Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?

Öll orðin sem nefnd eru í spurningunni tengjast sögninni að steypa sem notuð er í ýmsum merkingum, til dæmis ‛hafa endaskipti á, varpa (sér), stökkva, hoppa; svipta völdum; hella; búa til í steypumóti, velta, hrinda’. Þannig er steypireyður reyður (í fornu máli reyðarhvalur) sem steypir sér, steypibað er bað (sturtubað) sem steypist niður og steypiregn er regn sem steypist niður. Ef einhverjum er steypt af stóli er hann sviptur völdum. Menn steypa kerti, steypa sér kollhnís, steypa sér til sunds svo fleiri dæmi séu nefnd.


Þessi steypir sér í laugina með tilþrifum.

Nafnorðið steypa er notað um verknaðinn að steypa en einnig um það sem steypt er og blöndu sem steypt er úr. Þannig er steypa úr sementi, vatni og möl af sama toga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli, steypihríð og mörg fleiri orð?

Er sú steypa eitthvað tengd steypu úr sementi?

Útgáfudagur

15.7.2010

Spyrjandi

Garðar Valur Hallfreðsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2010. Sótt 22. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=56291.

Guðrún Kvaran. (2010, 15. júlí). Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56291

Guðrún Kvaran. „Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2010. Vefsíða. 22. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56291>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kóran

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á um 20 ára tímabili, frá 609 til 632 að vestrænu tímatali. Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka.