Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?

Ingi Agnarsson

Almennt er álitið að landnám smádýra tengist sjóstraumum að einhverju leyti og svo ríkjandi vindáttum.[1] Talið er að uppruna ýmissa smádýra hér á landi megi til að mynda rekja til Noregs og að hluti þeirra hafi komið með rekís þöktum einhverjum gróðri. Dýr í grýttum fjörum á Íslandi eru til dæmis þau sömu og finnast í vesturhluta Noregs. Hér eru tegundirnar þó mun færri en í Noregi. Líklegt þykir að fjörudýrin á Íslandi hafi mörg hver borist hingað með sjóstraumum, fljótandi þangi og jafnvel rekís[2] tiltölulega snemma eftir að síðasta ísaldartímabili lauk.

Sennilegt er að köngulær hafi borist með þessum hætti til landsins strax eftir ísaldartímabil. Fjöldi köngulóartegunda getur þó einnig nýtt sér lofstrauma til að fara langar vegalengdir. Það gera köngulær með því að beita svonefndri loftbelgs-aðferð (e. ballooning). Hún felst í því að köngulærnar senda silkiþræði út frá spunavörtum í hagstæðu loftstreymi og vindurinn ber þær á loft, ef til vill með aðstoð rafsviðs. Þannig geta þær borist hátt upp í skotvinda (e. jet stream) og jafnvel dreifst um allan heim.[3] Köngulær hafa fundist í skotvindum í allt að 5 km hæð og mörg dæmi eru þekkt um að þær lendi á skipum á hafi úti. Sumar gerðir köngulóa eru þannig með þeim lífverum sem hvað fyrst berast til nýrra eyja.

Fjöldi köngulóartegunda getur nýtt sér lofstrauma til að fara langar vegalengdir. Það gera þær með því að beita svonefndri loftbelgs-aðferð. Myndin sýnir Pardosa-úlfakönguló að undirbúa loftbelgsflug.

Frábært dæmi um þetta er að meðal fyrstu lífvera sem sáust í Surtsey skömmu eftir að hún reis úr hafi 1967 voru einmitt köngulær.[4] Til Surtseyjar bárust einnig ýmis smádýr með fljótandi gróðri (e. tussock) og líklega bárust köngulær þannig bæði til Surtseyjar sem og til Íslands frá Noregi. Ein tegund íslenskra köngulóa kemur þó ekki frá Evrópu en Islandiana princeps sem hér lifir finnst eingöngu vestanhafs. Líklegt er að þessi tegund hafi borist með vindum úr Vesturheimi. Langflestar tegundir íslenskra köngulóa (73%) eru af voðköngulóarætt (Linyphiidae) en loftbelgsflug er einmitt sérstaklega einkennandi fyrir þessa ætt. Tegundir hennar eru langoftast smávaxnar og geta því borist með silki sem fullorðin dýr. Það auðveldar að sjálfsögðu landnám þeirra á eyjum.

Tilvísanir:
  1. ^ Buckland et al. 1986, Ingólfsson 1992.
  2. ^ Ingólfsson 1992.
  3. ^ Bell et al. 2005.
  4. ^ Ólafsson 1978.

Heimildir:
  • Bell JR, Bohan DA, Shaw EM, Weyman GS. 2005. Ballooning dispersal using silk: world fauna, phylogenies, genetics and models. Bulletin of Entomological Research 95: 69-114.
  • Buckland PC, Perry D, Gislason GM, Dugmore AJ. 1986. The pre-Landnam fauna of Iceland: a palaeontological contribution. Boreas 15: 173-184.
  • Ingólfsson A. 1992. The origin of the rocky shore fauna of Iceland and the Canadian Maritimes. Journal of Biogeography 19: 705-712.
  • Ólafsson E. 1978. The development of the land-arthropod fauna on Surtsey, Iceland, during 1971-1976 with notes on terrestrial Oligochaeta. Surtsey Research 8: 41-46.

Mynd:

Höfundur

Ingi Agnarsson

prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

11.12.2023

Spyrjandi

Snæbjörn Stefánsson

Tilvísun

Ingi Agnarsson. „Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2023, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61326.

Ingi Agnarsson. (2023, 11. desember). Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61326

Ingi Agnarsson. „Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2023. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61326>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?
Almennt er álitið að landnám smádýra tengist sjóstraumum að einhverju leyti og svo ríkjandi vindáttum.[1] Talið er að uppruna ýmissa smádýra hér á landi megi til að mynda rekja til Noregs og að hluti þeirra hafi komið með rekís þöktum einhverjum gróðri. Dýr í grýttum fjörum á Íslandi eru til dæmis þau sömu og finnast í vesturhluta Noregs. Hér eru tegundirnar þó mun færri en í Noregi. Líklegt þykir að fjörudýrin á Íslandi hafi mörg hver borist hingað með sjóstraumum, fljótandi þangi og jafnvel rekís[2] tiltölulega snemma eftir að síðasta ísaldartímabili lauk.

Sennilegt er að köngulær hafi borist með þessum hætti til landsins strax eftir ísaldartímabil. Fjöldi köngulóartegunda getur þó einnig nýtt sér lofstrauma til að fara langar vegalengdir. Það gera köngulær með því að beita svonefndri loftbelgs-aðferð (e. ballooning). Hún felst í því að köngulærnar senda silkiþræði út frá spunavörtum í hagstæðu loftstreymi og vindurinn ber þær á loft, ef til vill með aðstoð rafsviðs. Þannig geta þær borist hátt upp í skotvinda (e. jet stream) og jafnvel dreifst um allan heim.[3] Köngulær hafa fundist í skotvindum í allt að 5 km hæð og mörg dæmi eru þekkt um að þær lendi á skipum á hafi úti. Sumar gerðir köngulóa eru þannig með þeim lífverum sem hvað fyrst berast til nýrra eyja.

Fjöldi köngulóartegunda getur nýtt sér lofstrauma til að fara langar vegalengdir. Það gera þær með því að beita svonefndri loftbelgs-aðferð. Myndin sýnir Pardosa-úlfakönguló að undirbúa loftbelgsflug.

Frábært dæmi um þetta er að meðal fyrstu lífvera sem sáust í Surtsey skömmu eftir að hún reis úr hafi 1967 voru einmitt köngulær.[4] Til Surtseyjar bárust einnig ýmis smádýr með fljótandi gróðri (e. tussock) og líklega bárust köngulær þannig bæði til Surtseyjar sem og til Íslands frá Noregi. Ein tegund íslenskra köngulóa kemur þó ekki frá Evrópu en Islandiana princeps sem hér lifir finnst eingöngu vestanhafs. Líklegt er að þessi tegund hafi borist með vindum úr Vesturheimi. Langflestar tegundir íslenskra köngulóa (73%) eru af voðköngulóarætt (Linyphiidae) en loftbelgsflug er einmitt sérstaklega einkennandi fyrir þessa ætt. Tegundir hennar eru langoftast smávaxnar og geta því borist með silki sem fullorðin dýr. Það auðveldar að sjálfsögðu landnám þeirra á eyjum.

Tilvísanir:
  1. ^ Buckland et al. 1986, Ingólfsson 1992.
  2. ^ Ingólfsson 1992.
  3. ^ Bell et al. 2005.
  4. ^ Ólafsson 1978.

Heimildir:
  • Bell JR, Bohan DA, Shaw EM, Weyman GS. 2005. Ballooning dispersal using silk: world fauna, phylogenies, genetics and models. Bulletin of Entomological Research 95: 69-114.
  • Buckland PC, Perry D, Gislason GM, Dugmore AJ. 1986. The pre-Landnam fauna of Iceland: a palaeontological contribution. Boreas 15: 173-184.
  • Ingólfsson A. 1992. The origin of the rocky shore fauna of Iceland and the Canadian Maritimes. Journal of Biogeography 19: 705-712.
  • Ólafsson E. 1978. The development of the land-arthropod fauna on Surtsey, Iceland, during 1971-1976 with notes on terrestrial Oligochaeta. Surtsey Research 8: 41-46.

Mynd:...