Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?
Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir málið frá 1540 og til dagsins í dag. Ástæða þess að árið 1540 var valið til viðmiðunar er sú að þegar var farið að vinna að orðabók yfir forna málið í Danmörku þegar Íslendingar fóru af stað með sína sögulegu orðabók. Þá var ákveðið að Danir sæju um málið fram undir miðja 16. öld en Íslendingar tækju þá við. Ártalið 1540 var valið sem viðmið þar sem fyrsta íslenska bókin kom út á prenti það ár í Hróarskeldu, Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar.

Í sögulegri orðabók er miðað að því að lýsa málinu eins og það er hverju sinni. Af þeim gögnum sem safnað er til slíkrar orðabókar þarf að vera hægt að lesa þróun orðaforðans og vöxt hans og hvernig merkingar og beygingar geta breyst í aldanna rás. Orð geta flust milli beygingarflokka frá fornu máli til nútímamáls og nýjar merkingar verða til ef þörf hefur verið á þeim. Tökuorð berast í málið, sum staldra stutt við, önnur taka sér bólfestu til framtíðar. Öllu þessu þarf söguleg orðabók að geta lýst. Söfn hennar þurfa að geta sýnt málið á hverri öld eins og það kemur fram í textum án þess að valinu ráði hreintungustefna. Orðasöfnunin verður að vera hlutlaus. Allt þarf að vera með, rétt og rangt. Ef vel er að söfnun staðið geta söfn sögulegrar orðabókar bæði nýst sem lýsing á orðaforðanum og til fræðilegra rannsókna í beygingar- og merkingarfræði.

Ritmálssafn Orðabókarinnar er öllum opið. Það sýnir afrakstur áratuga söfnunar á hlutlausan hátt. Enn vantar talsvert upp á til að fyllt sé í öll göt en ný tækni, vélræn orðtaka úr tölvutækum textum, mun flýta fyrir orðasöfnun.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.3.2006

Spyrjandi

Gunnlaugur Þór Briem

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2006, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5695.

Guðrún Kvaran. (2006, 9. mars). Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5695

Guðrún Kvaran. „Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2006. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5695>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?
Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir málið frá 1540 og til dagsins í dag. Ástæða þess að árið 1540 var valið til viðmiðunar er sú að þegar var farið að vinna að orðabók yfir forna málið í Danmörku þegar Íslendingar fóru af stað með sína sögulegu orðabók. Þá var ákveðið að Danir sæju um málið fram undir miðja 16. öld en Íslendingar tækju þá við. Ártalið 1540 var valið sem viðmið þar sem fyrsta íslenska bókin kom út á prenti það ár í Hróarskeldu, Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar.

Í sögulegri orðabók er miðað að því að lýsa málinu eins og það er hverju sinni. Af þeim gögnum sem safnað er til slíkrar orðabókar þarf að vera hægt að lesa þróun orðaforðans og vöxt hans og hvernig merkingar og beygingar geta breyst í aldanna rás. Orð geta flust milli beygingarflokka frá fornu máli til nútímamáls og nýjar merkingar verða til ef þörf hefur verið á þeim. Tökuorð berast í málið, sum staldra stutt við, önnur taka sér bólfestu til framtíðar. Öllu þessu þarf söguleg orðabók að geta lýst. Söfn hennar þurfa að geta sýnt málið á hverri öld eins og það kemur fram í textum án þess að valinu ráði hreintungustefna. Orðasöfnunin verður að vera hlutlaus. Allt þarf að vera með, rétt og rangt. Ef vel er að söfnun staðið geta söfn sögulegrar orðabókar bæði nýst sem lýsing á orðaforðanum og til fræðilegra rannsókna í beygingar- og merkingarfræði.

Ritmálssafn Orðabókarinnar er öllum opið. Það sýnir afrakstur áratuga söfnunar á hlutlausan hátt. Enn vantar talsvert upp á til að fyllt sé í öll göt en ný tækni, vélræn orðtaka úr tölvutækum textum, mun flýta fyrir orðasöfnun....