Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er borgaraleg ferming?

Ívar Daði Þorvaldsson

Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók:
Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).
Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta svar um kristna fermingu.

Siðmennt hefur boðið upp á borgaralega fermingu allt frá 1989. Mikill misskilningur hefur sprottið fram í kringum hinar borgarlegu fermingar og líta margir á þær sem einhvers konar leið til að sleppa við kirkjunámskeiðin en samt fá veislu og gjafir. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Líkt og börn í kristinni fermingarfræðslu þurfa börn sem fermast borgalega að sækja námskeið þar sem ýmislegt er til umræðu.


Fyrstu borgaralegu fermingarbörnin; samtals 16 voru í fyrsta hópnum.

Á vef Siðmenntar þar sem fjallað er um borgaralegar fermingar kemur fram að markmið fermingarnámskeiðsins sé meðal annars að skoða viðhorf til lífsins, bæði viðhorf nemenda til þeirra sjálfra og annarra, jafnframt sem fjallað er um hlutverk þeirra í hinni stóru mynd sem þjóðfélagið og aðrir hópar mynda. Nemendur kynnist mikilvægi gagnrýninnar hugsunar, hvernig tilfinningar hafa áhrif á líf þeirra og annarra og ábyrgð þeirra á sínu eigin lífi, hvort sem það tengist hinu líkamlega eða andlega. Samskipti manna á milli eru skoðuð og mikilvægi þess að standa við orð sín. Brýnt er fyrir þeim að þekkja vel réttindi sín og skyldur. Enn fremur að þekkja og virða ólík trúarbrögð og veraldlegar lífsskoðanir því einungis með upplýstum hug sé hægt að skilja hugsanir og gerðir fólks.

Eins og sést er stiklað á ýmsum mikilvægum þáttum lífsins og samfélagsins í heild.

Á athöfninni sjálfri flytja nemendur ávörp, grípa í söng og dans, auk þess sem ljóð og sögur eru lesnar. Að lokum er þeim afhent skjal til staðfestingar á að þau hafi lokið fermingarnámskeiðinu.

Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í Siðmennt og raunar er 16 ára aldurstakmark til slíkrar skráningar. Foreldrar fermingarbarns þurfa heldur ekki að vera meðlimir Siðmenntar. Öllum er frjálst að fermast borgaralega, hvort sem fólk er skráð í trúfélög eður ei.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.7.2010

Spyrjandi

Yrsa Ósk Finnbogadóttir, f. 1997; Karitas Marý Bjarnadóttir, f. 1997

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig er borgaraleg ferming?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2010, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56637.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 29. júlí). Hvernig er borgaraleg ferming? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56637

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig er borgaraleg ferming?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2010. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er borgaraleg ferming?
Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók:

Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).
Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta svar um kristna fermingu.

Siðmennt hefur boðið upp á borgaralega fermingu allt frá 1989. Mikill misskilningur hefur sprottið fram í kringum hinar borgarlegu fermingar og líta margir á þær sem einhvers konar leið til að sleppa við kirkjunámskeiðin en samt fá veislu og gjafir. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Líkt og börn í kristinni fermingarfræðslu þurfa börn sem fermast borgalega að sækja námskeið þar sem ýmislegt er til umræðu.


Fyrstu borgaralegu fermingarbörnin; samtals 16 voru í fyrsta hópnum.

Á vef Siðmenntar þar sem fjallað er um borgaralegar fermingar kemur fram að markmið fermingarnámskeiðsins sé meðal annars að skoða viðhorf til lífsins, bæði viðhorf nemenda til þeirra sjálfra og annarra, jafnframt sem fjallað er um hlutverk þeirra í hinni stóru mynd sem þjóðfélagið og aðrir hópar mynda. Nemendur kynnist mikilvægi gagnrýninnar hugsunar, hvernig tilfinningar hafa áhrif á líf þeirra og annarra og ábyrgð þeirra á sínu eigin lífi, hvort sem það tengist hinu líkamlega eða andlega. Samskipti manna á milli eru skoðuð og mikilvægi þess að standa við orð sín. Brýnt er fyrir þeim að þekkja vel réttindi sín og skyldur. Enn fremur að þekkja og virða ólík trúarbrögð og veraldlegar lífsskoðanir því einungis með upplýstum hug sé hægt að skilja hugsanir og gerðir fólks.

Eins og sést er stiklað á ýmsum mikilvægum þáttum lífsins og samfélagsins í heild.

Á athöfninni sjálfri flytja nemendur ávörp, grípa í söng og dans, auk þess sem ljóð og sögur eru lesnar. Að lokum er þeim afhent skjal til staðfestingar á að þau hafi lokið fermingarnámskeiðinu.

Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í Siðmennt og raunar er 16 ára aldurstakmark til slíkrar skráningar. Foreldrar fermingarbarns þurfa heldur ekki að vera meðlimir Siðmenntar. Öllum er frjálst að fermast borgaralega, hvort sem fólk er skráð í trúfélög eður ei.

Heimildir og mynd: