Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?

Ragnar Guðmundsson

Um höfundarétt, vernd hans og heimildir til gjaldtöku gilda á Íslandi höfundalög nr. 73/1972. Um ýmis álitaefni sem tengjast höfundarétti má lesa á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið höfundaréttur hér neðarlega á síðunni. Höfundarétturinn og gjaldtakan eru vernduð af alþjóðlegum sáttmála sem kallast Bernarsáttmáli. Hann var fyrst gerður í París 1886 og veitt lagagildi hér á landi með lögum nr. 80/1972 og ennfremur reglugerð nr. 141/1985.

Tónlistarmenn eiga rétt á svokölluðum stefgjöldum fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra, annars er afritun og flutningur beinlínis lögbrot. Á hinn bóginn er heimilt að gera afrit af þessum höfundaverkum til einkanota. Þannig er mönnum til dæmis heimilt að gera afrit af geisladiski sem þeir hafa keypt, til dæmis til þess að hafa aukaeintak í bílnum. Þegar kemur að netinu flækist málið hins vegar nokkuð.

Líklegt verður að telja að menn hafi heimild til þess að geyma á netinu afrit af tónlist sem þeir hafa keypt, að því gefnu að aðrir hafi ekki aðgang að henni, til dæmis á læstri heimasíðu. Í spurningunni hér að ofan er hins vegar líklega gert ráð fyrir opinni útvarpsstöð á netinu sem hlýtur að teljast opinber birting. Af opinberum flutningi á tónlist verða menn að borga stefgjöld, flutningur á netinu er ekkert frábrugðinn venjulegum útvarpsflutningi hvað þetta snertir, en eftirlit með honum er töluvert erfiðara og flóknara. Hvar netútvarpið er hýst ætti heldur ekki að skipta öllu máli í þessu sambandi. Ef rekstraraðili stöðvarinnar er íslenskur yrði hann líklega að gera upp sín stefgjöld hér á landi, rétt eins og hann yrði að greiða skatta hér á landi af hugsanlegum tekjum af útvarpsstöðinni. Ekki má gleyma því að það skiptir í raun ekki öllu hvar stefgjöldin eru gerð upp því með samstarfi samtaka höfundaréttarhafa eiga þau að skila sér til þess sem samdi lagið á endanum (sænsku samtökin hjálpa STEFi á Íslandi við þetta).

En málið flækist nokkuð ef engin rekstur er tengdur stöðinni. Við gætum til dæmis hugsað okkur að einhver tæki sig til og gerði lagalistann í tölvunni sinni aðgengilegan á netinu, án þess að nein hagnaðarsjónamið væru höfð að leiðarljósi. Hann mundi skrá lénið sitt í Albaníu, auglýsa þjónustuna ekkert og hefði engin afskipti af síðunni, önnur en þau að setja inn á hana tónlist öðru hverju. Er hann þá orðinn jafn gjaldskyldur og Rás 2 eða BBC, jafnvel þó að enginn færi inn á síðuna nema hann sjálfur? Á þessu álitamáli taka engin lagaákvæði beint en ég tel samt að þetta hlyti að falla undir opinberan flutning eða birtingu og það hvort einhver hlustar ætti ekki endilega að skipta máli, ef einhver getur hlustað, rétt eins og með hefðbundið útvarp. Gleymum því heldur ekki að dómstólar í ýmsum löndum, til dæmis hæstiréttur Bandaríkjanna, hafa tekið af skarið um það að svokölluð P2P-forrit, eins og til að mynda Napster, séu ólögleg, enda tilgangurinn þeirra oft sá að dreifa tónlist ókeypis sem er vernduð af höfundarétti víðast hvar í hinum vestræna heimi.

Sumir fara þá leið að bjóða upp á hýsingu á vefútvarpi þar sem hver sem er getur í raun opnað sína útvarpsstöð endurgjaldslaust, einungis þarf að greiða ákveðna prósentu af tekjunum til tónlistariðnaðarins. Þetta er svo sem góðra gjalda vert en þó varla fullnægjandi. Þannig er nánast ómögulegt að hafa eftirlit með því að greiðslur skili sér á endanum til þeirra sem eiga lögin sem spiluð eru. Það er ekkert sem kemur til dæmis í veg fyrir menn kalli lögin í útvarpinu sínu bara "lag 1" eða "goodsong21" eða hvað sem er og þá verða rétt skil á stefgjöldum að sjálfsögðu ómöguleg.

En ef við tökum þetta saman í stuttu máli þá eru engin lög sem beinlínis fjalla um netútvarp. Þetta fellur samt undir íslensk höfundarlög og rétt er að minna á að heimilt er að refsa fyrir lögbrot sem Íslendingar fremja í útlöndum eftir íslenskum lögum hafi brotið einnig verið refsivert að lögum þess ríkis sem brotið var framið í (höfundaréttarbrot eru refsiverð í flestum ríkjum), eða brotið var framið utan refsilögsögu nokkurs ríkis. Og það er klárt brot á höfundalögum að dreifa höfundarverkum annarra í leyfisleysi!

Ef Íslendingur vill opna útvarpsstöð á netinu verður hann að búa þannig um hnútana að með henni sé tónlist ekki dreift ókeypis, líklega yrði hann að tala við STEF eins og aðrar útvarpsstöðvar og borga þeim fyrir útvarpsleyfið, þó að ekki þurfi formlegt útvarpsleyfi fyrir netútvarp eftir því sem ég kemst næst enda er það ekki sent út á hefðbundinni tíðni.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.3.2006

Spyrjandi

Ívar Baldvin Júlíusson

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2006, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5679.

Ragnar Guðmundsson. (2006, 2. mars). Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5679

Ragnar Guðmundsson. „Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2006. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5679>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?
Um höfundarétt, vernd hans og heimildir til gjaldtöku gilda á Íslandi höfundalög nr. 73/1972. Um ýmis álitaefni sem tengjast höfundarétti má lesa á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið höfundaréttur hér neðarlega á síðunni. Höfundarétturinn og gjaldtakan eru vernduð af alþjóðlegum sáttmála sem kallast Bernarsáttmáli. Hann var fyrst gerður í París 1886 og veitt lagagildi hér á landi með lögum nr. 80/1972 og ennfremur reglugerð nr. 141/1985.

Tónlistarmenn eiga rétt á svokölluðum stefgjöldum fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra, annars er afritun og flutningur beinlínis lögbrot. Á hinn bóginn er heimilt að gera afrit af þessum höfundaverkum til einkanota. Þannig er mönnum til dæmis heimilt að gera afrit af geisladiski sem þeir hafa keypt, til dæmis til þess að hafa aukaeintak í bílnum. Þegar kemur að netinu flækist málið hins vegar nokkuð.

Líklegt verður að telja að menn hafi heimild til þess að geyma á netinu afrit af tónlist sem þeir hafa keypt, að því gefnu að aðrir hafi ekki aðgang að henni, til dæmis á læstri heimasíðu. Í spurningunni hér að ofan er hins vegar líklega gert ráð fyrir opinni útvarpsstöð á netinu sem hlýtur að teljast opinber birting. Af opinberum flutningi á tónlist verða menn að borga stefgjöld, flutningur á netinu er ekkert frábrugðinn venjulegum útvarpsflutningi hvað þetta snertir, en eftirlit með honum er töluvert erfiðara og flóknara. Hvar netútvarpið er hýst ætti heldur ekki að skipta öllu máli í þessu sambandi. Ef rekstraraðili stöðvarinnar er íslenskur yrði hann líklega að gera upp sín stefgjöld hér á landi, rétt eins og hann yrði að greiða skatta hér á landi af hugsanlegum tekjum af útvarpsstöðinni. Ekki má gleyma því að það skiptir í raun ekki öllu hvar stefgjöldin eru gerð upp því með samstarfi samtaka höfundaréttarhafa eiga þau að skila sér til þess sem samdi lagið á endanum (sænsku samtökin hjálpa STEFi á Íslandi við þetta).

En málið flækist nokkuð ef engin rekstur er tengdur stöðinni. Við gætum til dæmis hugsað okkur að einhver tæki sig til og gerði lagalistann í tölvunni sinni aðgengilegan á netinu, án þess að nein hagnaðarsjónamið væru höfð að leiðarljósi. Hann mundi skrá lénið sitt í Albaníu, auglýsa þjónustuna ekkert og hefði engin afskipti af síðunni, önnur en þau að setja inn á hana tónlist öðru hverju. Er hann þá orðinn jafn gjaldskyldur og Rás 2 eða BBC, jafnvel þó að enginn færi inn á síðuna nema hann sjálfur? Á þessu álitamáli taka engin lagaákvæði beint en ég tel samt að þetta hlyti að falla undir opinberan flutning eða birtingu og það hvort einhver hlustar ætti ekki endilega að skipta máli, ef einhver getur hlustað, rétt eins og með hefðbundið útvarp. Gleymum því heldur ekki að dómstólar í ýmsum löndum, til dæmis hæstiréttur Bandaríkjanna, hafa tekið af skarið um það að svokölluð P2P-forrit, eins og til að mynda Napster, séu ólögleg, enda tilgangurinn þeirra oft sá að dreifa tónlist ókeypis sem er vernduð af höfundarétti víðast hvar í hinum vestræna heimi.

Sumir fara þá leið að bjóða upp á hýsingu á vefútvarpi þar sem hver sem er getur í raun opnað sína útvarpsstöð endurgjaldslaust, einungis þarf að greiða ákveðna prósentu af tekjunum til tónlistariðnaðarins. Þetta er svo sem góðra gjalda vert en þó varla fullnægjandi. Þannig er nánast ómögulegt að hafa eftirlit með því að greiðslur skili sér á endanum til þeirra sem eiga lögin sem spiluð eru. Það er ekkert sem kemur til dæmis í veg fyrir menn kalli lögin í útvarpinu sínu bara "lag 1" eða "goodsong21" eða hvað sem er og þá verða rétt skil á stefgjöldum að sjálfsögðu ómöguleg.

En ef við tökum þetta saman í stuttu máli þá eru engin lög sem beinlínis fjalla um netútvarp. Þetta fellur samt undir íslensk höfundarlög og rétt er að minna á að heimilt er að refsa fyrir lögbrot sem Íslendingar fremja í útlöndum eftir íslenskum lögum hafi brotið einnig verið refsivert að lögum þess ríkis sem brotið var framið í (höfundaréttarbrot eru refsiverð í flestum ríkjum), eða brotið var framið utan refsilögsögu nokkurs ríkis. Og það er klárt brot á höfundalögum að dreifa höfundarverkum annarra í leyfisleysi!

Ef Íslendingur vill opna útvarpsstöð á netinu verður hann að búa þannig um hnútana að með henni sé tónlist ekki dreift ókeypis, líklega yrði hann að tala við STEF eins og aðrar útvarpsstöðvar og borga þeim fyrir útvarpsleyfið, þó að ekki þurfi formlegt útvarpsleyfi fyrir netútvarp eftir því sem ég kemst næst enda er það ekki sent út á hefðbundinni tíðni. ...