
Takmarka má myndun þessara efna enn meira með því að grilla við óbeinan hita. Sú aðferð er helst notuð þegar grilluð eru stór og þykk kjötstykki. Kjötið er ekki haft yfir eldinum heldur til hliðar við hann. Grillið er haft lokað og virkar þá eins og ofn. Grillmatur getur einnig verið varasamur ef hreinlætis er ekki gætt við meðferð hans. Gegnsteikið fuglakjöt, svínakjöt og hakkað kjöt til að koma í veg fyrir hugsanlega matarsýkingu. Gott er að nota tvöfalt sett af áhöldum til að koma í veg fyrir krossmengun. Blóðvökvi úr hráu kjöti má ekki komast í snertingu við eldað kjöt eða mat sem er tilbúinn til neyslu til dæmis salat. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað er kampýlóbakter? eftir Harald Briem
- Pomelo. Sótt 4.8.2010.