Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Gunnlaugur Ingólfsson

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri útgáfu (1983) orðabókar Menningarsjóðs er orðið merkt með spurningarmerki, ?, sem þar á bæ merkir ‘vont mál. Orð og merkingar, sem forðast ber í íslenzku’. Merkingin er ‘einkaherbergi, staður til einkaafnota; forliður samsetn[inga], einka-: prívat|eign, -bíll; -maður einstaklingur’. Í Blöndalsviðbæti er orðið merkt (pop.) og segir svo í skammstafanaskrá: ‘populær, daglig tale (i reglen ikke skriftsprog)’. Merkingin í prívat er þar ‘privatkontor, -værelse’; einnig er prívat greint sem atviksorð og enn fremur eru tilfærð samsettu orðin prívatmeining og prívatskoðun. Í þriðju útgáfu orðabókar Menningarsjóðs, Íslenskri orðabók, aukinni og endurbættri, er ekki lengur neinum varúðarmerkjum til að dreifa og merkingum og dæmum hefur fjölgað frá fyrri útgáfum.

Prívatbíll, Mercedes Benz 300 SEL, árgerð 1967.

Hér á undan voru nefnd dæmi eins og prívatmaður ‘einstaklingur,’ prívateign ‘einkaeign’ og prívatbíll ‘einkabíll, bíll í einkaeign’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru tvö dæmi um orðið prívatbíll úr bókum rithöfunda frá því um miðja síðustu öld. Þar er merkingin greinilega ‘einkabíll’: … í Stykkishólmi var mér boðið far í prívatbíl til Reykjavíkur; … karlinn gamall durgur … ríkur djöfull og átti prívatbíl og allar græjur. Í þessu viðfangi minnast margir rosknir Reykvíkingar þess að í æsku þeirra var ósjaldan allt önnur merking í þessu orði. Í þá daga var algengt að orðið prívatbíll væri haft um leigubíl: Hann kom í prívatbíl frá BSÍ og inn í Kleppsholt, það er hann hafði tekið leigubíl. Þessi merking hvarf svo með tímanum og leigubíll (eða taxi) annars vegar og einkabíll hins vegar hafa rutt prívatbílnum, bæði notkun og merkingu, úr vegi.

Orðið prívat er að ætlun Ásgeirs Bl. Magnússonar tökuorð úr dönsku. Það á uppruna sinn í latneska orðinu privatus sem er lýsingarháttur þátíðar af sagnorðinu privo ‘ég svipti, aðgreini, skil að’, og merkingin ‘eiginl. aðskilinn frá því opinbera,?:, persónulegur, einka-.’ (Íslensk orðsifjabók, 724). En þessi orð eru dregin af lýsingarorðinu privus sem merkir ‘hver og einn sér, út af fyrir sig’.

Heimildir
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. [Reykjavík]: Orðabók Háskólans 1989.
 • Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1963.
 • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Önnur útgáfa, aukin og bætt. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983.
 • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. [Reykjavík]: Edda 2002.
 • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 • Sigfús Blöndal. Íslenzk-dönsk orðabók. Viðbætir. Ritstjórar Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Samverkamenn Árni Böðvarsson og Erik Sønderholm. Reykjavík: Íslenzk-danskur orðabókarsjóður 1963.
 • Mynd: Viðskiptablaðið - Einn glæsilegasti Mercedes Benz fornbíll landsins. (Sótt 10. 6. 2014).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

rannsóknardósent á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

31.7.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2014. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67608.

Gunnlaugur Ingólfsson. (2014, 31. júlí). Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67608

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2014. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67608>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?
Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri útgáfu (1983) orðabókar Menningarsjóðs er orðið merkt með spurningarmerki, ?, sem þar á bæ merkir ‘vont mál. Orð og merkingar, sem forðast ber í íslenzku’. Merkingin er ‘einkaherbergi, staður til einkaafnota; forliður samsetn[inga], einka-: prívat|eign, -bíll; -maður einstaklingur’. Í Blöndalsviðbæti er orðið merkt (pop.) og segir svo í skammstafanaskrá: ‘populær, daglig tale (i reglen ikke skriftsprog)’. Merkingin í prívat er þar ‘privatkontor, -værelse’; einnig er prívat greint sem atviksorð og enn fremur eru tilfærð samsettu orðin prívatmeining og prívatskoðun. Í þriðju útgáfu orðabókar Menningarsjóðs, Íslenskri orðabók, aukinni og endurbættri, er ekki lengur neinum varúðarmerkjum til að dreifa og merkingum og dæmum hefur fjölgað frá fyrri útgáfum.

Prívatbíll, Mercedes Benz 300 SEL, árgerð 1967.

Hér á undan voru nefnd dæmi eins og prívatmaður ‘einstaklingur,’ prívateign ‘einkaeign’ og prívatbíll ‘einkabíll, bíll í einkaeign’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru tvö dæmi um orðið prívatbíll úr bókum rithöfunda frá því um miðja síðustu öld. Þar er merkingin greinilega ‘einkabíll’: … í Stykkishólmi var mér boðið far í prívatbíl til Reykjavíkur; … karlinn gamall durgur … ríkur djöfull og átti prívatbíl og allar græjur. Í þessu viðfangi minnast margir rosknir Reykvíkingar þess að í æsku þeirra var ósjaldan allt önnur merking í þessu orði. Í þá daga var algengt að orðið prívatbíll væri haft um leigubíl: Hann kom í prívatbíl frá BSÍ og inn í Kleppsholt, það er hann hafði tekið leigubíl. Þessi merking hvarf svo með tímanum og leigubíll (eða taxi) annars vegar og einkabíll hins vegar hafa rutt prívatbílnum, bæði notkun og merkingu, úr vegi.

Orðið prívat er að ætlun Ásgeirs Bl. Magnússonar tökuorð úr dönsku. Það á uppruna sinn í latneska orðinu privatus sem er lýsingarháttur þátíðar af sagnorðinu privo ‘ég svipti, aðgreini, skil að’, og merkingin ‘eiginl. aðskilinn frá því opinbera,?:, persónulegur, einka-.’ (Íslensk orðsifjabók, 724). En þessi orð eru dregin af lýsingarorðinu privus sem merkir ‘hver og einn sér, út af fyrir sig’.

Heimildir
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. [Reykjavík]: Orðabók Háskólans 1989.
 • Íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1963.
 • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Önnur útgáfa, aukin og bætt. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983.
 • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. [Reykjavík]: Edda 2002.
 • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 • Sigfús Blöndal. Íslenzk-dönsk orðabók. Viðbætir. Ritstjórar Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Samverkamenn Árni Böðvarsson og Erik Sønderholm. Reykjavík: Íslenzk-danskur orðabókarsjóður 1963.
 • Mynd: Viðskiptablaðið - Einn glæsilegasti Mercedes Benz fornbíll landsins. (Sótt 10. 6. 2014).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....