Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?

Ívar Daði Þorvaldsson

Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína.

Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans sögn gerðist það er hann var 13 ára gamall. Í miðri setningu brast rödd hans og síðan þá hefur hann talað með hinni einkennandi röddu. Eftir að hafa lokið gagnfræðaskóla (e. high school) hóf hann störf hjá hernum og vann þar við upptökur. 22 ára gamall réð hann sig til starfa hjá upptökufyrirtæki í New York-borg. Þar kynntist hann manni að nafni Floyd Peterson en þeir tóku höndum saman og stofnuðu fyrirtæki sem sérhæfði sig í auglýsingum fyrir kvikmyndir.

Fyrir tilviljun fékk hann að lesa inn á stiklu fyrir myndina Gunfighters of Casa Grande árið 1964. Þaðan varð ekki aftur snúið. Hann stofnaði fyrirtækið Don LaFontaine Associates árið 1976, varð um tíma varaforseti Paramount-samsteypunnar en vann að mestu við að lesa inn á stiklur frá árinu 1981 eftir að hafa hætt hjá Paramount.


Don LaFontaine.

Hann er hvað frægastur fyrir að hefja stiklurnar með orðunum: „Í heimi þar sem ...“ („In a world where ...“). Setninguna skýrði hann út þannig að nauðsynlegt væri að gefa áhorfendum strax til kynna hvað væri á seyði og búa þannig til ákveðna veröld sem þeir skynja.

Don LaFontaine var mikils metinn í kvikmyndaheiminum og hafa fjölmargir uppistandarar hermt eftir honum, auk þess sem vísað hefur verið til hans í fjölda þátta og kvikmynda. Í kvikmyndinni The Hitchhiker's Guide to the Galaxy er orðið sögumaður (e. narrator) skýrt þannig:

[sögumaðurinn] beitir venjulega djúpri röddu þannig að hann hljómi sem tveggja metra maður er hefur reykt sígarettur frá unga aldri.*

Þessa setningu fer maður að nafni Stephen Fry með en hann hefur getið sér gott orð í sömu grein. Hann er þar augljóslega að vísa til Don LaFontaine. Eitt sinn bauðst Don LaFontaine til að lesa inn á símsvara fólks. Þetta ætlaði hann sér að gera ókeypis svo fremur sem hann hefði tíma. Honum til mikillar undrunar vildu fjölmargir nýta sér þetta og þurfti hann fljótlega að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu vegna tímaskorts. Hann hafði þó sérstaklega gaman af þessu en þannig gat hann sýnt frumleika og prófað nýja hluti.

Donald Leroy „Don“ LaFontaine lést 1. september árið 2008, 68 ára að aldri, eftir að hafa fengið blóðtappa (e. blood clot) í lungun.

Áhugavert myndband um Don LaFontaine, erlent niðurhal.

Heimild, mynd og myndband:


* „[...] will normally employ a deep voice that sounds like a seven-foot-tall man who has been smoking cigarettes since childhood.“

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.8.2010

Spyrjandi

Arnór Gunnarsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2010, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55364.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 23. ágúst). Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55364

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2010. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55364>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?
Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína.

Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans sögn gerðist það er hann var 13 ára gamall. Í miðri setningu brast rödd hans og síðan þá hefur hann talað með hinni einkennandi röddu. Eftir að hafa lokið gagnfræðaskóla (e. high school) hóf hann störf hjá hernum og vann þar við upptökur. 22 ára gamall réð hann sig til starfa hjá upptökufyrirtæki í New York-borg. Þar kynntist hann manni að nafni Floyd Peterson en þeir tóku höndum saman og stofnuðu fyrirtæki sem sérhæfði sig í auglýsingum fyrir kvikmyndir.

Fyrir tilviljun fékk hann að lesa inn á stiklu fyrir myndina Gunfighters of Casa Grande árið 1964. Þaðan varð ekki aftur snúið. Hann stofnaði fyrirtækið Don LaFontaine Associates árið 1976, varð um tíma varaforseti Paramount-samsteypunnar en vann að mestu við að lesa inn á stiklur frá árinu 1981 eftir að hafa hætt hjá Paramount.


Don LaFontaine.

Hann er hvað frægastur fyrir að hefja stiklurnar með orðunum: „Í heimi þar sem ...“ („In a world where ...“). Setninguna skýrði hann út þannig að nauðsynlegt væri að gefa áhorfendum strax til kynna hvað væri á seyði og búa þannig til ákveðna veröld sem þeir skynja.

Don LaFontaine var mikils metinn í kvikmyndaheiminum og hafa fjölmargir uppistandarar hermt eftir honum, auk þess sem vísað hefur verið til hans í fjölda þátta og kvikmynda. Í kvikmyndinni The Hitchhiker's Guide to the Galaxy er orðið sögumaður (e. narrator) skýrt þannig:

[sögumaðurinn] beitir venjulega djúpri röddu þannig að hann hljómi sem tveggja metra maður er hefur reykt sígarettur frá unga aldri.*

Þessa setningu fer maður að nafni Stephen Fry með en hann hefur getið sér gott orð í sömu grein. Hann er þar augljóslega að vísa til Don LaFontaine. Eitt sinn bauðst Don LaFontaine til að lesa inn á símsvara fólks. Þetta ætlaði hann sér að gera ókeypis svo fremur sem hann hefði tíma. Honum til mikillar undrunar vildu fjölmargir nýta sér þetta og þurfti hann fljótlega að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu vegna tímaskorts. Hann hafði þó sérstaklega gaman af þessu en þannig gat hann sýnt frumleika og prófað nýja hluti.

Donald Leroy „Don“ LaFontaine lést 1. september árið 2008, 68 ára að aldri, eftir að hafa fengið blóðtappa (e. blood clot) í lungun.

Áhugavert myndband um Don LaFontaine, erlent niðurhal.

Heimild, mynd og myndband:


* „[...] will normally employ a deep voice that sounds like a seven-foot-tall man who has been smoking cigarettes since childhood.“...