Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?

Helga Hafliðadóttir

Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna.

Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samningnum lýsir sá sem ákveður að ánafna líkama sinn vilja sínum til þess. Háskólinn skuldbindur sig síðan til þess að sjá um einfalda útför á líkamsleifum þegar afnotum af líkamanum er lokið.

Á síðastliðnum 10 árum hafa 3-4 einstaklingar gefið Háskólanum líkama sinn til rannsókna. Ekki er mögulegt að gefa líkama sinn til Háskólans að svo stöddu vegna aðstöðuleysis.

Munnleg heimild: Hannes Blöndal, forstöðumaður líffæradeildar læknadeildar HÍ.

Mynd: Princeton Packet OnLine News

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2006

Spyrjandi

Bára Halldórsdóttir, Erla Hlynsdóttir, Sonja Middelink

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2006, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5638.

Helga Hafliðadóttir. (2006, 13. febrúar). Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5638

Helga Hafliðadóttir. „Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2006. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna.

Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samningnum lýsir sá sem ákveður að ánafna líkama sinn vilja sínum til þess. Háskólinn skuldbindur sig síðan til þess að sjá um einfalda útför á líkamsleifum þegar afnotum af líkamanum er lokið.

Á síðastliðnum 10 árum hafa 3-4 einstaklingar gefið Háskólanum líkama sinn til rannsókna. Ekki er mögulegt að gefa líkama sinn til Háskólans að svo stöddu vegna aðstöðuleysis.

Munnleg heimild: Hannes Blöndal, forstöðumaður líffæradeildar læknadeildar HÍ.

Mynd: Princeton Packet OnLine News

...