Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir skólar í Reykjavík?

ÍDÞ

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna lista yfir allar stofnanir á hennar vegum. Þegar þetta er skrifað í júní árið 2010 má sjá að í Reykjavíkurborg eru starfræktir 94 leikskólar, 46 grunnskólar, 11 framhaldsskólar og 3 háskólar. Auk þess eru 25 tónlistarskólar. Þannig eru 179 skólar af öllum skólastigum starfræktir í Reykjavík.


Menntaskólinn í Reykjavík er elsti framhaldsskóli landsins.

Á öllu landinu má hins vegar finna 276 leikskóla, 176 grunnskóla, 35 framhaldsskóla og 7 háskóla. Auk þess eru 79 tónlistarskólar. Allt í allt eru því 573 skólar á landinu.

Á sama vef kemur fram að á Íslandi búa 319.368 manns og þar af eru 108.239 sem stunda nám í einhverjum af áðurnefndum skólum.

Tónlistarskólanemendur eru þó ekki teknir með í skýrslu Hagstofu Íslands; einungis þeir sem eru á framhaldsstigi eða ofar í tónlistarnámi eru taldir með. Með það í huga sjáum við að um það bil 34% landsmanna er í skóla. Þessir útreikningar eru þó einungis gerðir til gamans en í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að 6% nemenda séu tvítaldir á framhalds- og háskólastigi; stunda til dæmis bæði nám í dag- og kvöldskóla á framhaldsskólastigi. Auk þess eru 5,1% grunnskólanemenda skráðir í áfanga í framhaldsskóla. Þannig sést að einhver skekkja er í útreikningunum hér að ofan.

Á vef Hagstofunnar má sjá íbúafjölda landsins og einstakra bæjarfélaga miðað við 1. janúar 2010. Þar segir að íbúar landsins séu 317.630 og íbúar Reykjavíkur 117.505. Rétt um 37% íbúa landsins býr því í Reykjavík en þar eru staðsettir 31% af skólum landsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
Hvað eru margir grunnskólar á Íslandi? Hvað eru margir háskólar á Íslandi
sem annars vegar Jóhann Sigfús bar fram og hins vegar Eyrún Eyjólfsdóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

26.7.2010

Spyrjandi

Úlfur Kári, f. 1998; Jóhann Sigfús, f. 1995, Eyrún Eyólfsdóttir, f. 1992

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað eru margir skólar í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2010, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55794.

ÍDÞ. (2010, 26. júlí). Hvað eru margir skólar í Reykjavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55794

ÍDÞ. „Hvað eru margir skólar í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2010. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir skólar í Reykjavík?
Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna lista yfir allar stofnanir á hennar vegum. Þegar þetta er skrifað í júní árið 2010 má sjá að í Reykjavíkurborg eru starfræktir 94 leikskólar, 46 grunnskólar, 11 framhaldsskólar og 3 háskólar. Auk þess eru 25 tónlistarskólar. Þannig eru 179 skólar af öllum skólastigum starfræktir í Reykjavík.


Menntaskólinn í Reykjavík er elsti framhaldsskóli landsins.

Á öllu landinu má hins vegar finna 276 leikskóla, 176 grunnskóla, 35 framhaldsskóla og 7 háskóla. Auk þess eru 79 tónlistarskólar. Allt í allt eru því 573 skólar á landinu.

Á sama vef kemur fram að á Íslandi búa 319.368 manns og þar af eru 108.239 sem stunda nám í einhverjum af áðurnefndum skólum.

Tónlistarskólanemendur eru þó ekki teknir með í skýrslu Hagstofu Íslands; einungis þeir sem eru á framhaldsstigi eða ofar í tónlistarnámi eru taldir með. Með það í huga sjáum við að um það bil 34% landsmanna er í skóla. Þessir útreikningar eru þó einungis gerðir til gamans en í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að 6% nemenda séu tvítaldir á framhalds- og háskólastigi; stunda til dæmis bæði nám í dag- og kvöldskóla á framhaldsskólastigi. Auk þess eru 5,1% grunnskólanemenda skráðir í áfanga í framhaldsskóla. Þannig sést að einhver skekkja er í útreikningunum hér að ofan.

Á vef Hagstofunnar má sjá íbúafjölda landsins og einstakra bæjarfélaga miðað við 1. janúar 2010. Þar segir að íbúar landsins séu 317.630 og íbúar Reykjavíkur 117.505. Rétt um 37% íbúa landsins býr því í Reykjavík en þar eru staðsettir 31% af skólum landsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
Hvað eru margir grunnskólar á Íslandi? Hvað eru margir háskólar á Íslandi
sem annars vegar Jóhann Sigfús bar fram og hins vegar Eyrún Eyjólfsdóttir....