Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?

EDS

Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi samanstanda af rúmlega 320 eyjum auk fjölda smáeyja (e. inlet). Eyjaklasinn nær yfir svæði sem er um 3 milljónir km2 að flatarmáli en heildarflatarmál eyjanna sjálfra er aðeins um rúmlega 18.000 km2. Um 100 eyjanna eru byggðar og er áætlað að íbúar Fídjieyja hafi verið rúmlega 890.000 um mitt ár 2005.Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi.

Höfuðborg Fídjieyja heitir Suva og er á suðausturströnd eyjunnar Viti Levu. Viti Levu er stærsta eyja Fídjieyjaklasans, 10.388 km2 að stærð eða um 1/10 af flatarmáli Íslands. Um þrír fjórðu hlutar Fídjieyinga búa á eyjunni, þar af tæplega 70.000 í höfuðborginni. Á höfuðborgarsvæðinu öllu eru íbúar á bilinu 150-200.000.

Suva er ekki mjög gömul borg. Hún er sögð stofnuð árið 1849 en varð formlega gerð að höfuðstað Fídjieyja árið 1882. Í dag er Suva stærsta borg í Suður-Kyrrahafi að borgum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi undanskildum. Hún er miðstöð stjórnsýslu og viðskipta og helsta hafnarborg Fídjieyja. Þar er að finna ýmsar stofnanir sem hafa með málefni Suður-Kyrrahafseyja að gera. Þar er einnig elsti og stærsti garður háskóla Suður-Kyrrahafsins (University of the South Pacific) en alls standa 12 ríki í Suður-Kyrrahafi að skólanum og er hann með starfsemi í þeim öllum. Meðal annarra menntastofnanna í Suva eru læknaskóli (Fiji School of Medicine) og landbúnaðarskóli (Fiji College of Agriculture).Bókasafn Suður-Kyrrahafs háskólans í Suva.

Fyrir utan stjórnsýslu, viðskipti, menntun og ýmis konar þjónustu eru ferðaþjónusta og léttur iðnaður meðal helstu greina atvinnulífsins í Suva.

Suva er fjölþjóðlegt samfélag. Langflestir íbúarnir eru annars vegar Fídjieyingar að ætt og uppruna og hins vegar afkomendur indverskra verkamanna sem fluttir voru til Fídjieyja á seinni hluta 19. aldar. Í Suva er einnig að finna fólk af evrópskum og asískum uppruna, þá aðallega Kínverjar.

Á Fídjieyjum eru þrjú opinber tungumál; enska sem flestir tala og er helsta samskiptamál ólíkra hópa íbúa, svokallað bau fijian, sem er tungumál innfæddra Fídjieyinga og hindustani sem er tungumál íbúa af indverskum uppruna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.2.2006

Spyrjandi

Einar Sigurðsson

Tilvísun

EDS. „Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2006. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5660.

EDS. (2006, 22. febrúar). Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5660

EDS. „Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2006. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5660>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?
Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi samanstanda af rúmlega 320 eyjum auk fjölda smáeyja (e. inlet). Eyjaklasinn nær yfir svæði sem er um 3 milljónir km2 að flatarmáli en heildarflatarmál eyjanna sjálfra er aðeins um rúmlega 18.000 km2. Um 100 eyjanna eru byggðar og er áætlað að íbúar Fídjieyja hafi verið rúmlega 890.000 um mitt ár 2005.Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi.

Höfuðborg Fídjieyja heitir Suva og er á suðausturströnd eyjunnar Viti Levu. Viti Levu er stærsta eyja Fídjieyjaklasans, 10.388 km2 að stærð eða um 1/10 af flatarmáli Íslands. Um þrír fjórðu hlutar Fídjieyinga búa á eyjunni, þar af tæplega 70.000 í höfuðborginni. Á höfuðborgarsvæðinu öllu eru íbúar á bilinu 150-200.000.

Suva er ekki mjög gömul borg. Hún er sögð stofnuð árið 1849 en varð formlega gerð að höfuðstað Fídjieyja árið 1882. Í dag er Suva stærsta borg í Suður-Kyrrahafi að borgum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi undanskildum. Hún er miðstöð stjórnsýslu og viðskipta og helsta hafnarborg Fídjieyja. Þar er að finna ýmsar stofnanir sem hafa með málefni Suður-Kyrrahafseyja að gera. Þar er einnig elsti og stærsti garður háskóla Suður-Kyrrahafsins (University of the South Pacific) en alls standa 12 ríki í Suður-Kyrrahafi að skólanum og er hann með starfsemi í þeim öllum. Meðal annarra menntastofnanna í Suva eru læknaskóli (Fiji School of Medicine) og landbúnaðarskóli (Fiji College of Agriculture).Bókasafn Suður-Kyrrahafs háskólans í Suva.

Fyrir utan stjórnsýslu, viðskipti, menntun og ýmis konar þjónustu eru ferðaþjónusta og léttur iðnaður meðal helstu greina atvinnulífsins í Suva.

Suva er fjölþjóðlegt samfélag. Langflestir íbúarnir eru annars vegar Fídjieyingar að ætt og uppruna og hins vegar afkomendur indverskra verkamanna sem fluttir voru til Fídjieyja á seinni hluta 19. aldar. Í Suva er einnig að finna fólk af evrópskum og asískum uppruna, þá aðallega Kínverjar.

Á Fídjieyjum eru þrjú opinber tungumál; enska sem flestir tala og er helsta samskiptamál ólíkra hópa íbúa, svokallað bau fijian, sem er tungumál innfæddra Fídjieyinga og hindustani sem er tungumál íbúa af indverskum uppruna.

Heimildir og myndir:...