Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?

Ólafur Páll Vignisson

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998.

Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað með því að líta til almennra laga. Það verður hins vegar að telja að ef löggjafinn hefði ætlað sér að banna húðgatanir yrði því ekki öðru vísi við komið en með ákvæðum í lögum eða reglugerðum sem hefðu stoð í almennum lögum. Er því gengið út frá því að starfsemin sé lögleg nema annað sé sérstaklega áskilið í lögum.

Hins vegar getur verið að þeim sem reka slíka starfssemi sem felur í sér húðgatanir sé skylt að gera það eftir einhverjum nánar tilteknum starfsreglum. Hefur Landlæknisembættið gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem framkvæma húðgötun og eins fyrir viðskiptavini þeirra.


Elaine Davidson hefur flestar húðgatanir allra kvenna í heiminum.

Í leiðbeiningunum er rakin sú sýkingarhætta sem getur fylgt húðgötun og ber þeim sem vinna við hana að gæta fyllsta hreinlætis. Sýkingarhættan felst einkum í smiti sem getur borist með blóði eða öðrum líkamsvessum. Smitsjúkdómar sem taldir eru upp á síðunni eru meðal annars: Lifrabólga B, lifrabólga C, alnæmi og ýmsar bakteríur. Ýtarlegri upplýsingar er að finna á leiðbeiningarsíðu Landlæknisembættisins um húðfúr, húðgötun og skylda starfsemi

Þrátt fyrir að hvergi sé þess getið að húðgötun sé bönnuð, verður samt að telja að atvinnurekandi muni ekki verða við ósk viðskiptavinar um húðgötun á þeim stöðum líkamans sem bersýnilega eru ekki til þess fallnir að gata eða geta valdið viðskiptavinum öðrum óþægindum.

Almennt verður að telja að húðgötun sé lögleg og einungis ólögleg í þeim tilfellum þar sem óæskilegt er að húðgata eðli málsins samkvæmt, líkt og að ofan greinir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.1.2006

Spyrjandi

Baldur Þórðarson

Tilvísun

Ólafur Páll Vignisson. „Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5538.

Ólafur Páll Vignisson. (2006, 4. janúar). Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5538

Ólafur Páll Vignisson. „Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5538>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998.

Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað með því að líta til almennra laga. Það verður hins vegar að telja að ef löggjafinn hefði ætlað sér að banna húðgatanir yrði því ekki öðru vísi við komið en með ákvæðum í lögum eða reglugerðum sem hefðu stoð í almennum lögum. Er því gengið út frá því að starfsemin sé lögleg nema annað sé sérstaklega áskilið í lögum.

Hins vegar getur verið að þeim sem reka slíka starfssemi sem felur í sér húðgatanir sé skylt að gera það eftir einhverjum nánar tilteknum starfsreglum. Hefur Landlæknisembættið gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem framkvæma húðgötun og eins fyrir viðskiptavini þeirra.


Elaine Davidson hefur flestar húðgatanir allra kvenna í heiminum.

Í leiðbeiningunum er rakin sú sýkingarhætta sem getur fylgt húðgötun og ber þeim sem vinna við hana að gæta fyllsta hreinlætis. Sýkingarhættan felst einkum í smiti sem getur borist með blóði eða öðrum líkamsvessum. Smitsjúkdómar sem taldir eru upp á síðunni eru meðal annars: Lifrabólga B, lifrabólga C, alnæmi og ýmsar bakteríur. Ýtarlegri upplýsingar er að finna á leiðbeiningarsíðu Landlæknisembættisins um húðfúr, húðgötun og skylda starfsemi

Þrátt fyrir að hvergi sé þess getið að húðgötun sé bönnuð, verður samt að telja að atvinnurekandi muni ekki verða við ósk viðskiptavinar um húðgötun á þeim stöðum líkamans sem bersýnilega eru ekki til þess fallnir að gata eða geta valdið viðskiptavinum öðrum óþægindum.

Almennt verður að telja að húðgötun sé lögleg og einungis ólögleg í þeim tilfellum þar sem óæskilegt er að húðgata eðli málsins samkvæmt, líkt og að ofan greinir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...