Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?

EDS

Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- og fræðslustarfi bæði hér á landi og á erlendum vettvangi.

Verkefnastjórnin fól Landvernd og Morgunblaðinu að standa fyrir opinni skoðanakönnun í þeim tilgangi að fá fram viðhorf Íslendinga til málsins. Könnunin fór fram dagana 1.-15. október 2004 bæði á Netinu og með póstlögðum atkvæðaseðlum sem birtust í Morgunblaðinu. Tilgreind voru sjö blóm sem þátttakendur gátu gefið einkunn á bilinu 0-6 stig eftir því hversu vel þeim þótti blómin til þess fallin að hljóta titilinn þjóðarblóm Íslendinga.



Holtasóley Dryas octopetala.

Blómin sem valið stóð um voru blágresi, blóðberg, geldingahnappur, gleym-mér-ei, holtasóley, hrafnafífa og lambagras. Vorið áður höfðu verið kynntar tuttugu tillögur að þjóðarblómi en eftir nánari umfjöllun og ábendingar sem fram komu frá skólum landsins var ákveðið að þrengja hringinn um þessi sjö blóm.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á sérstökum þjóðarblómsfundi í Salnum í Kópavogi 22. október 2004 að viðstöddum forseta Íslands og landbúnaðarráðherra. Niðurstaðan var sú að holtasóley varð fyrir valinu en skammt á hæla hennar komu gleym-mér-ei og blóðberg.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.5.2010

Spyrjandi

Steinunn Karlsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2010, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55649.

EDS. (2010, 7. maí). Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55649

EDS. „Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2010. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55649>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- og fræðslustarfi bæði hér á landi og á erlendum vettvangi.

Verkefnastjórnin fól Landvernd og Morgunblaðinu að standa fyrir opinni skoðanakönnun í þeim tilgangi að fá fram viðhorf Íslendinga til málsins. Könnunin fór fram dagana 1.-15. október 2004 bæði á Netinu og með póstlögðum atkvæðaseðlum sem birtust í Morgunblaðinu. Tilgreind voru sjö blóm sem þátttakendur gátu gefið einkunn á bilinu 0-6 stig eftir því hversu vel þeim þótti blómin til þess fallin að hljóta titilinn þjóðarblóm Íslendinga.



Holtasóley Dryas octopetala.

Blómin sem valið stóð um voru blágresi, blóðberg, geldingahnappur, gleym-mér-ei, holtasóley, hrafnafífa og lambagras. Vorið áður höfðu verið kynntar tuttugu tillögur að þjóðarblómi en eftir nánari umfjöllun og ábendingar sem fram komu frá skólum landsins var ákveðið að þrengja hringinn um þessi sjö blóm.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á sérstökum þjóðarblómsfundi í Salnum í Kópavogi 22. október 2004 að viðstöddum forseta Íslands og landbúnaðarráðherra. Niðurstaðan var sú að holtasóley varð fyrir valinu en skammt á hæla hennar komu gleym-mér-ei og blóðberg.

Heimildir og mynd:

...