Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?

JGÞ

Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira um áhrif áfengisneyslu í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Hugtakið 'Delirium tremens' lýsir fyrirbærinu vel þar sem latneska orðið delirius merkir 'vitfirrtur eða óður' og sögnin tremo þýðir 'ég skelf'. Íslenska slanguryrðið tremmi er því hljóðlíking latnesku sagnarinnar.

Spurningin um merkingu orðins tremmi er greinilega tilkomin vegna þess að orðið er notað í söngtexta Evróvisjónfarans tilvonandi Silvíu Nætur.


Evróvisjónstjarnan Silvía Nótt og dansararnir 'Hommi' (t.v.) og 'Nammi' (t.h.).

Tremmi kemur fjórum sinnum fyrir í textanum, þrisvar sinnum sem 'tremma í hel' og einu sinni sem 'fæ tremma mörg stig':
Ég er fædd til að vinna þetta, tremma í hel.

Rústa þessu dæmi, fæ tremma mörg stig.

Það er vel skiljanlegt að orðið vefjist fyrir mönnum í þessu samhengi, þar sem það virðist hafa ólíka merkingu. Í fyrri línunni hefur það frekar neikvæðan blæ og það liggur beinast við að lesa það sem sagnorð, eins og að 'svelta í hel' eða 'frjósa í hel'. Í seinni línunni hefur tremmi hins vegar jákvæða merkingu, þar sem söngkonan 'rústar þessu dæmi' og fær 'tremma mörg stig'.

Þessar ólíku merkingar orðsins tremmi í söngtextanum er auðvelt að skýra ef haft er í huga að slanguryrðið tremmi er stytt hljóðlíking delerium tremens.

Í fyrri línunni vísar sögnin 'tremma í hel' til latnesku sagnarinnar tremo og söngkonan skelfur í hel, enda ekki furða því þrátt fyrir mikið sjálfstraust er ekkert eðlilegra en að menn fái sviðsskrekk og skjálfi fyrir framan heiminn í Evróvisjón.

Þegar söngkonan er hætt að skjálfa og stigin eru talin, vísar tremmi til delirum sem er að vera óður, geggjaður. Þá orðanotkun þekkja flestir, til dæmis þegar eitthvað er 'brjálæðislega flott', 'alveg geggjað', 'klikkaðslega sjúklegt', 'sikk fríkað', og svo framvegis.

Að fá 'tremma mörg stig' er þess vegna orðanotkun af sama tagi og 'ógeðslega töff', sem kemur fyrir í söngtextanum.

Þess má að lokum geta að elsta dæmið um orðið tremma í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr seinna bindi sögu Vésteins Lúðvíkssonar Gunnar og Kjartan sem kom út árið 1972.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989.
  • Íslensk orðabók (2. bindi), 3. útg., ritstj. Mörður Árnason. Reykjavík: Edda, 2002.
  • Til hamingju Ísland. Gagnrýni 2. febrúar 2006. Baggalútur.
  • Myndin er fengin af Myndabloggi Silvíu Nætur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.2.2006

Spyrjandi

Bjarney H.

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5674.

JGÞ. (2006, 28. febrúar). Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5674

JGÞ. „Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5674>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?
Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira um áhrif áfengisneyslu í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Hugtakið 'Delirium tremens' lýsir fyrirbærinu vel þar sem latneska orðið delirius merkir 'vitfirrtur eða óður' og sögnin tremo þýðir 'ég skelf'. Íslenska slanguryrðið tremmi er því hljóðlíking latnesku sagnarinnar.

Spurningin um merkingu orðins tremmi er greinilega tilkomin vegna þess að orðið er notað í söngtexta Evróvisjónfarans tilvonandi Silvíu Nætur.


Evróvisjónstjarnan Silvía Nótt og dansararnir 'Hommi' (t.v.) og 'Nammi' (t.h.).

Tremmi kemur fjórum sinnum fyrir í textanum, þrisvar sinnum sem 'tremma í hel' og einu sinni sem 'fæ tremma mörg stig':
Ég er fædd til að vinna þetta, tremma í hel.

Rústa þessu dæmi, fæ tremma mörg stig.

Það er vel skiljanlegt að orðið vefjist fyrir mönnum í þessu samhengi, þar sem það virðist hafa ólíka merkingu. Í fyrri línunni hefur það frekar neikvæðan blæ og það liggur beinast við að lesa það sem sagnorð, eins og að 'svelta í hel' eða 'frjósa í hel'. Í seinni línunni hefur tremmi hins vegar jákvæða merkingu, þar sem söngkonan 'rústar þessu dæmi' og fær 'tremma mörg stig'.

Þessar ólíku merkingar orðsins tremmi í söngtextanum er auðvelt að skýra ef haft er í huga að slanguryrðið tremmi er stytt hljóðlíking delerium tremens.

Í fyrri línunni vísar sögnin 'tremma í hel' til latnesku sagnarinnar tremo og söngkonan skelfur í hel, enda ekki furða því þrátt fyrir mikið sjálfstraust er ekkert eðlilegra en að menn fái sviðsskrekk og skjálfi fyrir framan heiminn í Evróvisjón.

Þegar söngkonan er hætt að skjálfa og stigin eru talin, vísar tremmi til delirum sem er að vera óður, geggjaður. Þá orðanotkun þekkja flestir, til dæmis þegar eitthvað er 'brjálæðislega flott', 'alveg geggjað', 'klikkaðslega sjúklegt', 'sikk fríkað', og svo framvegis.

Að fá 'tremma mörg stig' er þess vegna orðanotkun af sama tagi og 'ógeðslega töff', sem kemur fyrir í söngtextanum.

Þess má að lokum geta að elsta dæmið um orðið tremma í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr seinna bindi sögu Vésteins Lúðvíkssonar Gunnar og Kjartan sem kom út árið 1972.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989.
  • Íslensk orðabók (2. bindi), 3. útg., ritstj. Mörður Árnason. Reykjavík: Edda, 2002.
  • Til hamingju Ísland. Gagnrýni 2. febrúar 2006. Baggalútur.
  • Myndin er fengin af Myndabloggi Silvíu Nætur.
...