Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1142 svör fundust
Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...
Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?
Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...
Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...
Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...
Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?
Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Er hægt að segja "ég komst við" þegar átt er við að verða klökkur?
Svarið er einfalt: Já, það er hægt að segja þetta, það er gott mál og þokkalega algengt. Einfaldast og fljótlegast er að afla sér upplýsinga um málfarsatriði af þessum toga með því að fletta upp í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar sem kom upphaflega út árið 1963 hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Hún hefur komið ...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?
Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...
Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?
Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og ei...
Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...
Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?
Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, ful...
Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?
Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...
Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?
Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...
Hvað eru náttúruhamfarir?
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...