Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir.

Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002.

Blökkumaur (Lasius niger).

Maurinn hefur meðal annars fundist í Reykjavík og víðar á sunnan- og vestanverðu landinu. Í mörgum tilvikum hefur hann reynt að koma sér upp búum og hefur stundum gengið illa að uppræta þau. Líklega er hann orðinn landlægur á Íslandi en er þó háður húsakjóli manna og lifir ekki villtur í náttúrunni eins og víða erlendis.

Það er því ekki ósennilegt að spyrjandi hafi séð blökkumaur í Vestmannaeyjum.

Annars finnst blökkumaurinn allt umhverfis norðurhvel, frá norðurhluta Afríku og til 64°N í Skandinavíu.

Heimild, frekari fróðleikur og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Eru maurar á Íslandi (Vestmannaeyjum)? Ég hélt ekki en sá eitthvað sem virtist vera maur á rölti í innkeyrslunni hjá mér og líktist þeim sem ég sá út um allt á Kanaríeyjum fyrir nokkrum árum, það er svartur búkurinn samsettur úr þremur kúlum og með sex lappir.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.11.2011

Spyrjandi

Sigurjón Björgvinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2011. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60534.

Jón Már Halldórsson. (2011, 21. nóvember). Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60534

Jón Már Halldórsson. „Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2011. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60534>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir.

Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002.

Blökkumaur (Lasius niger).

Maurinn hefur meðal annars fundist í Reykjavík og víðar á sunnan- og vestanverðu landinu. Í mörgum tilvikum hefur hann reynt að koma sér upp búum og hefur stundum gengið illa að uppræta þau. Líklega er hann orðinn landlægur á Íslandi en er þó háður húsakjóli manna og lifir ekki villtur í náttúrunni eins og víða erlendis.

Það er því ekki ósennilegt að spyrjandi hafi séð blökkumaur í Vestmannaeyjum.

Annars finnst blökkumaurinn allt umhverfis norðurhvel, frá norðurhluta Afríku og til 64°N í Skandinavíu.

Heimild, frekari fróðleikur og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Eru maurar á Íslandi (Vestmannaeyjum)? Ég hélt ekki en sá eitthvað sem virtist vera maur á rölti í innkeyrslunni hjá mér og líktist þeim sem ég sá út um allt á Kanaríeyjum fyrir nokkrum árum, það er svartur búkurinn samsettur úr þremur kúlum og með sex lappir.
...