Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Í lögum um dómstóla, númer 15/1998, er fjallað um forseta Hæstaréttar. Þar segir meðal annars:
Forseti fer með yfirstjórn Hæstaréttar. Með þeim takmörkunum, sem leiðir af öðrum ákvæðum laga, stýrir forseti meðal annars þeirri starfsemi Hæstaréttar sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli dómara og annarra starfsmanna og fer með agavald yfir þeim. Hann ber ábyrgð á rekstri Hæstaréttar og fjárreiðum og kemur fram af hálfu dómstólsins út á við, auk þess að gegna þeim sérstöku störfum sem mælt er fyrir um í öðrum lögum.
Það er mjög mikilvægt fyrir réttarkerfið að dómarar, jafnt héraðsdómarar og Hæstaréttardómarar, haldi sjálfstæði sínu. Því hefur forseti réttarins ekkert um það að segja hvernig aðrir dómarar dæma í málum. Hann getur ekki skipað þeim að sýkna eða sakfella, hvað uppkvaðningu dóma varðar er hann bara almennur dómari. Sama gildir um dómstjóra við héraðsdómstól en hann gegnir svipuðu hlutverki og forseti Hæstaréttar. Í "agavaldinu" sem talað er um hér að ofan felst því ekki að forseti réttarins geti skipt sér beint af embættisstörfum dómara, hann getur hins vegar gripið til aðgerða ef dómari er óstundvís, mætir illa til starfa eða þess háttar.



Dómarar við Hæstarétt.

Dómarar við Hæstarétt kjósa sér forseta til tveggja ára, og varaforseta um leið. Lagagreinin hér að ofan er nokkuð skýr hvað varðar hlutverk forseta, hann kemur fram fyrir hönd réttarins og er eins konar "verkstjóri." Þegar forseti situr í dómi er hann jafnframt nokkurs konar fundarstjóri réttarhaldanna, en varaforseti ef forseti er ekki í dómnum. Dómarar í máli eru ýmist þrír, fimm eða sjö og er forseti Hæstaréttar því oft einn þeirra. Þá ákveður forseti, eftir ákveðnum reglum, hve margir og þá hverjir skipa dóm í hverju máli.

Þá er kveðið á um það í stjórnarskránni að forseti Hæstaréttar, ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra, sé handhafi forsetavalds í fjarveru forseta. Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sé forseti lýðveldisins erlendis eða óvinnufær sjá þessir aðilar um að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt.

Enn fremur er í lögum að finna ákvæði sem leggja skyldur á herðar Hæstaréttardómara. Þetta eru ýmiss konar skyldur, sem falla utan hins daglega starfs þeirra, til að mynda ber þeim skylda til að taka sæti í Landsdómi verði hann kvaddur saman. Þá eru ýmis lög sem gera ráð fyrir því að Hæstiréttur tilnefni menn til ákveðinna starfa, auk þess sem rétturinn á að gefa álit um umsækjendur um stöðu Hæstaréttardómara.

Núverandi forseti Hæstaréttar er Gunnlaugur Claessen og kjörtímabil hans er til ársloka 2007.

Fyrir áhugasama má svo benda á heimasíðu Hæstaréttar, www.haestirettur.is en þar má finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um sögu Hæstaréttar, framkvæmd þinghalda þar og um dómarana sjálfa.

Heimildir og mynd:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.3.2006

Spyrjandi

Brynja I.

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5689.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 7. mars). Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5689

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5689>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?
Í lögum um dómstóla, númer 15/1998, er fjallað um forseta Hæstaréttar. Þar segir meðal annars:

Forseti fer með yfirstjórn Hæstaréttar. Með þeim takmörkunum, sem leiðir af öðrum ákvæðum laga, stýrir forseti meðal annars þeirri starfsemi Hæstaréttar sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli dómara og annarra starfsmanna og fer með agavald yfir þeim. Hann ber ábyrgð á rekstri Hæstaréttar og fjárreiðum og kemur fram af hálfu dómstólsins út á við, auk þess að gegna þeim sérstöku störfum sem mælt er fyrir um í öðrum lögum.
Það er mjög mikilvægt fyrir réttarkerfið að dómarar, jafnt héraðsdómarar og Hæstaréttardómarar, haldi sjálfstæði sínu. Því hefur forseti réttarins ekkert um það að segja hvernig aðrir dómarar dæma í málum. Hann getur ekki skipað þeim að sýkna eða sakfella, hvað uppkvaðningu dóma varðar er hann bara almennur dómari. Sama gildir um dómstjóra við héraðsdómstól en hann gegnir svipuðu hlutverki og forseti Hæstaréttar. Í "agavaldinu" sem talað er um hér að ofan felst því ekki að forseti réttarins geti skipt sér beint af embættisstörfum dómara, hann getur hins vegar gripið til aðgerða ef dómari er óstundvís, mætir illa til starfa eða þess háttar.



Dómarar við Hæstarétt.

Dómarar við Hæstarétt kjósa sér forseta til tveggja ára, og varaforseta um leið. Lagagreinin hér að ofan er nokkuð skýr hvað varðar hlutverk forseta, hann kemur fram fyrir hönd réttarins og er eins konar "verkstjóri." Þegar forseti situr í dómi er hann jafnframt nokkurs konar fundarstjóri réttarhaldanna, en varaforseti ef forseti er ekki í dómnum. Dómarar í máli eru ýmist þrír, fimm eða sjö og er forseti Hæstaréttar því oft einn þeirra. Þá ákveður forseti, eftir ákveðnum reglum, hve margir og þá hverjir skipa dóm í hverju máli.

Þá er kveðið á um það í stjórnarskránni að forseti Hæstaréttar, ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra, sé handhafi forsetavalds í fjarveru forseta. Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sé forseti lýðveldisins erlendis eða óvinnufær sjá þessir aðilar um að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt.

Enn fremur er í lögum að finna ákvæði sem leggja skyldur á herðar Hæstaréttardómara. Þetta eru ýmiss konar skyldur, sem falla utan hins daglega starfs þeirra, til að mynda ber þeim skylda til að taka sæti í Landsdómi verði hann kvaddur saman. Þá eru ýmis lög sem gera ráð fyrir því að Hæstiréttur tilnefni menn til ákveðinna starfa, auk þess sem rétturinn á að gefa álit um umsækjendur um stöðu Hæstaréttardómara.

Núverandi forseti Hæstaréttar er Gunnlaugur Claessen og kjörtímabil hans er til ársloka 2007.

Fyrir áhugasama má svo benda á heimasíðu Hæstaréttar, www.haestirettur.is en þar má finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um sögu Hæstaréttar, framkvæmd þinghalda þar og um dómarana sjálfa.

Heimildir og mynd:...