Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?

Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’.

Það var trú manna að undir þúfum leyndust stundum fjármunir og eru nokkrar sögur af því í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, fyrsta bindi. Féþúfa er nefnd í Kötludraumi þar sem huldumaðurinn segir við Kötlu að hún og maður hennar skyldu reisa sér nýjan bæ. ,,Muntu finna þar fuglþúfur tvær við endann á skála mínum og verða það féþúfur ykkar (I:60).“

Önnur er um afturgöngu sem vísaði griðkonu einni á græna þúfu og undir henni fann hún dalakút. Lifði hún hamingjusömu lífi til æviloka (I:295). Sú þriðja er um draug í líki hvítrar gufu sem vísaði á þúfu eina. Þegar grafið var í hana fannst kútur fullur af peningum (I:342).


Það var trú manna að undir þúfum leyndust stundum fjármunir.

Síðan eru tvær útgáfur af sögunni um marbendil. Í báðum hafði karl einn, sem tekið hafði marbendil með sér í land gegn vilja hans, sparkað í þúfu og þá hló marbendill. Þegar karl gekk á hann og vildi vita hvers vegna hann hefði hlegið sagði marbendill að undir þúfunni hefðu verið peningar (I:127).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er eitthvað vitað um uppruna orðsins féþúfa, annað en úr þjóðsögunni; Þá hló marbendill?

Útgáfudagur

7.5.2010

Spyrjandi

Dröfn Sæmundsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2010. Sótt 16. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=55521.

Guðrún Kvaran. (2010, 7. maí). Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55521

Guðrún Kvaran. „Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2010. Vefsíða. 16. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55521>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Ragnarsdóttir

1960

Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs.