Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru hvorki maurar né ánamaðkar í Surtsey. Reyndar fundust ánamaðkar í Surtsey árið 1993 en þeir hafa ekki fundist þar síðar. Maurar eru líklega orðnir landlægir hér á landi en þeir eru háðir húsaskjóli manna og lifa ekki villtir í náttúrunni eins og víða erlendis. Þeir gætu því ekki lifað í Surtsey þótt þeir bærust þangað með einhverjum leiðum.

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst neðansjávar í nóvember 1963 og stóð í tæp fjögur ár.

Frá upphafi hafa verið stundaðar fjölbreyttar rannsóknir í Surtsey enda er þar einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig eldfjallaeyja myndast og mótast, landnámi lífvera og dreifingu þeirra og hvernig vistkerfi verður til. Í Ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar 2013 kemur fram að um 360 smádýrategundir hafi verið nafngreindar í Surtsey frá upphafi rannsókna og talið er að yfir helmingur þeirra hafi numið land varanlega.

Í pistli á vef Surtseyjarfélagsins fjallar Erling Ólafsson um smádýralíf í Surtsey. Þar má meðal annars lesa um hvernig fyrstu dýrin bárust þangað. Eftirfarandi texti er stytt útgáfa af þessum pistli og birtur með góðfúslegu leyfi höfundar.

Fyrsta skordýrið fannst í Surtsey í maí 1964. Í kjölfarið fundust fleiri smádýr af ýmsum tegundum. Það voru sem vænta mátti einkum vængjuð skordýr sem fundust í fyrstu og höfðu þau borist á eigin vængjum með hagstæðum vindum. Bæði var um að ræða tegundir sem bárust með norðlægum vindum frá Vestmannaeyjum eða meginlandinu, en einnig tegundir sem slæddust með vindum frá Evrópu. Köngulær fundust einnig fljótlega, en ungviði þeirra svífa auðveldlega um loftin á spunaþráðum.

Gullsmiður (Amara quenseli) barst snemma til Surtseyjar og hefur ef til vill verið með fyrstu bjöllum til að nema þar land.

Margar tegundir skordýra hafa flotið á yfirborði sjávar til Surtseyjar, ýmist með eða án aðstoðar hluta á reki. Dýr hafa fundist á ströndinni, bæði lífs og liðin, eftir að hafa skolast á land. Grastorfur með jarðvegi hafa rekið á land með fjölda smádýra innanborðs og dýr hafa fundist á rekaviði, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa fuglar borið smádýr til eyjarinnar og ekki hefur tekist að fyrirbyggja að einhver slík hafi borist með mönnum, einkum matföngum.

Strax fyrstu árin fundust alls um 170 tegundir skordýra í eynni en það var hvorki meira né minna en um 13% tegunda sem þá höfðu fundist á Íslandi. Þó höfðu fáar tegundanna náð að festa sig í sessi enda skilyrði til landnáms afar harðneskjuleg lengi vel. Þegar Surtsey var heimsótt árið 1981 kom í ljós að allnokkrar tegundir virtust mættar til varanlegrar búsetu og mynduðu þær einfalt en áhugavert samfélag smádýra. Í þessu samfélagi voru dýr sem lifðu á plöntum, önnur á rotnandi efnum og enn önnur voru rándýr. Máfar (svartbakur og silfurmáfur) höfðu þá byrjað að verpa í eynni, í litlum mæli þó og dreift. Þeir mótuðu með hreiðurgerð sinni og aðflutningi lífrænna efna ásamt auknum gróðri undirstöðu þessa samfélags. Þá varð í raun ljóst hvert stefndi. Þegar svo sílamáfur nam land og valdi þann kostinn að verpa í þéttri byggð varð stökkbreyting í gróðurfari og næringarauðgun jarðvegs. Smádýr fylgdu í kjölfarið.

Heimildir og myndir:


Erling Ólafsson hjá Náttúrufræðistofnun fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.11.2016

Síðast uppfært

30.6.2021

Spyrjandi

Elsa Edda Eðvarðsdóttir, f. 2007, Sóley Björk Guðmundsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2016, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72711.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2016, 15. nóvember). Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72711

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2016. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?
Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru hvorki maurar né ánamaðkar í Surtsey. Reyndar fundust ánamaðkar í Surtsey árið 1993 en þeir hafa ekki fundist þar síðar. Maurar eru líklega orðnir landlægir hér á landi en þeir eru háðir húsaskjóli manna og lifa ekki villtir í náttúrunni eins og víða erlendis. Þeir gætu því ekki lifað í Surtsey þótt þeir bærust þangað með einhverjum leiðum.

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst neðansjávar í nóvember 1963 og stóð í tæp fjögur ár.

Frá upphafi hafa verið stundaðar fjölbreyttar rannsóknir í Surtsey enda er þar einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig eldfjallaeyja myndast og mótast, landnámi lífvera og dreifingu þeirra og hvernig vistkerfi verður til. Í Ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar 2013 kemur fram að um 360 smádýrategundir hafi verið nafngreindar í Surtsey frá upphafi rannsókna og talið er að yfir helmingur þeirra hafi numið land varanlega.

Í pistli á vef Surtseyjarfélagsins fjallar Erling Ólafsson um smádýralíf í Surtsey. Þar má meðal annars lesa um hvernig fyrstu dýrin bárust þangað. Eftirfarandi texti er stytt útgáfa af þessum pistli og birtur með góðfúslegu leyfi höfundar.

Fyrsta skordýrið fannst í Surtsey í maí 1964. Í kjölfarið fundust fleiri smádýr af ýmsum tegundum. Það voru sem vænta mátti einkum vængjuð skordýr sem fundust í fyrstu og höfðu þau borist á eigin vængjum með hagstæðum vindum. Bæði var um að ræða tegundir sem bárust með norðlægum vindum frá Vestmannaeyjum eða meginlandinu, en einnig tegundir sem slæddust með vindum frá Evrópu. Köngulær fundust einnig fljótlega, en ungviði þeirra svífa auðveldlega um loftin á spunaþráðum.

Gullsmiður (Amara quenseli) barst snemma til Surtseyjar og hefur ef til vill verið með fyrstu bjöllum til að nema þar land.

Margar tegundir skordýra hafa flotið á yfirborði sjávar til Surtseyjar, ýmist með eða án aðstoðar hluta á reki. Dýr hafa fundist á ströndinni, bæði lífs og liðin, eftir að hafa skolast á land. Grastorfur með jarðvegi hafa rekið á land með fjölda smádýra innanborðs og dýr hafa fundist á rekaviði, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa fuglar borið smádýr til eyjarinnar og ekki hefur tekist að fyrirbyggja að einhver slík hafi borist með mönnum, einkum matföngum.

Strax fyrstu árin fundust alls um 170 tegundir skordýra í eynni en það var hvorki meira né minna en um 13% tegunda sem þá höfðu fundist á Íslandi. Þó höfðu fáar tegundanna náð að festa sig í sessi enda skilyrði til landnáms afar harðneskjuleg lengi vel. Þegar Surtsey var heimsótt árið 1981 kom í ljós að allnokkrar tegundir virtust mættar til varanlegrar búsetu og mynduðu þær einfalt en áhugavert samfélag smádýra. Í þessu samfélagi voru dýr sem lifðu á plöntum, önnur á rotnandi efnum og enn önnur voru rándýr. Máfar (svartbakur og silfurmáfur) höfðu þá byrjað að verpa í eynni, í litlum mæli þó og dreift. Þeir mótuðu með hreiðurgerð sinni og aðflutningi lífrænna efna ásamt auknum gróðri undirstöðu þessa samfélags. Þá varð í raun ljóst hvert stefndi. Þegar svo sílamáfur nam land og valdi þann kostinn að verpa í þéttri byggð varð stökkbreyting í gróðurfari og næringarauðgun jarðvegs. Smádýr fylgdu í kjölfarið.

Heimildir og myndir:


Erling Ólafsson hjá Náttúrufræðistofnun fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars....