Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum?

Jón Már Halldórsson

Spyrjandi vísar hér til að sjóreknu hræi skolaði á land við Montauk-viðskiptahverfið í New York í júlí 2008. Þetta óhrjálega hræ minnti helst á einhvers konar ófreskju sem ekki á sér jarðneskan uppruna eða að minnsta kosti einhverja áður óþekkta tegund.


Dýrið er fremur óárennilegt að sjá.

Ýmsar sögur fóru á kreik en dýrafræðingar og aðrir sem þekkingu hafa á dýrum voru ekki í nokkrum vafa hvað þetta var; hárlaus skrokkurinn átti sér eðlilegar skýringar. Hræ sem hefur velkst um á grófum malarbotni losar sig auðveldlega við feldinn. Mjúkir vefir losna fljótlega, meðal annars á fótum og á snoppu, og hræið minnir fljótt á eitthvað framandlegt kvikindi. Að minnsta kosti breytist hið upphaflega útlit mjög fljótt.

Athuganir á tanngerð og beinabyggingu fóta dýrsins staðfestu fljótt að Montauk-skrímslið hafi einfaldlega verið þvottabjörn, Procyon lotor.

Frekara lesefni á Vísindavefum:

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.6.2010

Spyrjandi

Hjörtur Mar Atlason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2010. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56428.

Jón Már Halldórsson. (2010, 21. júní). Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56428

Jón Már Halldórsson. „Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2010. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56428>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum?
Spyrjandi vísar hér til að sjóreknu hræi skolaði á land við Montauk-viðskiptahverfið í New York í júlí 2008. Þetta óhrjálega hræ minnti helst á einhvers konar ófreskju sem ekki á sér jarðneskan uppruna eða að minnsta kosti einhverja áður óþekkta tegund.


Dýrið er fremur óárennilegt að sjá.

Ýmsar sögur fóru á kreik en dýrafræðingar og aðrir sem þekkingu hafa á dýrum voru ekki í nokkrum vafa hvað þetta var; hárlaus skrokkurinn átti sér eðlilegar skýringar. Hræ sem hefur velkst um á grófum malarbotni losar sig auðveldlega við feldinn. Mjúkir vefir losna fljótlega, meðal annars á fótum og á snoppu, og hræið minnir fljótt á eitthvað framandlegt kvikindi. Að minnsta kosti breytist hið upphaflega útlit mjög fljótt.

Athuganir á tanngerð og beinabyggingu fóta dýrsins staðfestu fljótt að Montauk-skrímslið hafi einfaldlega verið þvottabjörn, Procyon lotor.

Frekara lesefni á Vísindavefum:

Heimild:

Mynd:...