Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað?Þetta er frábær spurning sem tilheyrir sviði svokallaðrar líflandafræði (e. biogeography). Sú fræðigrein snýr að útbreiðslu tegunda í heiminum, hvernig þær námu búsvæði sín og hvernig rekja má líffræðilegan fjölbreytileika svæðis til samspils landnáms og tegundamyndunar (Lomolino et al. 2005). Samspilið er sérstaklega skýrt á eyjum. Á sumum eyjum eru langflestar tegundir aðkomnar en á öðrum er tegundamyndun mikil, með mörgum einlendum (e. endemic) tegundum sem þróast hafa frá örfáum landnemum. Stutta svarið við spurningunni er að allar tegundir köngulóa á Íslandi hafa numið hér land nýlega enda er flestar þeirra líka að finna á meginlandi Evrópu og örfáar í Ameríku (Agnarsson 1996).

Könguló af tegundinni Spintharus flavidus sem finnst m.a. á eyjum í Karíbahafinu. Eyjar í Karíbahafinu eru þekktar fyrir fjölda einlendra tegunda, m.a. aragrúa áttfætlutegunda. Hér á landi eru allar tegundir köngulóa hins vegar aðfluttar og stutt síðan þær námu land.

Skýringarmynd sem sýnir ystu mörk ísaldarjökulsins hér á landi við hámark síðasta jökulskeiðs. Ísland var ísi lagt við lok síðasta ísaldartímabils fyrir um 12 þúsund árum. Nær allt líf þurrkaðist því út á síðustu ísöld og lífríkið í dag er því nánast alfarið byggt á landnemategundum sem hingað bárust eftir það.
Heimildir og frekara lesefni:
- Agnarsson I. 1996. Íslenskar köngulær. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 31, 175 bls, 169 myndir.
- Agnarsson I, Van Patten C, Sargeant L, Chomitz B, Dziki A, Binford G. 2018. A radiation of the ornate Caribbean ‘smiley-faced spiders’ – with descriptions of 15 new species (Araneae, Theridiidae, Spintharus). Zoological Journal of the Linnean Society 182: 758-790.
- Agnarsson I, Coddington JA, Caicedo-Quiroga L, May-Collado LJ, Pálsson S. 2023. Deep mtDNA sequence divergences and possible species radiation of whip spiders (Arachnida, Amblypygi, Phrynidae, Phrynus/Paraphrynus) among Caribbean oceanic and cave islands. Taxonomy 3: 133-147.
- Abzhanov A, Protas M, Grant B. Grant R, Peter R. Tabin CJ. 2004. Bmp4 and Morphological Variation of Beaks in Darwin's Finches. Science. 305 (5689): 1462–1465.
- PC Buckland, D Perry, GM Gislason, AJ Dugmore. 1986. The pre-Landnam fauna of Iceland: a palaeontological contribution. Boreas 15, 173-184.
- Darwin C. 1859. On the origin of species by means of natural selection, or the preservation of favoured races in the struggle for life (1st ed.), London: John Murray, p. 502.
- Lerner HRL, Meyer M, James HF, Fleischer RC. 2011. Multilocus resolution of phylogeny and timescale in the extant adaptive radiation of Hawaiian Honeycreepers. Current Biology. 21 (21): 1838–1844.
- Lomolino MV, Riddle BR, Brown JH. 2005. Biogeography, third edition. Sinauer Associates, Sunderland, MA. 752 pp, 447 illustrations.
- Marsh, Geoff. 2015. Darwin's iconic finches join genome club. Nature. 518 (7538): 147.
- Müller RD, Royer J-Y, Lawver LA. 1993. Revised plate motions relative to the hotspots from combined Atlantic and Indian Ocean hotspot tracks. Geology. 21 (3): 275.
- Símonarson LA, Eiríksson J. 2008. Tjörnes-Pliocene and Pleistocene sediments and faunas. Jökull. 58: 331–342.
- Myndina af Spintharus flavidus tók Bonnie Ott. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.
- Seinni myndin er eftir Þórarinn Má Baldursson og fengin úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál.