Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

EDS

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó ekki syðsta byggð í heimi.



Nokkru sunnar en Punta Arenas er Ushuaia (54°48′ S, 68°18′ V) í Argentínu sem einnig hefur verið nefnd syðsta borg heims. Hvort Ushuaia, með sína rúmlega 50.000 íbúa, getur kallast borg eða ekki fer hins vegar alveg eftir því hvaða merking er lögð í hugtakið borg.

Titillinn syðsti bær eða þorp jarðar fellur í skaut Puerto Toro (55°05′ S, 67°06′ V) í Chile en það er um 100 manna byggð á eyjunni Navarino. Við þetta má bæta að á Suðurskautslandinu eru rannsóknarstöðvar þar sem vísindamenn dvelja tímabundið. Hins vegar er þar ekki um fasta búsetu að ræða og því varla hægt að telja það með þegar skoða á syðstu varanlegu búsetu manna á jörðinni.

Á norðurhveli jarðar ná meginlöndin mun lengra í átt að heimskautinu en á suðurhveli (að Suðurskautslandinu undanskildu) og að sama skapi er fasta búsetu að finna á mun hærri breiddargráðum þar.



Nyrsta borg á norðurhveli jarðar með yfir 50.000 íbúa er Norilsk í Síberíu (69°21′ N, 88°02′ A) og er það önnur stærsta borg norðan heimskautsbaug á eftir Murmansk (68°59′ N, 33°08′ A).

Hammerfest (70°40′ N, 23°42′ A) í Noregi gerir kröfu um að kallast nyrsti bær (ýmist notað city eða town á ensku) jarðar og vísar þar til þess að bærinn er nyrsta byggð með yfir 5000 íbúa, en í Hammerfest búa rúmlega 9.000 manns. Litlu norðar í Noregi er þó Honningsvåg (70°58′, 25°59′ A), 2.500 manna bær í sveitafélaginu Nordkapp, sem einnig gerir tilkall til að kallast nyrsti bærinn. Bærinn Barrow í Alaska (um 4.500 íbúar), liggur hins vegar aðeins norðar en norsku bæirnir eða 71°17′ N, 156°47′ V.



Ny-Ålesund á Svalbarða.

Nyrsta „þorp“ í heimi (ekki borg eða bær) er Ny-Ålesund á Svalbarða (78°55′ N, 11°46′ A). Þar búa að staðaldri 30-35 manns en yfir sumartímann eru íbúarnir rúmlega 100. Reyndar kemur fram á Wikipedia.org að bæði í Alert á Ellesmereeyju í Kanada (82°28′N 62°30′V) og í Nord í Grænlandi (81°43' N, 17°50' V) dvelji fólk allt árið, fimm manns á fyrri staðnum og fjórir á þeim síðar en það er varla hægt að kalla slíkt þorp.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.2.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

EDS. „Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5626.

EDS. (2006, 7. febrúar). Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5626

EDS. „Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5626>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?
Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó ekki syðsta byggð í heimi.



Nokkru sunnar en Punta Arenas er Ushuaia (54°48′ S, 68°18′ V) í Argentínu sem einnig hefur verið nefnd syðsta borg heims. Hvort Ushuaia, með sína rúmlega 50.000 íbúa, getur kallast borg eða ekki fer hins vegar alveg eftir því hvaða merking er lögð í hugtakið borg.

Titillinn syðsti bær eða þorp jarðar fellur í skaut Puerto Toro (55°05′ S, 67°06′ V) í Chile en það er um 100 manna byggð á eyjunni Navarino. Við þetta má bæta að á Suðurskautslandinu eru rannsóknarstöðvar þar sem vísindamenn dvelja tímabundið. Hins vegar er þar ekki um fasta búsetu að ræða og því varla hægt að telja það með þegar skoða á syðstu varanlegu búsetu manna á jörðinni.

Á norðurhveli jarðar ná meginlöndin mun lengra í átt að heimskautinu en á suðurhveli (að Suðurskautslandinu undanskildu) og að sama skapi er fasta búsetu að finna á mun hærri breiddargráðum þar.



Nyrsta borg á norðurhveli jarðar með yfir 50.000 íbúa er Norilsk í Síberíu (69°21′ N, 88°02′ A) og er það önnur stærsta borg norðan heimskautsbaug á eftir Murmansk (68°59′ N, 33°08′ A).

Hammerfest (70°40′ N, 23°42′ A) í Noregi gerir kröfu um að kallast nyrsti bær (ýmist notað city eða town á ensku) jarðar og vísar þar til þess að bærinn er nyrsta byggð með yfir 5000 íbúa, en í Hammerfest búa rúmlega 9.000 manns. Litlu norðar í Noregi er þó Honningsvåg (70°58′, 25°59′ A), 2.500 manna bær í sveitafélaginu Nordkapp, sem einnig gerir tilkall til að kallast nyrsti bærinn. Bærinn Barrow í Alaska (um 4.500 íbúar), liggur hins vegar aðeins norðar en norsku bæirnir eða 71°17′ N, 156°47′ V.



Ny-Ålesund á Svalbarða.

Nyrsta „þorp“ í heimi (ekki borg eða bær) er Ny-Ålesund á Svalbarða (78°55′ N, 11°46′ A). Þar búa að staðaldri 30-35 manns en yfir sumartímann eru íbúarnir rúmlega 100. Reyndar kemur fram á Wikipedia.org að bæði í Alert á Ellesmereeyju í Kanada (82°28′N 62°30′V) og í Nord í Grænlandi (81°43' N, 17°50' V) dvelji fólk allt árið, fimm manns á fyrri staðnum og fjórir á þeim síðar en það er varla hægt að kalla slíkt þorp.

Heimildir og myndir: ...