Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mögulegt eða hyggilegt að nota stækkunargler til að beina ljósi að sólarrafhlöðum?

Vilhjálmur Þór Kjartansson

Spurningin í heild var sem hér segir:
Ef stækkunargler er notað til að auka birtumagn á sólarorkurafhlöður, hvaða áhrif hefur það þá? Getur slíkt skemmt rafhlöðuna eða tæki sem henni eru tengd?
Stækkunargler heitir öðru nafni safngler, sem lýsir betur þeirri verkun sem hér er stefnt að. Glerið getur þjappað því ljósi sem á það fellur á flatarmál sem er minna en flatarmál glerins sjálfs og þannig aukið birtuna, en heildarljósmagnið eða heildarorka ljóssins er sú sama og fellur á glerið. Það er því ekkert gagn að þessari aðferð nema safnglerið hafi stærra flatarmál en sólarrafhlaðan. Rafhlöðuna ætti ekki að setja í brennipunkt, heldur velja henni stað þar sem bjarta svæðið frá safnglerinu þekur yfirborð hennar.

Hvort þessi aðferð borgar sig eða ekki, fer eftir því hve dýrt er að búa til stórt safngler í stað þess að búa til stærri sólarrafhlöðu.



Sólarrafhlöður geta skemmst við of mikinn styrk sólar

Það er áreiðanlega hægt að skemma sólarrafhlöðu með of mikilli birtu, en trúlega þolir hún margfalt meira en fellur á hana við venjulega notkun. Framleiðendur verða að svara því hvar mörkin liggja. Sömuleiðis verður að skoða það í einstökum tilvikum hvort hleðslustillar ráða við meiri straum en sólarrafhlaðan skilar venjulega þegar bjartast er. Ef hleðslustillirinn ræður til dæmis við þrjár sólarrafhlöður af tiltekinni stærð, þá ræður hann við eina með safngleri sem hefur þrefalt flatarmál á við rafhlöðuna.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Mynd af sólarrafhlöðum - Sótt 26.07.10

Höfundur

lektor í rafmagnsverkfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.6.2000

Spyrjandi

Arnar Jón Óskarsson

Tilvísun

Vilhjálmur Þór Kjartansson. „Er mögulegt eða hyggilegt að nota stækkunargler til að beina ljósi að sólarrafhlöðum?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=564.

Vilhjálmur Þór Kjartansson. (2000, 22. júní). Er mögulegt eða hyggilegt að nota stækkunargler til að beina ljósi að sólarrafhlöðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=564

Vilhjálmur Þór Kjartansson. „Er mögulegt eða hyggilegt að nota stækkunargler til að beina ljósi að sólarrafhlöðum?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=564>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mögulegt eða hyggilegt að nota stækkunargler til að beina ljósi að sólarrafhlöðum?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Ef stækkunargler er notað til að auka birtumagn á sólarorkurafhlöður, hvaða áhrif hefur það þá? Getur slíkt skemmt rafhlöðuna eða tæki sem henni eru tengd?
Stækkunargler heitir öðru nafni safngler, sem lýsir betur þeirri verkun sem hér er stefnt að. Glerið getur þjappað því ljósi sem á það fellur á flatarmál sem er minna en flatarmál glerins sjálfs og þannig aukið birtuna, en heildarljósmagnið eða heildarorka ljóssins er sú sama og fellur á glerið. Það er því ekkert gagn að þessari aðferð nema safnglerið hafi stærra flatarmál en sólarrafhlaðan. Rafhlöðuna ætti ekki að setja í brennipunkt, heldur velja henni stað þar sem bjarta svæðið frá safnglerinu þekur yfirborð hennar.

Hvort þessi aðferð borgar sig eða ekki, fer eftir því hve dýrt er að búa til stórt safngler í stað þess að búa til stærri sólarrafhlöðu.



Sólarrafhlöður geta skemmst við of mikinn styrk sólar

Það er áreiðanlega hægt að skemma sólarrafhlöðu með of mikilli birtu, en trúlega þolir hún margfalt meira en fellur á hana við venjulega notkun. Framleiðendur verða að svara því hvar mörkin liggja. Sömuleiðis verður að skoða það í einstökum tilvikum hvort hleðslustillar ráða við meiri straum en sólarrafhlaðan skilar venjulega þegar bjartast er. Ef hleðslustillirinn ræður til dæmis við þrjár sólarrafhlöður af tiltekinni stærð, þá ræður hann við eina með safngleri sem hefur þrefalt flatarmál á við rafhlöðuna.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Mynd af sólarrafhlöðum - Sótt 26.07.10...