Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra?

Talið er að 89 tegundir köngulóa tilheyri hinni íslensku fánu. Þar af eru líklega sjö tegundir sem einungis finnast innanhúss. Ein þeirra tegunda sem aðeins lifir innanhúss er húsakönguló eða Tegenaria domestica á fræðimáli. Þekktir fundarstaðir eru aðallega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt riti Agnars Ingólfssonar, Íslenskar köngulær hafa köngulærnar einnig fundist í gömlum húsum á Norðurlandi, meðal annars í Mývatnssveit og við Eyjafjörð en einnig á vestanverðu landinu. Líklega finnast húsaköngulær um land allt.

Húsaköngulóin hreiðrar um sig í ró og næði og spinnur stóra og trektlaga vefi í dimmum skúmaskotum í kjöllurum, geymslum og háaloftum þar sem lítil umgengni er. Yfirleitt líkar fólki illa við húsaköngulær enda eru þær stórar á íslenskan mælikvarða. Gagnsemi þeirra er hins vegar mikil þar sem þær veiða ýmis smádýr.


Húsakönguló (Tegenaria domestica).

Húsakönguló hefur ekki fundist utanhúss. Sennilega eru hún ein af nokkrum landhryggleysingjum sem aðeins finnast í híbýlum hér á landi.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

23.3.2010

Spyrjandi

Sigurður Helgi Jóhannsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2010. Sótt 23. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=55476.

Jón Már Halldórsson. (2010, 23. mars). Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55476

Jón Már Halldórsson. „Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2010. Vefsíða. 23. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55476>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Páll Björnsson

1961

Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild HA. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu.