Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Masada?

Þórhallur Heimisson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er eins og demantur í laginu, um 600 metrar að lengd og um 300 metrar á breidd.

Virkið er fyrst og fremst þekkt vegna umsáturs sem var um það 72-73 e.Kr. og endaði með dauða nærri allra þeirra tæplega 1.000 karlmanna, kvenna og barna sem í virkinu voru. Frásagnir af umsátrinu eru komnar frá sagnaritaranum Jósefusi sem hafði sínar heimildir frá konu sem lifði hildarleikinn af.



Masada-virkið stendur á kletti sem rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu.

Árið 66 e.Kr. gerðu Gyðingar í Júdeu uppreisn gegn Rómverjum og í kjölfarið hófst stríð sem stóð í fjögur ár. Þegar átökin hófust náðu Zelótar, öfgafullir byltingarmenn úr röðum Gyðinga, klettavíginu Masada af rómverska setuliðinu þar.

Stríðinu lauk með því að Gyðingar voru gjörsigraðir, en virkið Masada var þó enn í höndum Zelóta og við það gátu Rómverjar ekki unað. Þeir gerðu þess vegna út leiðangur árið 72 til að taka Masada og voru þar á ferð tíunda herfylkið, fjölmargar hjálparsveitir og ótaldir þrælar.

Masada-virkið var mjög rammgert og erfitt að komast að því. Tvöfaldur varnarmúr náði hringinn í kringum klettatindinn, búinn vistarverum fyrir varnarliða og rými undir vopnabúr. Inni í miðju virkinu var höll umkringd mörgum litlum húsum. Á norðurenda virkisins var einnig þriggja hæða hallarsamstæða sem náði út fyrir virkisvegginn og styrkti hann.

Varnarveggurinn sjálfur var um 1.300 metra langur. Fyrir aftan höllina sem tengdist varnarmúrnum voru miklar geymslur og rómverskt baðhús. Þegar virkið var reist hönnuðu verkfræðingar Heródesar vatnsleiðslur sem leiddu vatn í mikla tanka. Eina leiðin að virkinu lá eftir hlykkjóttu einstigi upp snarbrattann klettavegginn á norð-austur hlið hamarsins. Tók um þrjár klukkustundir að ganga frá dalbotninum, upp snákastiginn og inn í virkið. Masada-virkið var þess vegna svo gott sem ósigrandi. Ekki var hægt að svelta varnarliðið út og hrjóstrugt umhverfið mæddi mun meira á umsátursmönnum en þeim sem til varnar voru.



Í Masada-virkinu voru miklir tankar sem vatn var geymt í.

Rómverjar létu hinar hrikalegu aðstæður ekki á sig fá heldur hófu umsátrið um klettavirkið með því að setja Masada í herkví. Reistur var mikill múr hringinn í kringum klettinn og um leið komið á fót miklum herbúðum. Enn þann dag í dag má sjá ummerki um bæði hringmúrinn og rómversku herbúðirnar vegna hins þurra loftslags og fjarlægðar frá mannabústöðum.

Rómverjar gátu ekki treyst á að matar- eða vatnsskortur mundi bera hina umsetnu ofurliði. Til þess voru vistir virkisins of miklar. Því hófust verkfræðingar hersins hefjast handa við að reisa veg upp eftir vestari hluta klettaveggsins, en þar var kletturinn hvað lægstur. Hinn mikli vegur upp klettavegginn stendur að einhverju leyti enn, þó hann hafi mjókkað í aldanna rás. Er hann eitt mesta verkfræðiafrek sem nokkur her í sögunni hefur unnið. Efst á veginum var síðan reistur mikill pallur og þangað óku Rómverjar umsátursvélum sínum. Smám saman náði umsátursliðið svo að rjúfa varnarmúrinn.

Þegar ljóst var í hvað stefndi ákváðu Gyðingarnir sem í virkinu voru að þeir mundu ekki láta Rómverja ná sér lifandi. En fyrst átti að eyða öllum verðmætum og brenna virkið þannig að herfang Rómverja yrði sem minnst. Hins vegar átti að skilja eftir vistir svo menn gætu séð að þessi leið var ekki valin vegna skorts heldur af frjálsum mönnum sem völdu dauðann fram yfir þrælkun.

Sagan segir að hermennirnir hafi ráðið konum sínum og börnum bana í svefni, síðan voru tíu menn valdir til að reka í gegn alla karlmennina. Að lokum vörpuðu tímenningarnir hlutkesti um hver ætti að drepa hina níu. Að því verki loknu gekk sá á milli hinna látnu til að fullvissa sig um að enginn væri á lífi, kveikti síðan í höllinni og rak svo sjálfan sig í gegn af miklu afli. Aðeins tvær konur lifðu þessa hryllingsnótt af, ásamt fimm börnum sem höfðu verið með þeim í hellunum undir virkinu. Alls létu níu hundruð og sextíu manns lífið.

Þögn hvíldi yfir atburðunum í Masada-virkinu þegar fram liðu stundir og það var eins og enginn vildi minnast þeirra nema Jósefus sem skráði samviskusamlega að eigin sögn allt það sem fyrir hafði komið. Til dæmis er ekkert minnst á þessa hinstu vörn Zelótana í Talmúd, hinu mikla skýringarriti og fræðiriti rabbínanna.



Leifar af búðum rómverska umsátursliðsins.

Árið 1920 vakti hebreski rithöfundurinn Isacc Lamdan frásögnina af Masada til lífsins með hinu sögulega ljóði „Masada“ sem varð einskonar tákn fyrir baráttu gyðinga á tuttugustu öld og reyndar á öllum öldum, gegn veröld fullri af óvinum og ofsækjendum. Og þannig varð hinsta vörn Zelótana skyndilega lifandi á ný í hugum margra gyðinga.

Eftir að Ísraelsríkið hið nýja var stofnað árið 1948 hefur Masada-virkið orðið sá staður sem flestir erlendir ferðamenn þangað sækja heim, næst á eftir Jerúsalem. Á 7. áratug síðustu aldar voru framkvæmdar umfangsmiklar fornleifarannsóknir á svæðinu. Fundust þá meðal annars 25 beinagrindur af fullorðnu fólki og börnum. Voru þær grafnar á ný með mikilli viðhöfn. Sem dæmi um hversu sterk áhrif Masada hefur á þjóðarvitund Ísraelsmanna má líka nefna að ísraelskir hermenn sverja hermannaeið sinn á Masada með þessum orðum meðal annars: „Masada mun ekki falla á ný“.

Í virkinu fannst líka samkunduhús árið 1969 þegar fornleifauppgröfturinn fór fram. Þær fornu rústir eru notaðar í dag meðal annars til ferminga, eða Bar Mitzwa og Bat Mitzwa.

Frekari fróðleikur, heimildir og myndir:

Svar þetta er unnið upp úr skrifum Þórhalls Heimissonar þar sem hann fjallar á ítarlegan hátt um Gyðingastríðin og langan aðdraganda þeirra. Áhugasamir geta kynnt sér efnið nánar með því smella á hlekki inn á þá umfjöllun hér fyrir ofan. Einnig var leitað fanga í öðrum heimildum og er þeirra getið í heimildaskrá.

Höfundar

prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.1.2011

Spyrjandi

Hrafnhildur

Tilvísun

Þórhallur Heimisson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er Masada?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2011, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56581.

Þórhallur Heimisson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2011, 12. janúar). Hvað er Masada? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56581

Þórhallur Heimisson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er Masada?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2011. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56581>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Masada?
Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er eins og demantur í laginu, um 600 metrar að lengd og um 300 metrar á breidd.

Virkið er fyrst og fremst þekkt vegna umsáturs sem var um það 72-73 e.Kr. og endaði með dauða nærri allra þeirra tæplega 1.000 karlmanna, kvenna og barna sem í virkinu voru. Frásagnir af umsátrinu eru komnar frá sagnaritaranum Jósefusi sem hafði sínar heimildir frá konu sem lifði hildarleikinn af.



Masada-virkið stendur á kletti sem rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu.

Árið 66 e.Kr. gerðu Gyðingar í Júdeu uppreisn gegn Rómverjum og í kjölfarið hófst stríð sem stóð í fjögur ár. Þegar átökin hófust náðu Zelótar, öfgafullir byltingarmenn úr röðum Gyðinga, klettavíginu Masada af rómverska setuliðinu þar.

Stríðinu lauk með því að Gyðingar voru gjörsigraðir, en virkið Masada var þó enn í höndum Zelóta og við það gátu Rómverjar ekki unað. Þeir gerðu þess vegna út leiðangur árið 72 til að taka Masada og voru þar á ferð tíunda herfylkið, fjölmargar hjálparsveitir og ótaldir þrælar.

Masada-virkið var mjög rammgert og erfitt að komast að því. Tvöfaldur varnarmúr náði hringinn í kringum klettatindinn, búinn vistarverum fyrir varnarliða og rými undir vopnabúr. Inni í miðju virkinu var höll umkringd mörgum litlum húsum. Á norðurenda virkisins var einnig þriggja hæða hallarsamstæða sem náði út fyrir virkisvegginn og styrkti hann.

Varnarveggurinn sjálfur var um 1.300 metra langur. Fyrir aftan höllina sem tengdist varnarmúrnum voru miklar geymslur og rómverskt baðhús. Þegar virkið var reist hönnuðu verkfræðingar Heródesar vatnsleiðslur sem leiddu vatn í mikla tanka. Eina leiðin að virkinu lá eftir hlykkjóttu einstigi upp snarbrattann klettavegginn á norð-austur hlið hamarsins. Tók um þrjár klukkustundir að ganga frá dalbotninum, upp snákastiginn og inn í virkið. Masada-virkið var þess vegna svo gott sem ósigrandi. Ekki var hægt að svelta varnarliðið út og hrjóstrugt umhverfið mæddi mun meira á umsátursmönnum en þeim sem til varnar voru.



Í Masada-virkinu voru miklir tankar sem vatn var geymt í.

Rómverjar létu hinar hrikalegu aðstæður ekki á sig fá heldur hófu umsátrið um klettavirkið með því að setja Masada í herkví. Reistur var mikill múr hringinn í kringum klettinn og um leið komið á fót miklum herbúðum. Enn þann dag í dag má sjá ummerki um bæði hringmúrinn og rómversku herbúðirnar vegna hins þurra loftslags og fjarlægðar frá mannabústöðum.

Rómverjar gátu ekki treyst á að matar- eða vatnsskortur mundi bera hina umsetnu ofurliði. Til þess voru vistir virkisins of miklar. Því hófust verkfræðingar hersins hefjast handa við að reisa veg upp eftir vestari hluta klettaveggsins, en þar var kletturinn hvað lægstur. Hinn mikli vegur upp klettavegginn stendur að einhverju leyti enn, þó hann hafi mjókkað í aldanna rás. Er hann eitt mesta verkfræðiafrek sem nokkur her í sögunni hefur unnið. Efst á veginum var síðan reistur mikill pallur og þangað óku Rómverjar umsátursvélum sínum. Smám saman náði umsátursliðið svo að rjúfa varnarmúrinn.

Þegar ljóst var í hvað stefndi ákváðu Gyðingarnir sem í virkinu voru að þeir mundu ekki láta Rómverja ná sér lifandi. En fyrst átti að eyða öllum verðmætum og brenna virkið þannig að herfang Rómverja yrði sem minnst. Hins vegar átti að skilja eftir vistir svo menn gætu séð að þessi leið var ekki valin vegna skorts heldur af frjálsum mönnum sem völdu dauðann fram yfir þrælkun.

Sagan segir að hermennirnir hafi ráðið konum sínum og börnum bana í svefni, síðan voru tíu menn valdir til að reka í gegn alla karlmennina. Að lokum vörpuðu tímenningarnir hlutkesti um hver ætti að drepa hina níu. Að því verki loknu gekk sá á milli hinna látnu til að fullvissa sig um að enginn væri á lífi, kveikti síðan í höllinni og rak svo sjálfan sig í gegn af miklu afli. Aðeins tvær konur lifðu þessa hryllingsnótt af, ásamt fimm börnum sem höfðu verið með þeim í hellunum undir virkinu. Alls létu níu hundruð og sextíu manns lífið.

Þögn hvíldi yfir atburðunum í Masada-virkinu þegar fram liðu stundir og það var eins og enginn vildi minnast þeirra nema Jósefus sem skráði samviskusamlega að eigin sögn allt það sem fyrir hafði komið. Til dæmis er ekkert minnst á þessa hinstu vörn Zelótana í Talmúd, hinu mikla skýringarriti og fræðiriti rabbínanna.



Leifar af búðum rómverska umsátursliðsins.

Árið 1920 vakti hebreski rithöfundurinn Isacc Lamdan frásögnina af Masada til lífsins með hinu sögulega ljóði „Masada“ sem varð einskonar tákn fyrir baráttu gyðinga á tuttugustu öld og reyndar á öllum öldum, gegn veröld fullri af óvinum og ofsækjendum. Og þannig varð hinsta vörn Zelótana skyndilega lifandi á ný í hugum margra gyðinga.

Eftir að Ísraelsríkið hið nýja var stofnað árið 1948 hefur Masada-virkið orðið sá staður sem flestir erlendir ferðamenn þangað sækja heim, næst á eftir Jerúsalem. Á 7. áratug síðustu aldar voru framkvæmdar umfangsmiklar fornleifarannsóknir á svæðinu. Fundust þá meðal annars 25 beinagrindur af fullorðnu fólki og börnum. Voru þær grafnar á ný með mikilli viðhöfn. Sem dæmi um hversu sterk áhrif Masada hefur á þjóðarvitund Ísraelsmanna má líka nefna að ísraelskir hermenn sverja hermannaeið sinn á Masada með þessum orðum meðal annars: „Masada mun ekki falla á ný“.

Í virkinu fannst líka samkunduhús árið 1969 þegar fornleifauppgröfturinn fór fram. Þær fornu rústir eru notaðar í dag meðal annars til ferminga, eða Bar Mitzwa og Bat Mitzwa.

Frekari fróðleikur, heimildir og myndir:

Svar þetta er unnið upp úr skrifum Þórhalls Heimissonar þar sem hann fjallar á ítarlegan hátt um Gyðingastríðin og langan aðdraganda þeirra. Áhugasamir geta kynnt sér efnið nánar með því smella á hlekki inn á þá umfjöllun hér fyrir ofan. Einnig var leitað fanga í öðrum heimildum og er þeirra getið í heimildaskrá....