Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru sólgos og segulstormur?

Sævar Helgi Bragason

Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi stendur yfir í stutta stund, venjulega innan við hálfa klukkustund.

Við sólblossa verður skyndileg birtuaukning á afmörkuðu svæði við sólblettina. Frá blossanum berst bæði sterk rafsegulgeislun og hlaðnar agnir, rafeindir og róteindir. Ef geislunin og efnið berst til jarðar getur það valdið tímabundnum truflunum á segulsviðinu og jónahvolfinu; kallast þetta segulstormar. Dæmigerðir segulstormar standa yfir í 24 til 48 klukkustundir, stundum skemur og stundum lengur.



Kórónuskvettur á sólinni þeyta miklu efnismagni út í geiminn. Stefni efnið í átt að jörðinni rekst það á segulsvið jarðar sem feykir því að mestu burt, en sumar agnir lenda á lofthjúpnum þar sem þær mynda norðurljós.

Segulstormar geta haft margvísleg áhrif á fjarskipti, rafveitukerfi og gervitungl. Mörg fjarskiptakerfi nýta jónahvolf jarðar til að endurkasta útvarpsbylgjum. Við segulstorma getur jónahvolfið veikst tímabundið sem veldur truflunum á fjarskiptum og starfsemi GPS-gervitungla og hefur þannig áhrif á samgöngur.

Fólki á jörðu niðri er lítil sem engin hætta búin af segulstormi. Geislunarhættan er þó ein helsta ógnin sem geimfarar standa frammi fyrir, sérstaklega ef menn væru á leið til tunglsins eða Mars. Flugfarþegar fá í sig aukna geislun en hún er yfirleitt ekki mikil, sem betur fer. Í verstu tilvikum samsvarar hún 100 röntgenmyndum hjá tannlækni.

Árið 1989 varð öflugur segulstormur sem olli víðtæku rafmagnsleysi í Quebec í Kanada. Í tæpan hálfan sólarhring urðu níu milljónir manna án rafmagns. Sami stormur hafði áhrif í norðurríkjum Bandaríkjanna og í Svíþjóð. Segulstormurinn spanaði upp strauma sem leiddi til þess að straumbreytar og rafalar ofhitnuð og eyðilögðust. Við það sló út rafmagnið. Olli þetta nokkru fjárhagslegu tjóni.

Sýnilegustu áhrif segulstorma er falleg norðurljósasýning sem þeim fylgja. Þegar öflugir segulstormar verða sjást norðurljós nær miðbaug en venjulega. Árið 1989 sáust til að mynda norðurljós í suðurríkjum Bandaríkjanna sem er harla óvenjulegt.

Sólin sendir sífellt frá sér þær agnir sem gusast út við sólblossa og svonefndar kórónuskvettur en í mismiklum mæli þó. Þessar agnir rekast stöðugt á jörðina og valda norðurljósum. Sólblossarnir hafa lítil sem engin áhrif á reikistjörnurnar, jafnvel þær sem næstar sólinni eru.

Sólin er misvirk. Fjöldi virkra svæða er óstöðugur og tekur umtalsverðum breytingum yfir ellefu ára tímabil sem nefnt er sólblettasveiflan. Þegar sólblettasveiflan er í lágmarki eru sárafá eða jafnvel engin virk svæði á sólinni svo mánuðum skiptir. Þegar sólblettasveiflan nær hámark á ný er sólin óhemjuvirk og fjölmargir sólblettahópar myndast.

Virkni sólar hefur verið í lágmarki undanfarin ár eftir hámarkið sem var í kringum árið 2001 en er nú smám saman að færast í aukana. Búist er við því að virknin nái hámarki aftur árið 2013 en verður þá sennilega veikari en venjulega. Þá getum við búist við því að segulstormar verði tíðari og norðurljósin enn fegurri.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað gerist ef það kemur sólgos?
  • Hvað gerist ef flóðbylgja rafgass frá sólinni kemur á ofurhraða til jarðar?
  • Verður stærsta sólgos sögunnar í desember 2012 og snýr þá sólbletturinn beint að jörðu?
  • Hvaða áhrif hafa sólgos á fjarskipti, og af hverju?
  • Sólgos skaðar ekki jörðina en hvað með eins og Merkúríus sem er svo nálægt sólinni?
  • Hvað orsakar sólargos og sólarvinda og hvaða áhrif hefur það á jörðina?
  • Í fréttum er fjallað um segulstorm í kjölfar goss á sólinni. Hvað er segulstormur og hvaða áhrif getur hann haft fyrir okkur? Hvað er sólgos? Hvenær hættir að gjósa úr sólinni?
  • Mikið hefur verið fjallað um sólgos í fréttum undanfarið, hvað er sólgos og er það algengt fyrirbæri?
  • Hvenær hættir að gjósa úr sólinni?
  • Hvað verður um okkur þegar sólgosin verða?
  • Getið þið birt myndir af sólgosinu á sólinni?
  • Hvað eru sólblettir og hvers vegna koma þeir fram og breytast?

Fleiri spyrjendur:
  • Bára Alexandersdóttir, f. 1997
  • Ágúst Ámundason
  • Einar Gunnarsson
  • Kristján Ólason
  • Hallur Sigurðarson, f. 1993
  • Guðrún Halldóra Halldórsdóttir
  • Björn Erlingsson
  • Sindri Magnússon, f. 1990
  • Anton Freyr Traustason, f. 1992
  • Jón Arnkell Ólafsson, f. 1994
  • Birgitta Sigurðardóttir, f. 1990
  • María Jónasdóttir

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

6.8.2010

Spyrjandi

Arnar Örn Ingólfsson, f. 1996; María Rós Georgsdóttir, f. 1996, og fleiri

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru sólgos og segulstormur?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56877.

Sævar Helgi Bragason. (2010, 6. ágúst). Hvað eru sólgos og segulstormur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56877

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru sólgos og segulstormur?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56877>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sólgos og segulstormur?
Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi stendur yfir í stutta stund, venjulega innan við hálfa klukkustund.

Við sólblossa verður skyndileg birtuaukning á afmörkuðu svæði við sólblettina. Frá blossanum berst bæði sterk rafsegulgeislun og hlaðnar agnir, rafeindir og róteindir. Ef geislunin og efnið berst til jarðar getur það valdið tímabundnum truflunum á segulsviðinu og jónahvolfinu; kallast þetta segulstormar. Dæmigerðir segulstormar standa yfir í 24 til 48 klukkustundir, stundum skemur og stundum lengur.



Kórónuskvettur á sólinni þeyta miklu efnismagni út í geiminn. Stefni efnið í átt að jörðinni rekst það á segulsvið jarðar sem feykir því að mestu burt, en sumar agnir lenda á lofthjúpnum þar sem þær mynda norðurljós.

Segulstormar geta haft margvísleg áhrif á fjarskipti, rafveitukerfi og gervitungl. Mörg fjarskiptakerfi nýta jónahvolf jarðar til að endurkasta útvarpsbylgjum. Við segulstorma getur jónahvolfið veikst tímabundið sem veldur truflunum á fjarskiptum og starfsemi GPS-gervitungla og hefur þannig áhrif á samgöngur.

Fólki á jörðu niðri er lítil sem engin hætta búin af segulstormi. Geislunarhættan er þó ein helsta ógnin sem geimfarar standa frammi fyrir, sérstaklega ef menn væru á leið til tunglsins eða Mars. Flugfarþegar fá í sig aukna geislun en hún er yfirleitt ekki mikil, sem betur fer. Í verstu tilvikum samsvarar hún 100 röntgenmyndum hjá tannlækni.

Árið 1989 varð öflugur segulstormur sem olli víðtæku rafmagnsleysi í Quebec í Kanada. Í tæpan hálfan sólarhring urðu níu milljónir manna án rafmagns. Sami stormur hafði áhrif í norðurríkjum Bandaríkjanna og í Svíþjóð. Segulstormurinn spanaði upp strauma sem leiddi til þess að straumbreytar og rafalar ofhitnuð og eyðilögðust. Við það sló út rafmagnið. Olli þetta nokkru fjárhagslegu tjóni.

Sýnilegustu áhrif segulstorma er falleg norðurljósasýning sem þeim fylgja. Þegar öflugir segulstormar verða sjást norðurljós nær miðbaug en venjulega. Árið 1989 sáust til að mynda norðurljós í suðurríkjum Bandaríkjanna sem er harla óvenjulegt.

Sólin sendir sífellt frá sér þær agnir sem gusast út við sólblossa og svonefndar kórónuskvettur en í mismiklum mæli þó. Þessar agnir rekast stöðugt á jörðina og valda norðurljósum. Sólblossarnir hafa lítil sem engin áhrif á reikistjörnurnar, jafnvel þær sem næstar sólinni eru.

Sólin er misvirk. Fjöldi virkra svæða er óstöðugur og tekur umtalsverðum breytingum yfir ellefu ára tímabil sem nefnt er sólblettasveiflan. Þegar sólblettasveiflan er í lágmarki eru sárafá eða jafnvel engin virk svæði á sólinni svo mánuðum skiptir. Þegar sólblettasveiflan nær hámark á ný er sólin óhemjuvirk og fjölmargir sólblettahópar myndast.

Virkni sólar hefur verið í lágmarki undanfarin ár eftir hámarkið sem var í kringum árið 2001 en er nú smám saman að færast í aukana. Búist er við því að virknin nái hámarki aftur árið 2013 en verður þá sennilega veikari en venjulega. Þá getum við búist við því að segulstormar verði tíðari og norðurljósin enn fegurri.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað gerist ef það kemur sólgos?
  • Hvað gerist ef flóðbylgja rafgass frá sólinni kemur á ofurhraða til jarðar?
  • Verður stærsta sólgos sögunnar í desember 2012 og snýr þá sólbletturinn beint að jörðu?
  • Hvaða áhrif hafa sólgos á fjarskipti, og af hverju?
  • Sólgos skaðar ekki jörðina en hvað með eins og Merkúríus sem er svo nálægt sólinni?
  • Hvað orsakar sólargos og sólarvinda og hvaða áhrif hefur það á jörðina?
  • Í fréttum er fjallað um segulstorm í kjölfar goss á sólinni. Hvað er segulstormur og hvaða áhrif getur hann haft fyrir okkur? Hvað er sólgos? Hvenær hættir að gjósa úr sólinni?
  • Mikið hefur verið fjallað um sólgos í fréttum undanfarið, hvað er sólgos og er það algengt fyrirbæri?
  • Hvenær hættir að gjósa úr sólinni?
  • Hvað verður um okkur þegar sólgosin verða?
  • Getið þið birt myndir af sólgosinu á sólinni?
  • Hvað eru sólblettir og hvers vegna koma þeir fram og breytast?

Fleiri spyrjendur:
  • Bára Alexandersdóttir, f. 1997
  • Ágúst Ámundason
  • Einar Gunnarsson
  • Kristján Ólason
  • Hallur Sigurðarson, f. 1993
  • Guðrún Halldóra Halldórsdóttir
  • Björn Erlingsson
  • Sindri Magnússon, f. 1990
  • Anton Freyr Traustason, f. 1992
  • Jón Arnkell Ólafsson, f. 1994
  • Birgitta Sigurðardóttir, f. 1990
  • María Jónasdóttir
...