Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHeilbrigðisvísindiLæknisfræðiEf ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?
Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með þar til gerðum linsum, tennur eru réttar, fita er soguð í burtu, varir gerðar þrýstnar, nef minnkað, brjóst stækkuð eða minnkuð og svo mætti lengi telja.
Það er útilokað að börn Michael Jackson hafi erft nýja nefið, slétta hárið, hökuskarðið eða aðrar lagfæringar sem poppgoðið lét gera á sér.
Útlitsbreytingar sem þessar hafa þó engin áhrif á erfðaefnið. Manneskja með rautt hár ber enn í sér arfbera fyrir rauðu hári þó svo viðkomandi hafi verið með svartlitað hár í ár eða áratugi. Það sama gildir um þann sem hefur látið laga á sér nefið. Genin vita ekkert um að lagfæring hefur átt sér stað, enda var þeim ekkert breytt. Þær breytingar sem gerðar eru á útliti erfast því ekki.
Myndir:
EDS. „Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?“ Vísindavefurinn, 7. september 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55586.
EDS. (2010, 7. september). Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55586
EDS. „Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55586>.