Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?

Haukur Hannesson

Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentustig hins vegar notað. Það er nokkuð útbreiddur misskilningur að prósenta og prósentustig merki nákvæmlega það sama.

Hugtakið prósentustig er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Ef skattur hækkar úr 10% í 12% þá hefur hann hækkað um tvö prósentustig.

Til að útskýra þetta nánar má taka dæmi: Í vetur var tilkynnt að virðisaukaskattur, sem var 24,5%, myndi hækka um eitt prósentustig og verða 25,5%. Ef tilkynningin hefði hljóðað þannig að virðisaukaskatturinn ætti að hækka um eitt prósent þá hefði skatturinn aðeins hækkað um eitt prósent af þessum 24,5%, sem eru 0,25%. Virðisaukaskatturinn hefði þá orðið 24,75% eftir hækkun.

Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku en þaðan kemur það úr þýsku. Uppruninn er í latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent.

Frekara lesefni:

Mynd:

Svarið var uppfært 6.7.2021.

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.5.2010

Spyrjandi

Sigurður Ívar Leifsson

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56249.

Haukur Hannesson. (2010, 12. maí). Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56249

Haukur Hannesson. „Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56249>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?
Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentustig hins vegar notað. Það er nokkuð útbreiddur misskilningur að prósenta og prósentustig merki nákvæmlega það sama.

Hugtakið prósentustig er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Ef skattur hækkar úr 10% í 12% þá hefur hann hækkað um tvö prósentustig.

Til að útskýra þetta nánar má taka dæmi: Í vetur var tilkynnt að virðisaukaskattur, sem var 24,5%, myndi hækka um eitt prósentustig og verða 25,5%. Ef tilkynningin hefði hljóðað þannig að virðisaukaskatturinn ætti að hækka um eitt prósent þá hefði skatturinn aðeins hækkað um eitt prósent af þessum 24,5%, sem eru 0,25%. Virðisaukaskatturinn hefði þá orðið 24,75% eftir hækkun.

Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku en þaðan kemur það úr þýsku. Uppruninn er í latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent.

Frekara lesefni:

Mynd:

Svarið var uppfært 6.7.2021....