Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Jónína Hafsteinsdóttir

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:
Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Meginreksturinn að sumri með fráfærulömb og eitthvað af geldfé var oftast um 11. sumarhelgina, en þó réðst rekstrardagur jafnan af veðri. ... Leiðin inn eftir hraununum - sem svo nefndust - var vörðuð, en illa var þó vörðum haldið við í seinni tíð. Numið var staðar til hvíldar á Fimmvörðuhálsi. Þar voru fimm vörður þétt saman til að átta sig á í dimmviðri. Þrjár vörður voru á Þrívörðuskeri sem stóð upp úr jökulhjarninu nokkru innar. Lægðin innan við Fimmvörðuháls var öll í jökli á þessum tíma, en fáein sker ráku kollinn upp úr honum norðaustur af hálsinum.
Þessi kafli, "Eystri rekstrarleiðin", er á bls. 223-225 í bók Þórðar.Horft af Fimmvörðuhálsi yfir að Mýrdalsjökli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég veit að ég hef einhvers staðar lesið skýringu á nafninu Fimmvörðuháls. Getur þú bent mér á hvar þá skýringu er að finna eða sent mér stutt svar um merkingu og tilurð þessa örnefnis?

Höfundur

deildarstjóri á nafnfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

22.3.2010

Spyrjandi

Bragi Guðmundsson

Tilvísun

Jónína Hafsteinsdóttir. „Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2010. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55761.

Jónína Hafsteinsdóttir. (2010, 22. mars). Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55761

Jónína Hafsteinsdóttir. „Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2010. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55761>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?
Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:

Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Meginreksturinn að sumri með fráfærulömb og eitthvað af geldfé var oftast um 11. sumarhelgina, en þó réðst rekstrardagur jafnan af veðri. ... Leiðin inn eftir hraununum - sem svo nefndust - var vörðuð, en illa var þó vörðum haldið við í seinni tíð. Numið var staðar til hvíldar á Fimmvörðuhálsi. Þar voru fimm vörður þétt saman til að átta sig á í dimmviðri. Þrjár vörður voru á Þrívörðuskeri sem stóð upp úr jökulhjarninu nokkru innar. Lægðin innan við Fimmvörðuháls var öll í jökli á þessum tíma, en fáein sker ráku kollinn upp úr honum norðaustur af hálsinum.
Þessi kafli, "Eystri rekstrarleiðin", er á bls. 223-225 í bók Þórðar.Horft af Fimmvörðuhálsi yfir að Mýrdalsjökli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég veit að ég hef einhvers staðar lesið skýringu á nafninu Fimmvörðuháls. Getur þú bent mér á hvar þá skýringu er að finna eða sent mér stutt svar um merkingu og tilurð þessa örnefnis?
...