Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?

Stjörnufræðivefurinn

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða).

Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálfskugga (e. penumbra). Til að sjá almyrkva á sólu verður athugandi að vera innan í alskugganum sem fellur aðeins á örlítinn skika á Jörðinni.

Skýringarmynd af sólmyrkva. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á Jörðina. Almyrkvi verður þar sem alskuggi tunglsins fellur á Jörðina en utan þess mjóa svæðis verður deildarmyrkvi.

Þegar Jörðin snýst myndar skugginn myrkvaslóða eða -feril sem gengur þvert yfir yfirborð Jarðar. Breidd ferilsins veltur á fjarlægð tunglsins á meðan á almyrkva stendur. Myrkvaslóðin er breiðust þegar tunglið er í jarðnánd (það er í nálægasta punktinum á braut sinni um jörðu) en minnst þegar tunglið er í jarðfirð. Stundum er tunglið of langt frá Jörðinni til að alskugginn falli á yfirborð Jarðar. Fyrir vikið eru til fjórar gerðir sólmyrkva:

  • Almyrkvi verður þegar tunglið hylur alla sólarskífuna svo sólkórónan birtist. Almyrkvi sést aðeins frá mjög takmörkuðu svæði á Jörðinni, þeim stöðum sem slóð myrkvans liggur yfir. Almyrkvi sást seinast frá Íslandi 30. júní árið 1954.
  • Hringmyrkvi verður þegar sólin og tunglið liggja nákvæmlega í beinni línu en sýndarstærð tunglsins er minni en sólar. Sólin birtist þá sem bjartur hringur í kringum dimma skífu tunglsins. Hringmyrkvi sást seinast frá Íslandi 31. maí 2003 en næst árið 2048.
  • Deildarmyrkvi verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og tunglið hylur sólina aðeins að hluta. Deildarmyrkvar sjást frá mun stærra svæði á Jörðinni en almyrkvar og hringmyrkvar.
  • Blandaður myrkvi er sólmyrkvi sem er bæði hringmyrkvi og almyrkvi, eftir því hvar á myrkvaferlinum athugandi er. Sumstaðar sést almyrkvi en annars staðar hringmyrkvi. Blandaðir myrkvar eru tiltölulega sjaldgæfir.

Ýtarlega er fjallað um sólmyrkva í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?

Mynd:


Þetta svar er brot af lengri umfjöllun um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér umfjöllunina í heild sinni.

Útgáfudagur

18.3.2015

Spyrjandi

Svana Kristín Guðbjartsdóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2015, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55964.

Stjörnufræðivefurinn. (2015, 18. mars). Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55964

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2015. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55964>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða).

Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálfskugga (e. penumbra). Til að sjá almyrkva á sólu verður athugandi að vera innan í alskugganum sem fellur aðeins á örlítinn skika á Jörðinni.

Skýringarmynd af sólmyrkva. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á Jörðina. Almyrkvi verður þar sem alskuggi tunglsins fellur á Jörðina en utan þess mjóa svæðis verður deildarmyrkvi.

Þegar Jörðin snýst myndar skugginn myrkvaslóða eða -feril sem gengur þvert yfir yfirborð Jarðar. Breidd ferilsins veltur á fjarlægð tunglsins á meðan á almyrkva stendur. Myrkvaslóðin er breiðust þegar tunglið er í jarðnánd (það er í nálægasta punktinum á braut sinni um jörðu) en minnst þegar tunglið er í jarðfirð. Stundum er tunglið of langt frá Jörðinni til að alskugginn falli á yfirborð Jarðar. Fyrir vikið eru til fjórar gerðir sólmyrkva:

  • Almyrkvi verður þegar tunglið hylur alla sólarskífuna svo sólkórónan birtist. Almyrkvi sést aðeins frá mjög takmörkuðu svæði á Jörðinni, þeim stöðum sem slóð myrkvans liggur yfir. Almyrkvi sást seinast frá Íslandi 30. júní árið 1954.
  • Hringmyrkvi verður þegar sólin og tunglið liggja nákvæmlega í beinni línu en sýndarstærð tunglsins er minni en sólar. Sólin birtist þá sem bjartur hringur í kringum dimma skífu tunglsins. Hringmyrkvi sást seinast frá Íslandi 31. maí 2003 en næst árið 2048.
  • Deildarmyrkvi verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og tunglið hylur sólina aðeins að hluta. Deildarmyrkvar sjást frá mun stærra svæði á Jörðinni en almyrkvar og hringmyrkvar.
  • Blandaður myrkvi er sólmyrkvi sem er bæði hringmyrkvi og almyrkvi, eftir því hvar á myrkvaferlinum athugandi er. Sumstaðar sést almyrkvi en annars staðar hringmyrkvi. Blandaðir myrkvar eru tiltölulega sjaldgæfir.

Ýtarlega er fjallað um sólmyrkva í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?

Mynd:


Þetta svar er brot af lengri umfjöllun um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér umfjöllunina í heild sinni.

...