll Evrópu, sem staðsettur er í Strassborg í Frakklandi.

Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strassborg í Frakklandi.

Þótt íslensk lög væru álitin samræmast ákvæðum sáttmálans við fullgildingu hans af hálfu Íslands árið 1953 jókst mikilvægi hans bæði í hugum almennings og túlkun dómstóla. Svo fór að ákveðið var að lögfesta samninginn í heild, og var það gert með lögum nr. 62/1994.

Vegna vægis þeirra réttinda sem samningurinn hefur að geyma og þeirra staðreyndar að íslenskir dómstólar leitast við að túlka stjórnarskrána með hliðsjón af ákvæðum hans og dómum Mannréttindadómstólsins, hafa fræðimenn talið sáttmálann hafa það sem kallað hefur verið „stjórnarskrárígildi“.[4]

Af framangreindu má vera ljóst að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands gildir svo sannarlega um alla þá sem staðsettir eru á íslensku yfirráðasvæði, hver sem lagaleg staða þeirra er að öðru leyti, og að mannréttindi þau sem kveðið er á um í stjórnarskránni gildi um alla þá sem staddir eru á yfirráðasvæði Evrópu. Þá gilda sum réttindi um allar manneskjur, hvar sem þær eru staddar í heiminum.

Tilvísanir:
  1. ^ Gunnar G. Schram, Stjórnskipunarréttur, 2. útg., Reykjavík, Háskólaútgáfan 1999, bls. 448-452.
  2. ^ Simpson, Alfred W. B. Human Rights and the End of Empire: Britain and the Genesis of the European Convention. Paperback edition. Oxford: Oxford Univ. Press, 2010, p. 9. Sjá hér einnig greinargerð með frumvarpi til stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, aðgengileg á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/118/s/0389.html. [Sótt 8. febrúar 2020].
  3. ^ Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna (e. Charter of the United Nations).
  4. ^ Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði I, bls. 85.

Myndir:
  • Francis Robert. Cour européenne des droits de l'homme. (Sótt 13.2.20 af Flickr).
  • Jean-Jacques-François Le Barbier. Déclaration des droits de l'homme et du citoyen. Carnavalet safnið í París. (Sótt 13.2.20 af Wikimedia commons) Hluti málverksins klipptur út af ritstjórn.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Undanfarið hef ég ítrekað séð og heyrt fullyrðingar þess efnis á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fullyrðingar sem fela í sér að þau mannréttindi sem kveðið er á um í stjórnarskránni gildi ekki fyrir útlendinga án dvalarleyfis eða ríkisborgararétt (sic) heldur aðeins fyrir Íslendinga. Hér er þá aðallega átt við útlendinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi (hælisleitendur). Ég veit að þessi fullyrðing stenst ekki skoðun en það væri mjög gagnlegt að geta vísað beint í fræðilega og lagalega rökstudda heimild því til stuðnings. Það væri því vel þegið ef hægt væri að svara þessu sem allra fyrst.

Höfundur

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

doktorsnemi í mannréttindalögfræði við háskólann í Strassborg

Útgáfudagur

24.2.2020

Spyrjandi

Bergþór Þórðarson

Tilvísun

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2020, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77283.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2020, 24. febrúar). Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77283

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2020. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?

Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, sbr. 33. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir orðrétt að kosningarétt við kosningar til Alþingis hafi „allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt“.

Í skýringum spyrjanda kemur fram að spurningin er sett fram í samhengi við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, og er raunar spurt hvort þau gildi aðeins fyrir Íslendinga, eða hvort þau nái einnig til útlendinga sem staddir eru á landinu, jafnvel án tilskilinna leyfa til komu eða dvalar.

Mannréttindi samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ná til allra einstaklinga sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði, hverrar þjóðar sem þeir eru og hver sem lagaleg staða dvalar þeirra er á landinu. Ekki nóg með það, heldur má segja að gildissvið mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar nái – að efninu til – langt út fyrir landsteinana og sum þeirra jafnvel um allan heim.

Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, nánar tiltekið VII. kafla hennar, er kveðið á um ýmis grundvallarréttindi einstaklinga. Þeirra á meðal eru bann við mismunun (65. gr.), bann við frelsissviptingu án dóms og laga (67. gr.), bann við pyndingum (68. gr.), bann við refsingum án dóms og laga (69. gr.), réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu (71. gr.), eignarréttur (72. gr.), hugsana-, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi (73. gr.), félagafrelsi (74. gr.) og fleira.

Mannréttindahugtakið er gjarnan kennt við frönsku réttindayfirlýsinguna frá 1789, þar sem kveðið var á um ákveðin réttindi sem álitin væru náttúruleg og óafsalanleg réttindi hvers manns.

Þessi mannréttindi eru ekki íslensk uppfinning og því síður eru þau eingöngu byggð á íslenskum lögum eða stjórnarskrá. Raunar er það svo að ákvæði stjórnarskrárinnar um mannréttindi eru byggð á alþjóðlegum samningum (sem teljast til alþjóðalaga) um mannréttindi, sem ríki hafa skuldbundið sig til þess að tryggja öllum þeim sem staddir eru á þeirra yfirráðasvæði. Sum mannréttindi eru enn fremur talin til grundvallarréttinda sem allir menn njóta hvar og hvenær sem er og aldrei má undir neinum kringumstæðum víkja frá.[1] Þeirra á meðal er bann við pyndingum, bann við þrælahaldi og grundvallarreglan um að allir skuli viðurkenndir fyrir lögunum.

Ýmis mannréttindi eiga rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, hugtakið „mannréttindi“ er þó ekki svo gamalt. Er það gjarnan kennt við frönsku réttindayfirlýsinguna frá 1789, þar sem kveðið var á um ákveðin réttindi sem álitin væru náttúruleg og óafsalanleg réttindi hvers manns.[2]

Í kjölfar þeirra skelfilegu mannréttindabrota sem framin voru í seinni heimsstyrjöldinni urðu straumhvörf í alþjóðasamvinnu um mannréttindavernd. Var vernd mannréttinda á meðal stofnmarkmiða Sameinuðu þjóðanna árið 1945.[3] Fjölmargir alþjóðlegir samningar, yfirlýsingar, ályktanir og samþykktir um mannréttindi hafa verið gerð á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar ber hæst Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna frá 1948 þar sem kveðið er á um þau borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi, ásamt efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum sem samstaða náðist um á þeim tíma. Mannréttindayfirlýsingin var hins vegar ekki bindandi fyrir aðildarríki, heldur einungis yfirlýsing um að það sé markmið þeirra ríkja sem undirrituðu hana að virða þessi réttindi og efla. Tveir grundvallarsamningar um vernd mannréttinda voru því undirritaðir árið 1966, sem báðir eru bindandi að þjóðarétti. Annar fjallar um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, svo sem réttinn til lífs, tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi auk banns við mismunun við beitingu réttindanna. Hinn tekur á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum á borð við rétt til þess að velja sér atvinnu og fá fyrir hana sanngjörn laun, rétt til aðildar að stéttarfélagi og til viðunandi lífsskilyrða.

Eftir seinni heimsstyrjöld var mikill áhugi á því að leita leiða til þess að koma í veg fyrir stríð og tryggja og efla mannréttindi. Úr varð Evrópuráðið sem stofnað var árið 1949. Stofnríkin voru Belgía, Bretland, Frakkland, Holland og Lúxemborg en fljótlega bættust í hópinn Danmörk, Írland, Ítalía, Noregur og Svíþjóð. Í dag eru aðildarríki Evrópuráðsins samtals 47 og eru ríki á borð við Rússland, Aserbaídsjan, Tyrkland og Armeníu aðilar til viðbótar við öll aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins.

Á vegum Evrópuráðsins var einn mikilvægasti, ef ekki sá mikilvægasti mannréttindasamningur heims samþykktur auk þess sem settur var á fót dómstóll sem einstaklingar og ríki geta leitað til sé á þeim brotið af hálfu aðildarríkja. Þetta er Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindadómstóll Evrópu, sem staðsettur er í Strassborg í Frakklandi.

Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strassborg í Frakklandi.

Þótt íslensk lög væru álitin samræmast ákvæðum sáttmálans við fullgildingu hans af hálfu Íslands árið 1953 jókst mikilvægi hans bæði í hugum almennings og túlkun dómstóla. Svo fór að ákveðið var að lögfesta samninginn í heild, og var það gert með lögum nr. 62/1994.

Vegna vægis þeirra réttinda sem samningurinn hefur að geyma og þeirra staðreyndar að íslenskir dómstólar leitast við að túlka stjórnarskrána með hliðsjón af ákvæðum hans og dómum Mannréttindadómstólsins, hafa fræðimenn talið sáttmálann hafa það sem kallað hefur verið „stjórnarskrárígildi“.[4]

Af framangreindu má vera ljóst að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands gildir svo sannarlega um alla þá sem staðsettir eru á íslensku yfirráðasvæði, hver sem lagaleg staða þeirra er að öðru leyti, og að mannréttindi þau sem kveðið er á um í stjórnarskránni gildi um alla þá sem staddir eru á yfirráðasvæði Evrópu. Þá gilda sum réttindi um allar manneskjur, hvar sem þær eru staddar í heiminum.

Tilvísanir:
  1. ^ Gunnar G. Schram, Stjórnskipunarréttur, 2. útg., Reykjavík, Háskólaútgáfan 1999, bls. 448-452.
  2. ^ Simpson, Alfred W. B. Human Rights and the End of Empire: Britain and the Genesis of the European Convention. Paperback edition. Oxford: Oxford Univ. Press, 2010, p. 9. Sjá hér einnig greinargerð með frumvarpi til stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, aðgengileg á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/118/s/0389.html. [Sótt 8. febrúar 2020].
  3. ^ Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna (e. Charter of the United Nations).
  4. ^ Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði I, bls. 85.

Myndir:
  • Francis Robert. Cour européenne des droits de l'homme. (Sótt 13.2.20 af Flickr).
  • Jean-Jacques-François Le Barbier. Déclaration des droits de l'homme et du citoyen. Carnavalet safnið í París. (Sótt 13.2.20 af Wikimedia commons) Hluti málverksins klipptur út af ritstjórn.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Undanfarið hef ég ítrekað séð og heyrt fullyrðingar þess efnis á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fullyrðingar sem fela í sér að þau mannréttindi sem kveðið er á um í stjórnarskránni gildi ekki fyrir útlendinga án dvalarleyfis eða ríkisborgararétt (sic) heldur aðeins fyrir Íslendinga. Hér er þá aðallega átt við útlendinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi (hælisleitendur). Ég veit að þessi fullyrðing stenst ekki skoðun en það væri mjög gagnlegt að geta vísað beint í fræðilega og lagalega rökstudda heimild því til stuðnings. Það væri því vel þegið ef hægt væri að svara þessu sem allra fyrst.
...